Í umfjöllun Guardian segir að björgunarsveitir leiti enn fólks í rústum í bænum Jablanica í miðhluta Bosníu og Hersegóvínu. Tugir hafi slasast í hamförunum og minnst tíu sé enn saknað.
Aurskriðurnar voru afleiðing gríðarmikilla rigninga sem féllu á svæðið fyrri hluta föstudags. Talsmaður almannavarna í landinu sagði við ríkismiðilinn N1 að skriðurnar hefðu gjöreyðilagt vegi og fjölmargar brýr. Rafmagnslaust væri víða í miðhluta landsins.

Sveitarstjórnarkosningar áttu að fara fram í landinu á morgun en vegna ástandsins hefur þeim verið frestað. Flóð hafa að auki valdið tjóni á innviðum í Króatíu og Svartfjallalandi síðustu daga.