Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. október 2024 11:41 Þórir Viðarsson, aðalþjálfari Fjölnis í rafíþróttum, segir gríðarlega fallegt að sjá krakka kynnast í gegnum tölvuleiki. Viktor Birgisson Ungmennafélagið Fjölnir varð 26. aðildarfélagið að Rafíþróttasambandi Íslands í liðinni viku þegar stjórn sambandsins samþykkti aðildarumsókn nýstofnaðrar rafíþróttadeildar Fjölnis. „Við vorum að stofna rafíþróttadeild Fjölnis ásamt Next Level Gaming,“ segir Þórir Viðarsson, aðalþjálfari Fjölnis í rafíþróttum, og bætir við rafíþróttastarf félagsins sé nú þegar í fullum gangi og hafi í raun byrjað í sumar. „Við vorum með sumarnámskeið í Egilshöll sem fór alveg fram úr okkar björtustu áætlunum þegar um 200 krakkar mættu. Þetta var bara geggjað. Þau höfðu mikinn áhuga og viðbrögðin hafa sýnt að við vorum að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Þórir. „Þetta er náttúrlega nýtt sport á Íslandi og fólk er ennþá bara að átta sig á því að þetta sé til og í boði fyrir krakka,“ heldur Þórir áfram og segir reynsluna þegar hafa sýnt að mikil eftirspurn er eftir öflugu rafíþróttastarfi í fjölmenni Grafarvogs og nágrennis. Falleg samlegðaráhrif „Grafarvogurinn er eitt fjölmennasta hverfi landsins og þetta er náttúrlega ekki bara fyrir Grafarvoginn heldur líka fólkið í kringum okkur. Í Mosfellsbæ eru til dæmis engar rafíþróttir og þaðan geta þau náttúrlega sótt þær hingað í Egilshöllina sem er svo mikill miðpunktur þegar kemur að svona íþróttaiðkun,“ segir Þórir og bætir aðspurður við að Egilshöllin verði að sjálfsögðu heimavöllur Fjölnis í rafíþróttum. Hann segist einnig þegar hafa orðið var við ákaflega falleg samlegðaráhrif af stofnun rafíþróttadeilarinnar í þeirri alhliða íþróttamiðstöð sem Egilshöllin er. „Okkur finnst alveg frábært að hingað til okkar eru krakkar að koma á æfingar sem hafa kannski ekki fundið sig í öðrum íþróttum. Þau koma oft gangandi eða með strætó eftir skóla með vinum sínum sem eru kannski að fara á æfingu í öðrum íþróttum hjá Fjölni og það er fallegt að sjá síðan einn fara á rafíþróttaæfingu og annan á æfingu í fótbolta, körfubolta eða einhverju þannig.“ Markvissar æfingar Rafíþróttaþjálfararnir hjá Fjölni eru tveir og Þórir segir þá báða hafa farið í gegnum þjálfaranám Rafíþróttasambands Íslands auk þess sem hann hafi einnig lokið námi hjá Esports Coaching Academy. Rafíþróttaæfingarnar hefjast á samveru, spjalli og fræðslu um rafíþróttir og ýmislegt þeim tengt eins og til dæmis mikilvægi góðs svefns og hvernig hægt er að verða enn betri spilari með því að kunna að læra af mistökum. Þá er farið í ýmsa leiki aðra en tölvuleiki og æfingarnar byrja á teygjum og æfingum áður en farið er í tölvuna. „Margir foreldrar halda að við hendum bara krökkunum beint í tölvur og látum þau skjóta á hvort annað en þetta er svo langt frá því. Æfingarnar eru alveg þaulskipulagðar til þess að krakkarnir fái sem mest út úr þeim og læri bara alls konar leiðir til að bæta sig bæði í tölvuleikjum og líka, í raun og veru, bara í lífinu.“ Áhersla á félagslega þáttinn Þórir leggur áherslu á að félagslegi þátturinn sé í raun þungamiðjan í rafíþróttaæfingunum og þjálfararnir leggi mikið upp úr því að krakkarnir kynnist hvoru öðru og hópnum því blandað saman þótt vinir fái auðvitað stundum að spila saman. „Við látum krakkana kynnast þannig að vinir fá ekki alltaf að spila saman og erum rosalega mikið að vinna með það að hérna erum við komin saman á æfingu og erum öll í sama liði. Þau eiga þarna náttúrlega sameiginlegt áhugamál og það er alveg magnað hversu oft ég hef séð krakka kynnast í gegnum tölvuleiki. Það er bara gríðarlega fallegt þegar það gerist og ég þekki þetta bara af eigin reynslu eftir að hafa kynnst mínum bestu vinum í gegnum tölvuleiki.“ Rafíþróttir Tengdar fréttir Háhraðahressleiki og hugsjónaorka hjá Next Level Gaming „Við erum gríðarlega stolt af Next Level Gaming enda er þetta búið að vera algjör rússíbani og bæði skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni sem er bara rétt að byrja,“ segir Harpa Ægisdóttir, hjá Next Level Gaming, um glæsilegan leikjasal sem opnaði í Egilshöll í byrjun vikunnar. 12. ágúst 2024 09:27 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti
„Við vorum að stofna rafíþróttadeild Fjölnis ásamt Next Level Gaming,“ segir Þórir Viðarsson, aðalþjálfari Fjölnis í rafíþróttum, og bætir við rafíþróttastarf félagsins sé nú þegar í fullum gangi og hafi í raun byrjað í sumar. „Við vorum með sumarnámskeið í Egilshöll sem fór alveg fram úr okkar björtustu áætlunum þegar um 200 krakkar mættu. Þetta var bara geggjað. Þau höfðu mikinn áhuga og viðbrögðin hafa sýnt að við vorum að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Þórir. „Þetta er náttúrlega nýtt sport á Íslandi og fólk er ennþá bara að átta sig á því að þetta sé til og í boði fyrir krakka,“ heldur Þórir áfram og segir reynsluna þegar hafa sýnt að mikil eftirspurn er eftir öflugu rafíþróttastarfi í fjölmenni Grafarvogs og nágrennis. Falleg samlegðaráhrif „Grafarvogurinn er eitt fjölmennasta hverfi landsins og þetta er náttúrlega ekki bara fyrir Grafarvoginn heldur líka fólkið í kringum okkur. Í Mosfellsbæ eru til dæmis engar rafíþróttir og þaðan geta þau náttúrlega sótt þær hingað í Egilshöllina sem er svo mikill miðpunktur þegar kemur að svona íþróttaiðkun,“ segir Þórir og bætir aðspurður við að Egilshöllin verði að sjálfsögðu heimavöllur Fjölnis í rafíþróttum. Hann segist einnig þegar hafa orðið var við ákaflega falleg samlegðaráhrif af stofnun rafíþróttadeilarinnar í þeirri alhliða íþróttamiðstöð sem Egilshöllin er. „Okkur finnst alveg frábært að hingað til okkar eru krakkar að koma á æfingar sem hafa kannski ekki fundið sig í öðrum íþróttum. Þau koma oft gangandi eða með strætó eftir skóla með vinum sínum sem eru kannski að fara á æfingu í öðrum íþróttum hjá Fjölni og það er fallegt að sjá síðan einn fara á rafíþróttaæfingu og annan á æfingu í fótbolta, körfubolta eða einhverju þannig.“ Markvissar æfingar Rafíþróttaþjálfararnir hjá Fjölni eru tveir og Þórir segir þá báða hafa farið í gegnum þjálfaranám Rafíþróttasambands Íslands auk þess sem hann hafi einnig lokið námi hjá Esports Coaching Academy. Rafíþróttaæfingarnar hefjast á samveru, spjalli og fræðslu um rafíþróttir og ýmislegt þeim tengt eins og til dæmis mikilvægi góðs svefns og hvernig hægt er að verða enn betri spilari með því að kunna að læra af mistökum. Þá er farið í ýmsa leiki aðra en tölvuleiki og æfingarnar byrja á teygjum og æfingum áður en farið er í tölvuna. „Margir foreldrar halda að við hendum bara krökkunum beint í tölvur og látum þau skjóta á hvort annað en þetta er svo langt frá því. Æfingarnar eru alveg þaulskipulagðar til þess að krakkarnir fái sem mest út úr þeim og læri bara alls konar leiðir til að bæta sig bæði í tölvuleikjum og líka, í raun og veru, bara í lífinu.“ Áhersla á félagslega þáttinn Þórir leggur áherslu á að félagslegi þátturinn sé í raun þungamiðjan í rafíþróttaæfingunum og þjálfararnir leggi mikið upp úr því að krakkarnir kynnist hvoru öðru og hópnum því blandað saman þótt vinir fái auðvitað stundum að spila saman. „Við látum krakkana kynnast þannig að vinir fá ekki alltaf að spila saman og erum rosalega mikið að vinna með það að hérna erum við komin saman á æfingu og erum öll í sama liði. Þau eiga þarna náttúrlega sameiginlegt áhugamál og það er alveg magnað hversu oft ég hef séð krakka kynnast í gegnum tölvuleiki. Það er bara gríðarlega fallegt þegar það gerist og ég þekki þetta bara af eigin reynslu eftir að hafa kynnst mínum bestu vinum í gegnum tölvuleiki.“
Rafíþróttir Tengdar fréttir Háhraðahressleiki og hugsjónaorka hjá Next Level Gaming „Við erum gríðarlega stolt af Next Level Gaming enda er þetta búið að vera algjör rússíbani og bæði skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni sem er bara rétt að byrja,“ segir Harpa Ægisdóttir, hjá Next Level Gaming, um glæsilegan leikjasal sem opnaði í Egilshöll í byrjun vikunnar. 12. ágúst 2024 09:27 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti
Háhraðahressleiki og hugsjónaorka hjá Next Level Gaming „Við erum gríðarlega stolt af Next Level Gaming enda er þetta búið að vera algjör rússíbani og bæði skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni sem er bara rétt að byrja,“ segir Harpa Ægisdóttir, hjá Next Level Gaming, um glæsilegan leikjasal sem opnaði í Egilshöll í byrjun vikunnar. 12. ágúst 2024 09:27