Ísland með auga fuglsins Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2024 08:01 Fjallabak. Raxi fór og myndaði Ísland eins og fuglinn fljúgandi sér landið. Og það er að sönnu stórfenglegt. vísir/rax Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins. Ragnar var við annan mann, Ingólf Arnarson júníor, á flugvél sinni og nú að Fjallabaki. Þeir félagar Raxi og Ingólfur Arnarson fljúga yfir landið og þar er nú eitt og annað að sjá.vísir/rax „Að fljúga á bak við fjöllin á hálendi Íslands er eins og að koma á aðra plánetu. Veðrabrigðin og dans birtunnar verður stundum óraunverulegt sjónarspil,“ segir Raxi og líkt og honum verði orða vant. Enda lætur hann verkin tala. vísir/rax „Fjöllin í Landmannalaugum eru eins og litapalletta listamanns, eða er þetta kannski listaverkið sjálft?“ spyr Raxi og lái honum hver sem vill. vísir/rax Ragnar segir Mælifellsandinn hafa sitt eigið birtuspil þar sem hvirfilvindar myndist þegar sólin hitar svartan sandinn og þeir dansi frjálsir á auðninni þar sem þeir þeyta upp ryki og eldfjallaösku í himinnhæðir. (Rólegur Raxi!) vísir/rax En það er engin leið að stöðva Raxa. Hann segir sólargeisla brjóta sér leið í gegnum skýin og faðma jörðina. vísir/rax En nú tekur að hausta og Vetur konungur er að læðast inn á sviðið. Brátt klæðir snjórinn málverkið í hvítan búning. vísir/rax Líklega er best að leyfa myndunum að tala sínu máli: vísir/rax vísir/rax vísir/rax vísir/rax RAX Ljósmyndun Tengdar fréttir Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. 15. september 2024 08:02 Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01 Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Ragnar var við annan mann, Ingólf Arnarson júníor, á flugvél sinni og nú að Fjallabaki. Þeir félagar Raxi og Ingólfur Arnarson fljúga yfir landið og þar er nú eitt og annað að sjá.vísir/rax „Að fljúga á bak við fjöllin á hálendi Íslands er eins og að koma á aðra plánetu. Veðrabrigðin og dans birtunnar verður stundum óraunverulegt sjónarspil,“ segir Raxi og líkt og honum verði orða vant. Enda lætur hann verkin tala. vísir/rax „Fjöllin í Landmannalaugum eru eins og litapalletta listamanns, eða er þetta kannski listaverkið sjálft?“ spyr Raxi og lái honum hver sem vill. vísir/rax Ragnar segir Mælifellsandinn hafa sitt eigið birtuspil þar sem hvirfilvindar myndist þegar sólin hitar svartan sandinn og þeir dansi frjálsir á auðninni þar sem þeir þeyta upp ryki og eldfjallaösku í himinnhæðir. (Rólegur Raxi!) vísir/rax En það er engin leið að stöðva Raxa. Hann segir sólargeisla brjóta sér leið í gegnum skýin og faðma jörðina. vísir/rax En nú tekur að hausta og Vetur konungur er að læðast inn á sviðið. Brátt klæðir snjórinn málverkið í hvítan búning. vísir/rax Líklega er best að leyfa myndunum að tala sínu máli: vísir/rax vísir/rax vísir/rax vísir/rax
RAX Ljósmyndun Tengdar fréttir Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. 15. september 2024 08:02 Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01 Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. 15. september 2024 08:02
Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01