Verulegar líkur á að stórt stríð brjótist út í Miðausturlöndum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2024 19:29 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að árásir Írana í gær gætu verið vendipunktur í stigmögnun í átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Vísir/Ívar/Getty Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, telur verulegar líkur á því að stórt stríð breiðist út í Miðausturlöndum. Ísraelsmenn hafa heitið hefndum gegn Íran eftir árásir gærdagsins og eru sagðir ætla að beina spjótum sínum að olíuinnviðum landsins með hjálp Bandaríkjanna. Íranir hafa hótað frekari og stærri árásum. Arnór bendir á að árás Írana sé ekki fyrsta beina árás þeirra gegn Ísrael. Þeir gerðu aðra eldflaugaárás í apríl síðastliðnum, en sú var takmörkuð og svar Ísraelsmanna dempað að hans sögn. „Þessi árás er allt annars eðlis. Háþróuð vopn, skotflaugar sem fara upp í himingeiminn tvö hundruð talsins um allt landið, engin aðvörun. Sem betur fer tókst að afstýra voðaverkum með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta sem skutu flaugarnar niður,“ segir Arnór. „En hvað þýðir þetta? Þetta er alvarleg stigmögnun. Þetta er í raun og veru kannski vendipunktur í átökunum í Miðausturlöndum.“ Ísraelsmönnum tókst að mestu að skjóta eldflaugarnar niður. Palestínumaður á Vesturbakkanum fórst þegar eldflaugabrak lenti á honum og tveir særðust lítillega í Tel Aviv. Ísraelar hafa heitið hefndum og eru sagðir bera áætlanir sínar undir Bandaríkin. Fréttastofa Axios hefur eftir háttsettum embættismann í Ísrael að herinn horfi sérstaklega til olíuinnviða og fullyrðir fréttastofa Guardian að ekki sé útilokað að spjótum verði beint að kjarnorkuinnviðum landsins. Ísraelsmenn hafa haldið landhernaði inn í Líbanon áfram í dag og segja sjö hermenn hafa fallið í átökum við Hezbollah. Íranir hafa heitið frekari árásum. Hefur litla trú á viðskipaþvingunum Talað hefur verið um viðskiptaþvinganir til þess að reyna að miðla málum, og þá sérstaklega frá G7-ríkjunum. Arnór hefur takmarkaða trú á því að þær myndu skipta sköpum. „Það hefur svo sem haft lítið að segja. Það hefur verið notað áður og ekki haft mikil áhrif að ég best sé.“ Gætum við verið að sjá á næstu vikum og mánuðum stórt stríð breiðast út á þessu svæði? Að þetta sé bara stigmögnun dag eftir dag? „Miðað við þróun mála og atburðarásina eru verulega miklar líkur á því að svo geti farið.“ Líbanon Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Ísraelsmenn hafa heitið hefndum gegn Íran eftir árásir gærdagsins og eru sagðir ætla að beina spjótum sínum að olíuinnviðum landsins með hjálp Bandaríkjanna. Íranir hafa hótað frekari og stærri árásum. Arnór bendir á að árás Írana sé ekki fyrsta beina árás þeirra gegn Ísrael. Þeir gerðu aðra eldflaugaárás í apríl síðastliðnum, en sú var takmörkuð og svar Ísraelsmanna dempað að hans sögn. „Þessi árás er allt annars eðlis. Háþróuð vopn, skotflaugar sem fara upp í himingeiminn tvö hundruð talsins um allt landið, engin aðvörun. Sem betur fer tókst að afstýra voðaverkum með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta sem skutu flaugarnar niður,“ segir Arnór. „En hvað þýðir þetta? Þetta er alvarleg stigmögnun. Þetta er í raun og veru kannski vendipunktur í átökunum í Miðausturlöndum.“ Ísraelsmönnum tókst að mestu að skjóta eldflaugarnar niður. Palestínumaður á Vesturbakkanum fórst þegar eldflaugabrak lenti á honum og tveir særðust lítillega í Tel Aviv. Ísraelar hafa heitið hefndum og eru sagðir bera áætlanir sínar undir Bandaríkin. Fréttastofa Axios hefur eftir háttsettum embættismann í Ísrael að herinn horfi sérstaklega til olíuinnviða og fullyrðir fréttastofa Guardian að ekki sé útilokað að spjótum verði beint að kjarnorkuinnviðum landsins. Ísraelsmenn hafa haldið landhernaði inn í Líbanon áfram í dag og segja sjö hermenn hafa fallið í átökum við Hezbollah. Íranir hafa heitið frekari árásum. Hefur litla trú á viðskipaþvingunum Talað hefur verið um viðskiptaþvinganir til þess að reyna að miðla málum, og þá sérstaklega frá G7-ríkjunum. Arnór hefur takmarkaða trú á því að þær myndu skipta sköpum. „Það hefur svo sem haft lítið að segja. Það hefur verið notað áður og ekki haft mikil áhrif að ég best sé.“ Gætum við verið að sjá á næstu vikum og mánuðum stórt stríð breiðast út á þessu svæði? Að þetta sé bara stigmögnun dag eftir dag? „Miðað við þróun mála og atburðarásina eru verulega miklar líkur á því að svo geti farið.“
Líbanon Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira