„Þegar menn vaða svona í fjölskylduna mína þá tek ég boxhanskana af“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 20:02 Stefán segist lengi hafa verið aðdáandi Gunnars Smára en hafi þótt nóg um þegar sá síðarnefndi hafi beint spjótum sínum að konunni hans. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekkert að því að menn vaði í hann í opinberri umræðu. Öðru máli gegni um það þegar vaðið sé í fjölskyldu hans en þá segist Stefán Einar taka af sér boxhanskana. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars þátttöku sína í opinberri umræðu og tíð netrifrildi, meðal annars við Gunnar Smára Egilsson. Hann segist óhræddur við óvinsældir og að segja hug sinn þrátt fyrir að fá stundum ótrúleg níðskrif frá fólki í einkaskilaboðum. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Níðskrif dæma sig sjálf Í Einkalífinu segir Stefán að það fái ekkert á hann þegar ráðist sé að honum í umræðunni og hann uppnefndur. Þetta sé aldagamalt verkfæri. „Við sjáum nú bara hvernig Donald Trump uppnefnir alla sína andstæðinga og stundum samherja líka ef hann telur sig eiga eitthvað sökótt við þá, það er bara aðferðafræði sem er viðurkennd og getur oft verið skemmtileg hreinlega, sérstaklega ef það er góður húmor í því og menn hafa gert þetta í minn garð lengi. Það hreyfir ekkert við mér, þetta eru bara þeirra eigin orð og þau dæma sig sjálf.“ Hann segist miklu frekar fá jákvæð ummæli, þar sem fólk þakki honum fyrir að láta slag standa. „Og segja hluti sem margir hugsa. Miklu fleiri heldur en níðyrði og annað í þeim dúr. Ég fæ auðvitað líka stundum inni á Messenger eða í tölvupóst alveg ótrúleg skrif frá fólki og það bara dæmir sig sjálft.“ Boxhanskarnir af Talið berst einnig í þættinum að netrifrildum Stefáns sem gjarnan verða að fréttaefni. Nýjasta dæmi þess eru rifrildi Stefáns við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokksins. Stefán segist lengi hafa verið aðdáandi Gunnars Smára, haft gaman af mörgu sem hann hafi gert. „Ég hef kallað hann í viðtöl til mín og ég hef meira að segja gefið honum barnabækur sem ég hef gefið út til þess að hann geti lesið fyrir barnabörnin sín og annað og ég hef reynt að sýna honum vinsemd og verið jákvæður í hans garð en hann tók hinsvegar ákvörðun um það núna í forsetakosningunum síðustu þar sem ég sinnti einfaldlega hlutverki fjölmiðlamanns eins og þú ert að sinna í dag og ákvað þar að ráðast af gegndarlausri hörku og miskunnarleysi á konuna mína, sem hefur ekkert sér til saka unnið, aldrei lagt orð í belg opinberlega eða hallað orði að nokkrum manni.“ Eiginkona Stefáns, Sara Lind Guðbergsdóttir var skipuð tímabundið sem orkumálastjóri í stað Höllu Hrundar Logadóttur á meðan hún var í framboði. Stefán segir Gunnar Smára hafa vaðið í hana augljóslega í þeim tilgangi að koma höggi á hann. „Saka hana jafnvel um lögbrot og annað. Menn mega alveg hamast þannig á mér, ég sef mjög vært þrátt fyrir það, en þegar menn vaða svona í fjölskylduna mína þá tek ég boxhanskana af og svara mönnum með þeim hætti sem ég tel við hæfi. Ég hef þar einfaldlega bent á það hvernig Gunnar hefur vaðið áfram, skilið fólk, launamenn í hans fyrirtækjum eftir með sárt ennið, gjaldþrotasögu og annað í þeim dúr og þetta eru bara hlutir sem ég hef haldið til haga.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars þátttöku sína í opinberri umræðu og tíð netrifrildi, meðal annars við Gunnar Smára Egilsson. Hann segist óhræddur við óvinsældir og að segja hug sinn þrátt fyrir að fá stundum ótrúleg níðskrif frá fólki í einkaskilaboðum. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Níðskrif dæma sig sjálf Í Einkalífinu segir Stefán að það fái ekkert á hann þegar ráðist sé að honum í umræðunni og hann uppnefndur. Þetta sé aldagamalt verkfæri. „Við sjáum nú bara hvernig Donald Trump uppnefnir alla sína andstæðinga og stundum samherja líka ef hann telur sig eiga eitthvað sökótt við þá, það er bara aðferðafræði sem er viðurkennd og getur oft verið skemmtileg hreinlega, sérstaklega ef það er góður húmor í því og menn hafa gert þetta í minn garð lengi. Það hreyfir ekkert við mér, þetta eru bara þeirra eigin orð og þau dæma sig sjálf.“ Hann segist miklu frekar fá jákvæð ummæli, þar sem fólk þakki honum fyrir að láta slag standa. „Og segja hluti sem margir hugsa. Miklu fleiri heldur en níðyrði og annað í þeim dúr. Ég fæ auðvitað líka stundum inni á Messenger eða í tölvupóst alveg ótrúleg skrif frá fólki og það bara dæmir sig sjálft.“ Boxhanskarnir af Talið berst einnig í þættinum að netrifrildum Stefáns sem gjarnan verða að fréttaefni. Nýjasta dæmi þess eru rifrildi Stefáns við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokksins. Stefán segist lengi hafa verið aðdáandi Gunnars Smára, haft gaman af mörgu sem hann hafi gert. „Ég hef kallað hann í viðtöl til mín og ég hef meira að segja gefið honum barnabækur sem ég hef gefið út til þess að hann geti lesið fyrir barnabörnin sín og annað og ég hef reynt að sýna honum vinsemd og verið jákvæður í hans garð en hann tók hinsvegar ákvörðun um það núna í forsetakosningunum síðustu þar sem ég sinnti einfaldlega hlutverki fjölmiðlamanns eins og þú ert að sinna í dag og ákvað þar að ráðast af gegndarlausri hörku og miskunnarleysi á konuna mína, sem hefur ekkert sér til saka unnið, aldrei lagt orð í belg opinberlega eða hallað orði að nokkrum manni.“ Eiginkona Stefáns, Sara Lind Guðbergsdóttir var skipuð tímabundið sem orkumálastjóri í stað Höllu Hrundar Logadóttur á meðan hún var í framboði. Stefán segir Gunnar Smára hafa vaðið í hana augljóslega í þeim tilgangi að koma höggi á hann. „Saka hana jafnvel um lögbrot og annað. Menn mega alveg hamast þannig á mér, ég sef mjög vært þrátt fyrir það, en þegar menn vaða svona í fjölskylduna mína þá tek ég boxhanskana af og svara mönnum með þeim hætti sem ég tel við hæfi. Ég hef þar einfaldlega bent á það hvernig Gunnar hefur vaðið áfram, skilið fólk, launamenn í hans fyrirtækjum eftir með sárt ennið, gjaldþrotasögu og annað í þeim dúr og þetta eru bara hlutir sem ég hef haldið til haga.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira