Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fylkir - KA 1-3 | KA kom Fylki í vonlitla stöðu Andri Már Eggertsson skrifar 29. september 2024 20:01 KA fagnaði 1-3 sigri gegn Fylki Vísir/Pawel Cieslikiewicz Bikarmeistararnir unnu 1-3 sigur gegn Fylki sem situr í neðsta sæti deildarinnar. Staðan var jöfn í hálfleik en KA gerði tvö mörk í seinni hálfleik og gestirnir fögnuðu sigri. Bikarmeistarar KA voru í stuði og með sjálfstraustið í botni þegar þeir mættu botnliði Fylkis. Þegar innan við mínúta var liðin af leiknum kom Ásgeir Sigurgeirsson gestunum yfir. Laglegt spil KA-manna endaði með því að Ásgeir fékk boltann hægra megin í teignum og átti gott skot með vinstri sem endaði í markinu. Viðar Örn Kjartansson í baráttunni inn í teigVísir/Pawel Cieslikiewicz Eins fjörlega og leikurinn fór af stað komu mörkin ekki á færibandi eins og byrjunin benti til. Liðin sköpuðu fá færi á síðasta þriðjungi en Þórður Gunnar Hafþórsson var nálægt því að jafna leikinn þegar þrumuskot hans vel fyrir utan teig endaði í þverslánni. Heimamönnum tókst að jafna á 44. mínútu. Benedikt Daríus Garðarsson var nánast kominn að endalínu á vinstri kantinum og átti sendingu fyrir en Kári Gautason, leikmaður KA, setti fótinn fyrir og varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 1-1. Barist um boltannVísir/Pawel Cieslikiewicz Í seinni hálfleik voru Fylkismenn líklegri að komast yfir og fengu færi til þess. Á 67. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu eftir að Ólafur Kristófer Helgason, markmaður Fylkis, tók Viðar Örn Kjartansson niður inn í vítateig. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr vítinu. Samvinna Hallgríms og Viðars hélt áfram og á 78. mínútu bætti Viðar við þriðja marki KA. Hallgrímur átti sendingu inn fyrir vörn Fylkis og á Viðar sem var ekki í vandræðum með að skora einn á móti markmanni. Viðar fagnaði ekki markinu en hann spilaði með liðinu árið 2013. KA skoraði 3 mörk í dagVísir/Pawel Cieslikiewicz Í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu eftir að Dagur Ingi Valsson togaði Ragnar Braga Sveinsson niður inn í vítateig. Dagur fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Steinþór Már Auðunsson, markmaður KA, varði vítaspyrnuna frá Arnóri Breka Ásþórssyni og í kjölfarið var flautað til leiksloka. KA vann 1-3 útisigur. Steinþór Már Auðunsson varði vítaspyrnuVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Viðar Örn Kjartansson setti hendurnar upp í loft og fagnaði ekki gegn sínu gamla félagi þegar hann skoraði þriðja mark KA. Stjörnur og skúrkar Viðar Örn Kjartansson skilaði sínu og rúmlega það í dag. Viðar fiskaði víti í stöðunni 1-1 og gekk endanlega frá leiknum þegar hann kom KA í 3-1 með laglegu marki. Eftir því sem leið á leikinn fór að draga úr varnarleik Fylkis. Í seinni hálfleik missti vörn Fylkis Viðar Örn inn fyrir í tvígang sem kostaði tvö mörk. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leikinn. Ívar dæmdi tvö víti í leiknum og komst að réttri niðurstöðu í bæði skiptin. Ívar nelgdi stóru ákvarðanirnar og fær 8 í einkunn. Stemning og umgjörð Alls voru 598 áhorfendur á Würth-vellinum í dag. Þrátt fyrir að Fylkir sé í neðsta sæti deildarinnar má hrósa stuðningsmönnum liðsins sem létu vel í sér heyra. „Ætlum að ná í hinn margfræga Forsetabikar“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, fagnaði marki í leik dagsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með stigin þrjú en fannst vanta upp á margt í frammistöðu liðsins. „Mér fannst Fylkir spila vel. Maður sá það á löngum köflum að þeir hafa meira að spila fyrir en við og ég hef séð fleiri leiki með þeim þar sem þeir hafa verið góðir. Það er ekki sanngjarnt að þeir séu neðstir í deildinni og þeir eru flottir í uppspili, það berjast allir en þeir hafa verið í vandræðum með að klára færi og það var eins í dag,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. KA komst yfir þegar innan við mínúta var liðin af leiknum og Hallgrímur hefði viljað sjá liðið setja meiri pressu á Fylki eftir markið. „Það var furðulegt að komast yfir eftir einhverjar þrjátíu sekúndur en mér fannst við byrja leikinn fínt en þegar það leið á fannst mér að við hefðum mátt vera grimmari. Fylkir gerði vel og ég var ekki sáttur í hálfleik en við ræddum þetta rólega. Ef við vildum hafa gaman af því að keyra heim yrðum við að fá betri frammistöðu og frammistaðan í seinni hálfleik var betri. Strákarnir sem komu inn á og sérstaklega ungu strákarnir spiluðu vel.“ Hallgrímur sagði að liðið þyrfti að grafa djúpt og vinna hvatningu til þess að spila betur þar sem KA ætlar sér að vinna Forsetabikarinn. „Við þurfum að grafa djúpt og finna hvatningu því það er ekkert voðalega gaman að tapa fótboltaleikjum. Við ætlum að ná í hinn margfræga Forsetabikar.“ „Það þarf líka að athuga það að við höfum spilað þrjá leiki á sjö dögum. Við spiluðum risaleik á Laugardalsvelli og eftir hann fóru menn ekki beint heim að sofa og safna orku heldur fórum við á djammið og það var vel gert að vinna einn leik og gera eitt jafntefli í þessari viku,“ sagði Hallgrímur að lokum. „Þetta hefur verið sagan okkar í sumar“ Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í dagVísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum þar sem hans menn spiluðu vel í 1-3 tapi gegn KA á heimavelli. „Mér fannst við missa leikinn eftir að við lentum 1-3 undir. Við vorum inn í þessu í stöðunni 1-2 fengum við tvö færi til þess að jafna og við fengum líka færi til þess að komast yfir í stöðunni 1-1 á meðan var ekkert í gangi hjá þeim. Þetta hefur verið sagan okkar í sumar,“ sagði Rúnar Páll eftir leik. Rúnar var ánægður með hvernig hans lið höndlaði það að hafa lent undir á fyrstu mínútu og heimamenn gáfu ekkert eftir þrátt fyrir að hafa lent svona snemma undir. „Mér fannst við bregðast vel við því. Við áttum þennan fyrri hálfleik og fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Alveg þangað til þeir skoruðu þriðja markið fannst mér við vera með þennan leik en það er ekki spurt af því heldur snýst þetta um að fá stig.“ „Þeir skoruðu tvö eins mörk. Vítaspyrnan kom upp úr sókn sem var eins og þriðja markið þeirra. Þetta var bara leiðinlegt,“ sagði Rúnar Páll svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum. Besta deild karla Fylkir KA
Bikarmeistararnir unnu 1-3 sigur gegn Fylki sem situr í neðsta sæti deildarinnar. Staðan var jöfn í hálfleik en KA gerði tvö mörk í seinni hálfleik og gestirnir fögnuðu sigri. Bikarmeistarar KA voru í stuði og með sjálfstraustið í botni þegar þeir mættu botnliði Fylkis. Þegar innan við mínúta var liðin af leiknum kom Ásgeir Sigurgeirsson gestunum yfir. Laglegt spil KA-manna endaði með því að Ásgeir fékk boltann hægra megin í teignum og átti gott skot með vinstri sem endaði í markinu. Viðar Örn Kjartansson í baráttunni inn í teigVísir/Pawel Cieslikiewicz Eins fjörlega og leikurinn fór af stað komu mörkin ekki á færibandi eins og byrjunin benti til. Liðin sköpuðu fá færi á síðasta þriðjungi en Þórður Gunnar Hafþórsson var nálægt því að jafna leikinn þegar þrumuskot hans vel fyrir utan teig endaði í þverslánni. Heimamönnum tókst að jafna á 44. mínútu. Benedikt Daríus Garðarsson var nánast kominn að endalínu á vinstri kantinum og átti sendingu fyrir en Kári Gautason, leikmaður KA, setti fótinn fyrir og varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 1-1. Barist um boltannVísir/Pawel Cieslikiewicz Í seinni hálfleik voru Fylkismenn líklegri að komast yfir og fengu færi til þess. Á 67. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu eftir að Ólafur Kristófer Helgason, markmaður Fylkis, tók Viðar Örn Kjartansson niður inn í vítateig. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr vítinu. Samvinna Hallgríms og Viðars hélt áfram og á 78. mínútu bætti Viðar við þriðja marki KA. Hallgrímur átti sendingu inn fyrir vörn Fylkis og á Viðar sem var ekki í vandræðum með að skora einn á móti markmanni. Viðar fagnaði ekki markinu en hann spilaði með liðinu árið 2013. KA skoraði 3 mörk í dagVísir/Pawel Cieslikiewicz Í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu eftir að Dagur Ingi Valsson togaði Ragnar Braga Sveinsson niður inn í vítateig. Dagur fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Steinþór Már Auðunsson, markmaður KA, varði vítaspyrnuna frá Arnóri Breka Ásþórssyni og í kjölfarið var flautað til leiksloka. KA vann 1-3 útisigur. Steinþór Már Auðunsson varði vítaspyrnuVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Viðar Örn Kjartansson setti hendurnar upp í loft og fagnaði ekki gegn sínu gamla félagi þegar hann skoraði þriðja mark KA. Stjörnur og skúrkar Viðar Örn Kjartansson skilaði sínu og rúmlega það í dag. Viðar fiskaði víti í stöðunni 1-1 og gekk endanlega frá leiknum þegar hann kom KA í 3-1 með laglegu marki. Eftir því sem leið á leikinn fór að draga úr varnarleik Fylkis. Í seinni hálfleik missti vörn Fylkis Viðar Örn inn fyrir í tvígang sem kostaði tvö mörk. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leikinn. Ívar dæmdi tvö víti í leiknum og komst að réttri niðurstöðu í bæði skiptin. Ívar nelgdi stóru ákvarðanirnar og fær 8 í einkunn. Stemning og umgjörð Alls voru 598 áhorfendur á Würth-vellinum í dag. Þrátt fyrir að Fylkir sé í neðsta sæti deildarinnar má hrósa stuðningsmönnum liðsins sem létu vel í sér heyra. „Ætlum að ná í hinn margfræga Forsetabikar“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, fagnaði marki í leik dagsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með stigin þrjú en fannst vanta upp á margt í frammistöðu liðsins. „Mér fannst Fylkir spila vel. Maður sá það á löngum köflum að þeir hafa meira að spila fyrir en við og ég hef séð fleiri leiki með þeim þar sem þeir hafa verið góðir. Það er ekki sanngjarnt að þeir séu neðstir í deildinni og þeir eru flottir í uppspili, það berjast allir en þeir hafa verið í vandræðum með að klára færi og það var eins í dag,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. KA komst yfir þegar innan við mínúta var liðin af leiknum og Hallgrímur hefði viljað sjá liðið setja meiri pressu á Fylki eftir markið. „Það var furðulegt að komast yfir eftir einhverjar þrjátíu sekúndur en mér fannst við byrja leikinn fínt en þegar það leið á fannst mér að við hefðum mátt vera grimmari. Fylkir gerði vel og ég var ekki sáttur í hálfleik en við ræddum þetta rólega. Ef við vildum hafa gaman af því að keyra heim yrðum við að fá betri frammistöðu og frammistaðan í seinni hálfleik var betri. Strákarnir sem komu inn á og sérstaklega ungu strákarnir spiluðu vel.“ Hallgrímur sagði að liðið þyrfti að grafa djúpt og vinna hvatningu til þess að spila betur þar sem KA ætlar sér að vinna Forsetabikarinn. „Við þurfum að grafa djúpt og finna hvatningu því það er ekkert voðalega gaman að tapa fótboltaleikjum. Við ætlum að ná í hinn margfræga Forsetabikar.“ „Það þarf líka að athuga það að við höfum spilað þrjá leiki á sjö dögum. Við spiluðum risaleik á Laugardalsvelli og eftir hann fóru menn ekki beint heim að sofa og safna orku heldur fórum við á djammið og það var vel gert að vinna einn leik og gera eitt jafntefli í þessari viku,“ sagði Hallgrímur að lokum. „Þetta hefur verið sagan okkar í sumar“ Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í dagVísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum þar sem hans menn spiluðu vel í 1-3 tapi gegn KA á heimavelli. „Mér fannst við missa leikinn eftir að við lentum 1-3 undir. Við vorum inn í þessu í stöðunni 1-2 fengum við tvö færi til þess að jafna og við fengum líka færi til þess að komast yfir í stöðunni 1-1 á meðan var ekkert í gangi hjá þeim. Þetta hefur verið sagan okkar í sumar,“ sagði Rúnar Páll eftir leik. Rúnar var ánægður með hvernig hans lið höndlaði það að hafa lent undir á fyrstu mínútu og heimamenn gáfu ekkert eftir þrátt fyrir að hafa lent svona snemma undir. „Mér fannst við bregðast vel við því. Við áttum þennan fyrri hálfleik og fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Alveg þangað til þeir skoruðu þriðja markið fannst mér við vera með þennan leik en það er ekki spurt af því heldur snýst þetta um að fá stig.“ „Þeir skoruðu tvö eins mörk. Vítaspyrnan kom upp úr sókn sem var eins og þriðja markið þeirra. Þetta var bara leiðinlegt,“ sagði Rúnar Páll svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti