Neyddir í eina stystu rútuferð sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 09:03 Leikmenn Bodö/Glimt þurftu að ferðast með rútu í innan við eina mínútu og fögnuðu svo flottum sigri. Samsett/Getty Leikmenn Bodö/Glimt neyddust til að ferðast með rútu í heimaleik sinn við Porto í Evrópudeildinni í fótbolta í gær. Ferðalagið tók eina mínútu. Eins og Íslendingar ættu að þekkja gerir UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ýmsar kröfur varðandi umgjörð leikja í Evrópukeppnum. Í Evrópudeildinni er ein af þeim sú að leikmenn mæti í einum hópi saman á leikstað. Þess vegna söfnuðust leikmenn Bodö/Glimt, sumir í bíl og aðrir fótgangandi, saman fyrir utan hús fylkisstjórans í Norðurlandi, aðeins 220 metrum frá Aspmyra-leikvanginum sem þeir spila heimaleiki sína á. Svolítið hallærislegt í Noregi „Þetta var auðvitað mjög kómískt,“ segir Freddy Thoresen, blaðamaður Avisa Nordland. „Svona gera þeir þetta úti í hinum stóra heimi en hér í Noregi verður þetta svolítið hallærislegt.“ Margir af leikmönnum Bodö/Glimt hefðu sem sagt alveg eins getað labbað á völlinn, eins og þeir eru vanir, en það kom ekki til greina að þessu sinni. „UEFA vill að við komum saman. Þess vegna var þetta svona,“ segir Truls Bjerke, liðsstjóri Bodö/Glimt, samkvæmt frétt NRK. Danskur Valsari kom liðinu yfir Rútuferðin virðist hafa farið vel í flesta leikmenn Bodö/Glimt sem unnu frábæran 3-2 sigur á portúgalska stórliðinu, þrátt fyrir að vera manni færri frá 51. mínútu, þegar þeir voru 2-1 yfir. Daninn Kasper Högh, sem lék með Val um skamman tíma árið 2020, skoraði fyrsta mark Bodö, eftir að Porto hafði komist yfir, og norski landsliðsmaðurinn Jens Petter Hauge skoraði tvö. Bodö/Glimt hefur því unnið 25 af 31 heimaleik sínum í Evrópukeppnum síðustu ár. 🇳🇴 Bodø/@Glimt at home in Europe since 2020:✅6-1 v Kauno Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zalgiris 🇱🇹❌2-3 v Legia Warsaw 🇵🇱✅3-0 v Valur 🇮🇸✅2-0 v Prishtina 🇽🇰✅1-0 v Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zorya Luhansk 🇺🇦✅6-1 v Roma 🇮🇹✅2-0 v CSKA Sofia 🇧🇬✅2-0 v Celtic 🏴✅2-1 v AZ 🇳🇱✅2-1 v… pic.twitter.com/e7qgL4B8ki— Nordic Footy 🏴 (@footy_nordic) September 25, 2024 Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Sjá meira
Eins og Íslendingar ættu að þekkja gerir UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ýmsar kröfur varðandi umgjörð leikja í Evrópukeppnum. Í Evrópudeildinni er ein af þeim sú að leikmenn mæti í einum hópi saman á leikstað. Þess vegna söfnuðust leikmenn Bodö/Glimt, sumir í bíl og aðrir fótgangandi, saman fyrir utan hús fylkisstjórans í Norðurlandi, aðeins 220 metrum frá Aspmyra-leikvanginum sem þeir spila heimaleiki sína á. Svolítið hallærislegt í Noregi „Þetta var auðvitað mjög kómískt,“ segir Freddy Thoresen, blaðamaður Avisa Nordland. „Svona gera þeir þetta úti í hinum stóra heimi en hér í Noregi verður þetta svolítið hallærislegt.“ Margir af leikmönnum Bodö/Glimt hefðu sem sagt alveg eins getað labbað á völlinn, eins og þeir eru vanir, en það kom ekki til greina að þessu sinni. „UEFA vill að við komum saman. Þess vegna var þetta svona,“ segir Truls Bjerke, liðsstjóri Bodö/Glimt, samkvæmt frétt NRK. Danskur Valsari kom liðinu yfir Rútuferðin virðist hafa farið vel í flesta leikmenn Bodö/Glimt sem unnu frábæran 3-2 sigur á portúgalska stórliðinu, þrátt fyrir að vera manni færri frá 51. mínútu, þegar þeir voru 2-1 yfir. Daninn Kasper Högh, sem lék með Val um skamman tíma árið 2020, skoraði fyrsta mark Bodö, eftir að Porto hafði komist yfir, og norski landsliðsmaðurinn Jens Petter Hauge skoraði tvö. Bodö/Glimt hefur því unnið 25 af 31 heimaleik sínum í Evrópukeppnum síðustu ár. 🇳🇴 Bodø/@Glimt at home in Europe since 2020:✅6-1 v Kauno Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zalgiris 🇱🇹❌2-3 v Legia Warsaw 🇵🇱✅3-0 v Valur 🇮🇸✅2-0 v Prishtina 🇽🇰✅1-0 v Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zorya Luhansk 🇺🇦✅6-1 v Roma 🇮🇹✅2-0 v CSKA Sofia 🇧🇬✅2-0 v Celtic 🏴✅2-1 v AZ 🇳🇱✅2-1 v… pic.twitter.com/e7qgL4B8ki— Nordic Footy 🏴 (@footy_nordic) September 25, 2024
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Sjá meira