Fótbolti

Á­fall fyrir Barcelona

Sindri Sverrisson skrifar
Dani Olmo skoraði gegn Girona í gær, fékk skurð á andlitið og meiddist í vöðva.
Dani Olmo skoraði gegn Girona í gær, fékk skurð á andlitið og meiddist í vöðva. Getty/Jose Breton

Meistaradeild Evrópu hefst í vikunni en þar verður enginn Dani Olmo á ferðinni því spænski Evrópumeistarinn verður frá keppni næstu fjórar til fimm vikurnar vegna meiðsla.

Olmo meiddist í vöðva í 4-1 sigri Barcelona gegn Girona í gær og var skipt af velli eftir klukkutíma leik.

Ljóst er að meiðsli hans eru áfall fyrir Börsunga sem byrja Meistaradeildina á því að sækja Monaco heim á fimmtudagskvöld.

Nýju lærisveinarnir hans Hansi Flick hafa farið frábærlega af stað í spænsku 1. deildinni og unnið alla fimm leiki sína – þar af tvo síðustu með samanlagðri markatölu 11-1. Olmo hefur lagt hönd á plóg og skorað í öllum þremur leikjum sínum til þessa fyrir Barcelona.

Olmo, sem er 26 ára, kom til Barcelona í sumar frá RB Leipzig og mun kaupverðið hafa numið 55 milljónum evra, jafnvirði tæplega 8,4 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×