Dusty og 354 keyrðu sig í gang með geggjaðri viðureign Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. september 2024 10:48 GR Verk Deildin í Rocket League byrjaði með látum í gærkvöld þar sem sex lið börðust hart í þremur misjöfnum leikjum. Rocket League GR Verk Deildin í Rocket League byrjaði með þremur fjörugum leikjum í fyrstu umferð sem hófst með bursti ríkjandi meistarar Þórs á Rafik en spennan náði síðan hámarki í tvísýnni viðureign Dusty og 354. Þór og Rafik (Rafíþróttadeild Keflavíkur) mættust í fyrstu viðureign tímabilsins og þar sáu Keflvíkingar, sem voru að vinna sig aftur upp í úrvalsdeild, varla til sólar gegn meisturum síðasta tímabils í Þór. Rafik mátti því sætta sig við 0-3 tap gegn Þórsurum sem var að vísu í takt við spár lýsendanna Snorra Más Vagnssonar og Brimars Jörva Guðmundssonar en Brimar spáði einmitt 3-0 sigri Þórs en Keflavíkurtaug Snorra er sterk og hann hafði veðjað á 3-2 sigri Þórs. Þá tók við keppni liða OGV og Quick sem endaði einnig 3-0 eftir sannfærandi sigur OGV sem þóttu stimpla sig vel inn í GR Verk Deildina. Fyrstu umferðinni lauk síðan með 3-2 sigri Dusty á 354 í æsispennandi viðureign tveggja af lífseigustu liðum deildarinnar. Fyrirfram þótti Dusty sigurstranglegri en eins og Brimar og Snorri bentu á þá er lið 354 þekkt fyrir að geta staðið vel upp í hárinu á þeim bestu. Og sú varð raunin í því aðeins eitt mark skildi að í lokin í „geggjaðri viðureign“, eins og félagarnir í myndverinu í Arena, orðuðu það. Bæði lið spiluðu vel og þetta væri „nákvæmlega það sem Rocket League er og á að vera.“ Þá bættu þeir félagar við að bæði þessi lið ættu að geta veitt Þórsurum verðuga samkeppni. Staðan í GR Verk Deildinni eftir 1. umferð er þannig að Þór og OGV eru jöfn í 1.-2. Sæti, Dusty í því þriðja en hin liðin þrjú eru enn án stiga, 354 í 4. sæti og Quick og Rafik jöfn í 5.-6. Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 25. september en þá mætast Rafík og 354, Þór og Quick og síðan OGV og Dusty. Staðan í GR Verk Deildinni í Rocket League eftir eina umferð. Rafíþróttir Tengdar fréttir Óvenju mörg ný andlit í Rocket League Mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson segir spennuna í Rocket League-samfélaginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en óvenju miklar innbyrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftirvæntinguna. 17. september 2024 14:01 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti
Þór og Rafik (Rafíþróttadeild Keflavíkur) mættust í fyrstu viðureign tímabilsins og þar sáu Keflvíkingar, sem voru að vinna sig aftur upp í úrvalsdeild, varla til sólar gegn meisturum síðasta tímabils í Þór. Rafik mátti því sætta sig við 0-3 tap gegn Þórsurum sem var að vísu í takt við spár lýsendanna Snorra Más Vagnssonar og Brimars Jörva Guðmundssonar en Brimar spáði einmitt 3-0 sigri Þórs en Keflavíkurtaug Snorra er sterk og hann hafði veðjað á 3-2 sigri Þórs. Þá tók við keppni liða OGV og Quick sem endaði einnig 3-0 eftir sannfærandi sigur OGV sem þóttu stimpla sig vel inn í GR Verk Deildina. Fyrstu umferðinni lauk síðan með 3-2 sigri Dusty á 354 í æsispennandi viðureign tveggja af lífseigustu liðum deildarinnar. Fyrirfram þótti Dusty sigurstranglegri en eins og Brimar og Snorri bentu á þá er lið 354 þekkt fyrir að geta staðið vel upp í hárinu á þeim bestu. Og sú varð raunin í því aðeins eitt mark skildi að í lokin í „geggjaðri viðureign“, eins og félagarnir í myndverinu í Arena, orðuðu það. Bæði lið spiluðu vel og þetta væri „nákvæmlega það sem Rocket League er og á að vera.“ Þá bættu þeir félagar við að bæði þessi lið ættu að geta veitt Þórsurum verðuga samkeppni. Staðan í GR Verk Deildinni eftir 1. umferð er þannig að Þór og OGV eru jöfn í 1.-2. Sæti, Dusty í því þriðja en hin liðin þrjú eru enn án stiga, 354 í 4. sæti og Quick og Rafik jöfn í 5.-6. Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 25. september en þá mætast Rafík og 354, Þór og Quick og síðan OGV og Dusty. Staðan í GR Verk Deildinni í Rocket League eftir eina umferð.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Óvenju mörg ný andlit í Rocket League Mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson segir spennuna í Rocket League-samfélaginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en óvenju miklar innbyrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftirvæntinguna. 17. september 2024 14:01 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti
Óvenju mörg ný andlit í Rocket League Mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson segir spennuna í Rocket League-samfélaginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en óvenju miklar innbyrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftirvæntinguna. 17. september 2024 14:01