Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. september 2024 13:31 Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson voru að senda frá sér lagið Skítaveður. Aðsend „Það er allt svo nær fyrir norðan en það er skítaveður hér,“ segir í viðlagi á splunkunýju lagi sem sveitin Bogomoili Font & Greiningardeildin var að senda frá sér. Mennirnir á bak við lagið eru Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson. „Skítaveður er þriðja lagið sem Bogomoli Font & Greiningardeildin senda frá sér í ár en áður hafa komið út lögin Sjóddu frekar egg og Bosslady. Það er Sigtryggur Baldursson sem ljáir Bogomil rödd sína, en þetta er í grunninn teymið sem stendur að Hljómskálanum, þáttum um íslenska tónlist og koma ýmsir valinkunnir íslenskir hljóðfæraleikarar að upptökunum,“ segir í fréttatilkynningu. Ásamt þríeykinu koma meðal annars Sigurður Guðmundsson, Rubin Pollock, Árný Margrét, Tómas Jónsson, Samúel Jón Samúelsson, Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson að laginu. Strákarnir segja nýja lagið ákveðin uppgjör við sumarið sem aldrei kom. „Og í raun það undarlega samband sem við eigum við íslenska veðráttu. Sömuleiðis kemur textinn inn á ákveðnar hugmyndir okkar um að veðrið sé mögulega skárra annars staðar á landinu og þá séríslensku áráttu að „elta góða veðrið“ sem er auðvitað ekkert annað en ávísun á eilíf vonbrigði.“ Hér má sjá flutning Bogomil Font og Greiningadeildarinnar á laginu á Ljósanótt: Hér má finna textann við lagið í heild sinni: Hér bítur vestanáttin mesthérna getur sólin varla sest.Og ég blotna í báða fætur hvar svo sem ég stend.Því oftast nær er úrkoma í grennd. Ofankoma, úrhelli og hret.Ég ekki mikið meir af þessu get.Það er lágskýjað – og lognið nær ekki' að stoppa hérog það er lítilsháttar súld í huga mér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Hér verða lægðardrögin dýpst.Hérna allraveðravonin þrífst.Við virðumst enguaðsíður undarlega sátt.Enda alin upp í breytilegri átt. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Sjálfsagt er hún fögur þessi hlíð.Hún sést barekkí þessari vætutíð.En þykkust var samt þokan í höfði hálfvitanssem kaus að setjast að hér sunnanlands. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Skítaveður er þriðja lagið sem Bogomoli Font & Greiningardeildin senda frá sér í ár en áður hafa komið út lögin Sjóddu frekar egg og Bosslady. Það er Sigtryggur Baldursson sem ljáir Bogomil rödd sína, en þetta er í grunninn teymið sem stendur að Hljómskálanum, þáttum um íslenska tónlist og koma ýmsir valinkunnir íslenskir hljóðfæraleikarar að upptökunum,“ segir í fréttatilkynningu. Ásamt þríeykinu koma meðal annars Sigurður Guðmundsson, Rubin Pollock, Árný Margrét, Tómas Jónsson, Samúel Jón Samúelsson, Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson að laginu. Strákarnir segja nýja lagið ákveðin uppgjör við sumarið sem aldrei kom. „Og í raun það undarlega samband sem við eigum við íslenska veðráttu. Sömuleiðis kemur textinn inn á ákveðnar hugmyndir okkar um að veðrið sé mögulega skárra annars staðar á landinu og þá séríslensku áráttu að „elta góða veðrið“ sem er auðvitað ekkert annað en ávísun á eilíf vonbrigði.“ Hér má sjá flutning Bogomil Font og Greiningadeildarinnar á laginu á Ljósanótt: Hér má finna textann við lagið í heild sinni: Hér bítur vestanáttin mesthérna getur sólin varla sest.Og ég blotna í báða fætur hvar svo sem ég stend.Því oftast nær er úrkoma í grennd. Ofankoma, úrhelli og hret.Ég ekki mikið meir af þessu get.Það er lágskýjað – og lognið nær ekki' að stoppa hérog það er lítilsháttar súld í huga mér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Hér verða lægðardrögin dýpst.Hérna allraveðravonin þrífst.Við virðumst enguaðsíður undarlega sátt.Enda alin upp í breytilegri átt. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Sjálfsagt er hún fögur þessi hlíð.Hún sést barekkí þessari vætutíð.En þykkust var samt þokan í höfði hálfvitanssem kaus að setjast að hér sunnanlands. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira