Skemmtikrafturinn Eva Ruza Miljevic sá um veislustjórn og fór á kostum eins og henni einni er lagið. Allt ætlaði um koll að keyra þegar tónlistarmennirnir Aron Can og Páll Óskar stigu á svið og skemmtu gestum. Þá þeytti plötusnúðurinn DJ Silja Glömmi skífum og hélt stuðinu gangandi fram eftir kvöldi.
Pallíettur, glimmer og glæsileiki einkenndi viðburðinn og klæðaburð gesta sem var hver annar glæsilegri.
Ljósmyndarinn Anton Bjarni fangaði stemninguna líkt og myndirnar hér að neðan bera með sér.


















