Martröð Pogba lokið en hvað tekur við? Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 13:01 Paul Pogba var mættur á leik í bandarísku MLS-deildinni í lok september, á milli Charlotte og Inter Miami. Talið er mögulegt að næsta lið Pogba verði bandarískt. Getty/Megan Briggs „Loksins er martröðinni lokið,“ sagði franski fótboltamaðurinn Paul Pogba eftir að fjögurra ára bann hans frá fótbolta var stytt niður í átján mánuði. En hvað tekur við þegar hann má byrja að spila aftur, í mars á næsta ári? Pogba var fyrir sjö mánuðum dæmdur í fjögurra ára bann fyrir notkun ólöglega efnisins DHEA. Málinu var áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem stytti það í átján mánuði. Og þar sem að bannið hófst í september 2023 þá gæti Pogba nú byrjað að spila í mars á næsta ári, og hann má byrja að æfa af fullum krafti strax í janúar. The Athletic segir að svo virðist sem að CAS hafi tekið gilda þá afsökun Pogba að hann hafi ekki vitað að hið bannaða efni, DHEA, væri í fæðubótarefni sem hann neytti. Tók inn efnin án vitundar Juventus Pogba segist hafa tekið fæðubótarefnið í samráði við lækni í Bandaríkjunum, en þangað leitaði hann í von um að komast sem fyrst á réttan kjöl eftir að hafa ítrekað glímt við meiðsli, og meðal annars misst af HM í Katar í lok árs 2022. Hann mun hafa viðurkennt fyrir forráðamönnum Juventus hvað hann gerði, eftir að hann féll á lyfjaprófinu, og að það hefði verið rangt af sér að láta félagið ekki vita af þessu. 🚨 Paul Pogba and Juventus, expected to agree on contract termination as he will become a free agent.Talks to follow from tomorrow after CAS verdict, as Paul will be available from March.Paul Pogba also feels a fresh start would be best solution for him and his career. pic.twitter.com/niTvAzRbzt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 6, 2024 Samkvæmt The Athletic og fleiri virtum miðlum hefur Juventus hins vegar lítinn áhuga á að tefla hinum 31 árs gamla Pogba fram að nýju. Tyrkinn Kenan Yildiz, sem spilar á Laugardalsvelli næsta mánudagskvöld, er kominn í treyju númer tíu hjá liðinu og áður en Pogba fór í bann hafði hann bara náð að byrja einn deildarleik fyrir Juventus, eftir endurkomuna frá Manchester United árið 2022. Bandaríkin og Sádi-Arabía nefnd Pogba er samningsbundinn Juventus fram í júní 2026, og var vel tekið af áhorfendum á Allianz Arena í gær þar sem hann var í stúkunni þegar Juventus gerði 1-1 jafntefli við Cagliari. ESPN segir hins vegar að viðræður séu hafnar á milli Pogba og ítalska félagsins um riftun samnings og allt bendir til þess að hann snúi aftur á fótboltavöllinn í treyju annars félags en Juventus. Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa helst verið nefnd sem áfangastaðir fyrir Pogba en heimildamaður The Athletic, tengdur Pogba, segir allt of snemmt að segja til um það hvert hann fari. Þakklátur fyrir að hlustað væri á skýringar „Loksins er martöðinni lokið. Núna get ég hlakkað til þess dags þegar ég get látið drauma mína rætast á nýjan leik,“ sagði Pogba í yfirlýsingu eftir dóm CAS. „Ég hef alltaf sagt það og stend við það að ég vissi ekki að ég væri að brjóta reglur WADA með því að taka inn fæðubótarefni, sem læknir skrifaði upp á, og sem hafa ekki áhrif á frammistöðu karlkyns íþróttamanna. Ég spila af heilindum og þó ég verði að sætta mig við að þetta sé brot á reglum þá vil ég þakka dómurum CAS fyrir að hafa hlustað á skýringar mínar. Þetta hefur verið afskaplega erfiður tími í mínu lífi því allt sem ég hef unnið að hefur verið í pásu,“ sagði Pogba. Ítalski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Pogba var fyrir sjö mánuðum dæmdur í fjögurra ára bann fyrir notkun ólöglega efnisins DHEA. Málinu var áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem stytti það í átján mánuði. Og þar sem að bannið hófst í september 2023 þá gæti Pogba nú byrjað að spila í mars á næsta ári, og hann má byrja að æfa af fullum krafti strax í janúar. The Athletic segir að svo virðist sem að CAS hafi tekið gilda þá afsökun Pogba að hann hafi ekki vitað að hið bannaða efni, DHEA, væri í fæðubótarefni sem hann neytti. Tók inn efnin án vitundar Juventus Pogba segist hafa tekið fæðubótarefnið í samráði við lækni í Bandaríkjunum, en þangað leitaði hann í von um að komast sem fyrst á réttan kjöl eftir að hafa ítrekað glímt við meiðsli, og meðal annars misst af HM í Katar í lok árs 2022. Hann mun hafa viðurkennt fyrir forráðamönnum Juventus hvað hann gerði, eftir að hann féll á lyfjaprófinu, og að það hefði verið rangt af sér að láta félagið ekki vita af þessu. 🚨 Paul Pogba and Juventus, expected to agree on contract termination as he will become a free agent.Talks to follow from tomorrow after CAS verdict, as Paul will be available from March.Paul Pogba also feels a fresh start would be best solution for him and his career. pic.twitter.com/niTvAzRbzt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 6, 2024 Samkvæmt The Athletic og fleiri virtum miðlum hefur Juventus hins vegar lítinn áhuga á að tefla hinum 31 árs gamla Pogba fram að nýju. Tyrkinn Kenan Yildiz, sem spilar á Laugardalsvelli næsta mánudagskvöld, er kominn í treyju númer tíu hjá liðinu og áður en Pogba fór í bann hafði hann bara náð að byrja einn deildarleik fyrir Juventus, eftir endurkomuna frá Manchester United árið 2022. Bandaríkin og Sádi-Arabía nefnd Pogba er samningsbundinn Juventus fram í júní 2026, og var vel tekið af áhorfendum á Allianz Arena í gær þar sem hann var í stúkunni þegar Juventus gerði 1-1 jafntefli við Cagliari. ESPN segir hins vegar að viðræður séu hafnar á milli Pogba og ítalska félagsins um riftun samnings og allt bendir til þess að hann snúi aftur á fótboltavöllinn í treyju annars félags en Juventus. Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa helst verið nefnd sem áfangastaðir fyrir Pogba en heimildamaður The Athletic, tengdur Pogba, segir allt of snemmt að segja til um það hvert hann fari. Þakklátur fyrir að hlustað væri á skýringar „Loksins er martöðinni lokið. Núna get ég hlakkað til þess dags þegar ég get látið drauma mína rætast á nýjan leik,“ sagði Pogba í yfirlýsingu eftir dóm CAS. „Ég hef alltaf sagt það og stend við það að ég vissi ekki að ég væri að brjóta reglur WADA með því að taka inn fæðubótarefni, sem læknir skrifaði upp á, og sem hafa ekki áhrif á frammistöðu karlkyns íþróttamanna. Ég spila af heilindum og þó ég verði að sætta mig við að þetta sé brot á reglum þá vil ég þakka dómurum CAS fyrir að hafa hlustað á skýringar mínar. Þetta hefur verið afskaplega erfiður tími í mínu lífi því allt sem ég hef unnið að hefur verið í pásu,“ sagði Pogba.
Ítalski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira