Stofnandi Rafíþróttasambands Íslands í Esports Hall of Fame Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. september 2024 10:20 Ólafur Hrafn hlaut viðurkenninguna Youth Award Champion, fyrir óeigingjarnt framlag sitt til valdeflingar ungs rafíþróttafólks, þegar hann var tekinn inn í Esports Hall of Fame. Esports Insider tók Ólaf Hrafn Steinarsson, stofnanda Rafíþróttasambands Íslands, inn í Esports Hall of Fame, frægðarhöll rafíþróttanna, við hátíðlega athöfn í Lissabon í Portúgal á miðvikudaginn. „Ég fékk þetta í raun fyrir minn þátt í því að kynna næstu kynslóð fyrir og efla hana í rafíþróttum,“ sagði Ólafur við Vísi.is eftir að hann fékk viðurkenninguna sem kennd er við Youth Champion Award og er veitt einstaklingum sem hafa gefið sig alla í að kynna rafíþróttir fyrir ungu fólki og valdefla næstu kynslóð afreksfólks í rafíþróttum. A huge applause for @Brolikrummi for inspiring and empowering the next generation of esports talent! 👏 pic.twitter.com/mZ9Jck1n92— Esports Insider #ESILX (@esportsinsider) September 25, 2024 „Í raun má segja að ég hafi fengið þetta fyrir allt sem búið er að gera fyrir rafíþróttastarfið á Íslandi og síðan það sem við erum búin að vera hjá ECA,“ sagði Ólafur einnig í samtali við Vísi en hann stofnaði Esports Coaching Academy eftir að hann lét af formennsku Rafíþróttasambandins. Ólafur Hrafn sagði jafnframt að honum væri sýndur mikill heiður með viðurkenningunni en hann væri vissulega búinn að helga rafíþróttunum rúmlega síðustu sex ár ævi sinnar. Kjarninn í alþjóðastarfi Esports Insider er stuðningur við rafíþróttir með eflingu innbyrðis viðskipta fyrirtækja ásamt umfjöllun um og fréttaflutningi af rafíþróttaiðnaðinum.Esports Insider „Fókusinn og ástríðan hafa alltaf tengst því beint að koma fleiri krökkum í þann farveg að þau fái að upplifa alla spennuna og skemmtunina sem fylgir því að keppa, reyna á sig og taka tölvuleiki alvarlega. Og líka að þau séu ekki að upplifa neinar neikvæðar afleiðingar af tölvuleikjaspilun og séu að gera það í jafnvægi við aðra hluti í lífinu.“ Hérna má nálgast alla umfjöllun Vísis.is um Ólaf Hrafn og frægðarhöll rafíþróttanna. Rafíþróttir Tengdar fréttir Tölvuleikir auðvelda krökkum að kynnast og upplifa sögur Mun fleiri strákar (98%) en stelpur (71%) í grunnskóla spila tölvuleiki og munurinn eykst eftir aldri en í framhaldsskóla er hlutfall stráka 91% og stelpna 55%. Stelpum sem spila tölvuleiki fækkar verulega með hækkandi aldri en hlutfall strákanna er stöðugra þegar í framhaldsskóla er komið. 2. september 2024 10:34 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti
„Ég fékk þetta í raun fyrir minn þátt í því að kynna næstu kynslóð fyrir og efla hana í rafíþróttum,“ sagði Ólafur við Vísi.is eftir að hann fékk viðurkenninguna sem kennd er við Youth Champion Award og er veitt einstaklingum sem hafa gefið sig alla í að kynna rafíþróttir fyrir ungu fólki og valdefla næstu kynslóð afreksfólks í rafíþróttum. A huge applause for @Brolikrummi for inspiring and empowering the next generation of esports talent! 👏 pic.twitter.com/mZ9Jck1n92— Esports Insider #ESILX (@esportsinsider) September 25, 2024 „Í raun má segja að ég hafi fengið þetta fyrir allt sem búið er að gera fyrir rafíþróttastarfið á Íslandi og síðan það sem við erum búin að vera hjá ECA,“ sagði Ólafur einnig í samtali við Vísi en hann stofnaði Esports Coaching Academy eftir að hann lét af formennsku Rafíþróttasambandins. Ólafur Hrafn sagði jafnframt að honum væri sýndur mikill heiður með viðurkenningunni en hann væri vissulega búinn að helga rafíþróttunum rúmlega síðustu sex ár ævi sinnar. Kjarninn í alþjóðastarfi Esports Insider er stuðningur við rafíþróttir með eflingu innbyrðis viðskipta fyrirtækja ásamt umfjöllun um og fréttaflutningi af rafíþróttaiðnaðinum.Esports Insider „Fókusinn og ástríðan hafa alltaf tengst því beint að koma fleiri krökkum í þann farveg að þau fái að upplifa alla spennuna og skemmtunina sem fylgir því að keppa, reyna á sig og taka tölvuleiki alvarlega. Og líka að þau séu ekki að upplifa neinar neikvæðar afleiðingar af tölvuleikjaspilun og séu að gera það í jafnvægi við aðra hluti í lífinu.“ Hérna má nálgast alla umfjöllun Vísis.is um Ólaf Hrafn og frægðarhöll rafíþróttanna.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Tölvuleikir auðvelda krökkum að kynnast og upplifa sögur Mun fleiri strákar (98%) en stelpur (71%) í grunnskóla spila tölvuleiki og munurinn eykst eftir aldri en í framhaldsskóla er hlutfall stráka 91% og stelpna 55%. Stelpum sem spila tölvuleiki fækkar verulega með hækkandi aldri en hlutfall strákanna er stöðugra þegar í framhaldsskóla er komið. 2. september 2024 10:34 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti
Tölvuleikir auðvelda krökkum að kynnast og upplifa sögur Mun fleiri strákar (98%) en stelpur (71%) í grunnskóla spila tölvuleiki og munurinn eykst eftir aldri en í framhaldsskóla er hlutfall stráka 91% og stelpna 55%. Stelpum sem spila tölvuleiki fækkar verulega með hækkandi aldri en hlutfall strákanna er stöðugra þegar í framhaldsskóla er komið. 2. september 2024 10:34