Fóru líka upp á eiginkonuna fyrir besta útsýni landsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. september 2024 20:01 Garpur var í góðum félagsskap nú líkt og endranær. Garpur og félagar fóru í þetta skiptið upp á báða toppa Tindfjalla í Okkar eigið Ísland, toppa sem kenndir eru við hjónin Ýmu og Ými. Í þættinum má sjá stórbrotið útsýni sem Garpur segir besta útsýni sem hann hefur fengið á Íslandi. „Það er ekkert eins og að standa á toppnum á Tindfjöllum,“ segir Garpur meðal annars í þættinum. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu,“ segir Garpur í þættinum þar sem hann ferðast með Sigga Karlssyni, Eddu Sól Ólafsdóttur Arnholtz og Jóhönnu Maríu Steinþórsdóttir Arnholtz. Horfa má á fleiri þætti í seríunni á sjónvarpsvef Vísis. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Gleymdu ekki Ýmu í þetta skiptið Garpur útskýrir meðal annars í þættinum að Tindfjöll séu ferlega þægileg í göngu. Um sé að ræða fjórtán, fimmtán kílómetra leið fram og til baka með sirka sjö hundruð kílómetra hækkun. Að mestu þægileg og aflíðandi hækkun. Á toppi Ýmis er margt að sjá, en hann er tveim metrum hærri en eiginkonan Ýma. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu. Þannig að núna gönnum við á næsta topp.“ Garpur útskýrir að Ýma sé kona Ýmis. Þau hafi verið hjón í þúsundir ára. Hann segist aldrei hafa farið upp á Ýmu fyrr en í þetta skiptið. „Fólk fer yfirleitt bara upp á Ými og svo niður. Nú ætla ég að vera hér og segja ykkur: Farið upp á Ýmu. Ýma er geggjuð.“ Garpur útskýrir að það sé töluvert meiri toppatilfinning sem fylgi Ýmu. „Það er sturlað að standa þar upp á, maður er með sama útsýnið í raun og veru en maður fær aðeins meiri toppafíling, sem er rosa gaman. Það er mjög auðvelt að mæla með því að taka bæði hjónin fyrst þú ert að standa í þessu á annað borð en að standa þarna uppi er klárlega besta útsýni sem ég hef fengið á Íslandi.“ Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Okkar eigið Ísland Tengdar fréttir Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21. ágúst 2024 14:03 Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11. ágúst 2024 09:01 Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. 30. nóvember 2023 10:30 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Það er ekkert eins og að standa á toppnum á Tindfjöllum,“ segir Garpur meðal annars í þættinum. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu,“ segir Garpur í þættinum þar sem hann ferðast með Sigga Karlssyni, Eddu Sól Ólafsdóttur Arnholtz og Jóhönnu Maríu Steinþórsdóttir Arnholtz. Horfa má á fleiri þætti í seríunni á sjónvarpsvef Vísis. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Gleymdu ekki Ýmu í þetta skiptið Garpur útskýrir meðal annars í þættinum að Tindfjöll séu ferlega þægileg í göngu. Um sé að ræða fjórtán, fimmtán kílómetra leið fram og til baka með sirka sjö hundruð kílómetra hækkun. Að mestu þægileg og aflíðandi hækkun. Á toppi Ýmis er margt að sjá, en hann er tveim metrum hærri en eiginkonan Ýma. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu. Þannig að núna gönnum við á næsta topp.“ Garpur útskýrir að Ýma sé kona Ýmis. Þau hafi verið hjón í þúsundir ára. Hann segist aldrei hafa farið upp á Ýmu fyrr en í þetta skiptið. „Fólk fer yfirleitt bara upp á Ými og svo niður. Nú ætla ég að vera hér og segja ykkur: Farið upp á Ýmu. Ýma er geggjuð.“ Garpur útskýrir að það sé töluvert meiri toppatilfinning sem fylgi Ýmu. „Það er sturlað að standa þar upp á, maður er með sama útsýnið í raun og veru en maður fær aðeins meiri toppafíling, sem er rosa gaman. Það er mjög auðvelt að mæla með því að taka bæði hjónin fyrst þú ert að standa í þessu á annað borð en að standa þarna uppi er klárlega besta útsýni sem ég hef fengið á Íslandi.“ Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Okkar eigið Ísland Tengdar fréttir Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21. ágúst 2024 14:03 Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11. ágúst 2024 09:01 Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. 30. nóvember 2023 10:30 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21. ágúst 2024 14:03
Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11. ágúst 2024 09:01
Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. 30. nóvember 2023 10:30