Vísbending um að jörðin gæti lifað áfram sem niflheimur Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 08:01 Teikning listamanns af frosinni bergreikistjörnu á braut um hvíta dvergstjörnu. Þetta gætu orðið örlög jarðarinnar og sólarinnar. W. M. Keck Observatory/Adam Makarenko Fyrsta bergreikistjarnan sem fundist hefur á braut um stjörnu sem líktist eitt sinn sólinni okkar er talinn gefa vísbendingar um afdrif jarðarinnar eftir milljarða ára. Fundurinn bendir einnig til að jörðin gæti lifað dauðateygjur sólarinnar en þá sem myrk ísveröld. Þegar líður á ævi svonefndra meginraðarstjarna eins og sólarinnar okkar og þær hafa brennt nær öllu vetni sínu þenjast þær út og verða að svonefndum rauðum risum. Talið hefur verið að þegar sólin okkar verður að rauðum risa eftir milljarða ára nái yfirborð hennar út fyrir braut jarðarinnar sem farist þá í vítislogum. Ekki eru þó allir stjörnufræðingar á einu máli um hvort að sólin gleypi jörðina í sig eða hvort hún tóri áfram utar í sólkerfinu eftir að aðeins heitur kjarni sólarinnar stendur eftir sem svonefndur hvítur dvergur. Það eru daufar stjörnur á stærð við reikistjörnu en með massa stjörnu. Reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð bendir til þess að það liggi ekki endilega fyrir jörðinni að fuðra upp í heitum faðmi sólarinnar. Vísindamennirnir sem fundu hana telja að móðurstjarna hennar hafi verið allt að tvöfalt stærri en sólin okkar og að reikistjarnan hafi gengið um hana í svipaðri fjarlægð og jörðin um sólina. Hvíti dvergurinn sem eftir stendur er með um helminginn af massa sólarinnar og reikistjarnan er meira en tvölfalt lengra frá henni en jörðin er frá sólinni, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Keck-sjónaukans sem var notaður við athuganirnar. Þegar stjörnur af þessari stærðargráðu verða að rauðum risum þrýstist braut fylgihnatta þeirra utar. Afdrif þessarar fjarlægu bergreikistjörnu benda þannig til að ef jörðin sleppur við að hverfa inn í rauða risasólina verði hún frosin auðn á sporbraut sem liggur utan við núverandi braut Mars eftir um átta milljarða ára, nokkurs konar Niflheimur úr norrænni goðafræði, í daufri birtu leifa sólarinnar. Enkeladus, tungl Satúrnusar, er íshnöttur í dag en í fjarlægri framtíð gæti hann verið vatnaveröld. Gætu prammar vaggandi um á fljótandi yfirborðinu orðið eftirsóttir bústaðir manna eftir milljarða ára?NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gætu flutt til ístungla risanna Óháð því hvort að jörðin lifi hamfarirnar af verður allt líf löngu horfið af yfirborði hennar. Talið er að sólin byrji að þenjast út eftir um milljarð ára og þurrka upp höf jarðar. Mögulegt er þó að aðrir hnettir í sólkerfinu verði lífvænlegir, að minnsta kosti tímabundið, eftir því sem sólin þenst út. Sérstaklega gætu ístungl Júpíters og Satúrnusar eins og Evrópa, Ganýmedes og Enkeladus orðið álitlegir áfangastaðir fyrir landflótta mannkyn, ef það tórir þá svo lengi. „Eftir því sem sólin verður að rauðum risa færist lífbeltið út að braut Júpíters og Satúrnusar og mörg þessara tungla verða vatnaveraldir. Ég tel að mannkynið gæti flutt sig um set þangað ef því er að skipta,“ segir Keming Zhang, aðalhöfundur greinar um uppgötvunina sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy. Geimurinn Vísindi Sólin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Þegar líður á ævi svonefndra meginraðarstjarna eins og sólarinnar okkar og þær hafa brennt nær öllu vetni sínu þenjast þær út og verða að svonefndum rauðum risum. Talið hefur verið að þegar sólin okkar verður að rauðum risa eftir milljarða ára nái yfirborð hennar út fyrir braut jarðarinnar sem farist þá í vítislogum. Ekki eru þó allir stjörnufræðingar á einu máli um hvort að sólin gleypi jörðina í sig eða hvort hún tóri áfram utar í sólkerfinu eftir að aðeins heitur kjarni sólarinnar stendur eftir sem svonefndur hvítur dvergur. Það eru daufar stjörnur á stærð við reikistjörnu en með massa stjörnu. Reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð bendir til þess að það liggi ekki endilega fyrir jörðinni að fuðra upp í heitum faðmi sólarinnar. Vísindamennirnir sem fundu hana telja að móðurstjarna hennar hafi verið allt að tvöfalt stærri en sólin okkar og að reikistjarnan hafi gengið um hana í svipaðri fjarlægð og jörðin um sólina. Hvíti dvergurinn sem eftir stendur er með um helminginn af massa sólarinnar og reikistjarnan er meira en tvölfalt lengra frá henni en jörðin er frá sólinni, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Keck-sjónaukans sem var notaður við athuganirnar. Þegar stjörnur af þessari stærðargráðu verða að rauðum risum þrýstist braut fylgihnatta þeirra utar. Afdrif þessarar fjarlægu bergreikistjörnu benda þannig til að ef jörðin sleppur við að hverfa inn í rauða risasólina verði hún frosin auðn á sporbraut sem liggur utan við núverandi braut Mars eftir um átta milljarða ára, nokkurs konar Niflheimur úr norrænni goðafræði, í daufri birtu leifa sólarinnar. Enkeladus, tungl Satúrnusar, er íshnöttur í dag en í fjarlægri framtíð gæti hann verið vatnaveröld. Gætu prammar vaggandi um á fljótandi yfirborðinu orðið eftirsóttir bústaðir manna eftir milljarða ára?NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gætu flutt til ístungla risanna Óháð því hvort að jörðin lifi hamfarirnar af verður allt líf löngu horfið af yfirborði hennar. Talið er að sólin byrji að þenjast út eftir um milljarð ára og þurrka upp höf jarðar. Mögulegt er þó að aðrir hnettir í sólkerfinu verði lífvænlegir, að minnsta kosti tímabundið, eftir því sem sólin þenst út. Sérstaklega gætu ístungl Júpíters og Satúrnusar eins og Evrópa, Ganýmedes og Enkeladus orðið álitlegir áfangastaðir fyrir landflótta mannkyn, ef það tórir þá svo lengi. „Eftir því sem sólin verður að rauðum risa færist lífbeltið út að braut Júpíters og Satúrnusar og mörg þessara tungla verða vatnaveraldir. Ég tel að mannkynið gæti flutt sig um set þangað ef því er að skipta,“ segir Keming Zhang, aðalhöfundur greinar um uppgötvunina sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy.
Geimurinn Vísindi Sólin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira