Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 23:49 Starfsmaður býr sig undir að loka flóðvarnarhliði í ánni Moldá þar sem hún rennur í gegnum gömlu borgina í Prag í Tékklandi í dag. Vísir/EPA Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. Gangi veðurspár eftir gæti allt að þriðjungur ársúrkomu fallið í austanverðu Tékklandi, þar á meðal í höfuðborginni Prag, á fjórum dögum fram á sunnudag. Petr Fiala, forsætisráðherra landsins, varaði við því að flóð sem sjást aðeins aðeins einu sinni á öld gætu fylgt í kjölfarið. „Við grípum til allra nauðsynlegra ráðstafana til þess að fyrirbyggja eigna- og manntjón,“ sagði Fiala í dag. Prag, sem situr við bakka Moldár, varð fyrir miklum skakkaföllum í flóðum árið 2002. Þá þurftu tugir þúsunda manna að yfirgefa heimili sín og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar var á kafi í fleiri mánuði. Síðan þá hafa borgaryfirvöld fjárfest í flóðvörnum til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við að flóðin nái hámarki sínu í Prag á laugardagskvöld. Bohuslav Svoboda, borgarstjóri, segist viss um að fyrirbyggjandi aðgerðir nú forði því að flóðin verði eins afdrifarík og fyrir rúmum tuttugu árum. Mikilli úrkomu er einnig spáð í sunnanverðu Þýskalandi, hlutum Austurríkis, Póllands og Slóvakíu næstu daga. Í síðasnefnda landinu er áin Morava þegar byrjuð að flæða yfir bakka sína og leita yfirvöld nú að óbyggðum svæðum þangað sem hægt er að veita flóðvatni á öruggan hátt. Í Póllandi vara yfirvöld við skyndiflóðum og Donald Tusk, forsætisráðherra, segir björgunarsveitir í viðbragðsstöðu fyrir flóð. Allt að tíu til tuttugu sentímetra úrkomu er spáð næstu daga í fjallahéruðum Austurríkis. Útlit er fyrir að úrkoman verði umfram metúrkomu fyrir allan september sums staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem hefur eftir austurrískum veðurfræðingi að veðrið sem er í vændum sé fordæmalaust. Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Gangi veðurspár eftir gæti allt að þriðjungur ársúrkomu fallið í austanverðu Tékklandi, þar á meðal í höfuðborginni Prag, á fjórum dögum fram á sunnudag. Petr Fiala, forsætisráðherra landsins, varaði við því að flóð sem sjást aðeins aðeins einu sinni á öld gætu fylgt í kjölfarið. „Við grípum til allra nauðsynlegra ráðstafana til þess að fyrirbyggja eigna- og manntjón,“ sagði Fiala í dag. Prag, sem situr við bakka Moldár, varð fyrir miklum skakkaföllum í flóðum árið 2002. Þá þurftu tugir þúsunda manna að yfirgefa heimili sín og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar var á kafi í fleiri mánuði. Síðan þá hafa borgaryfirvöld fjárfest í flóðvörnum til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við að flóðin nái hámarki sínu í Prag á laugardagskvöld. Bohuslav Svoboda, borgarstjóri, segist viss um að fyrirbyggjandi aðgerðir nú forði því að flóðin verði eins afdrifarík og fyrir rúmum tuttugu árum. Mikilli úrkomu er einnig spáð í sunnanverðu Þýskalandi, hlutum Austurríkis, Póllands og Slóvakíu næstu daga. Í síðasnefnda landinu er áin Morava þegar byrjuð að flæða yfir bakka sína og leita yfirvöld nú að óbyggðum svæðum þangað sem hægt er að veita flóðvatni á öruggan hátt. Í Póllandi vara yfirvöld við skyndiflóðum og Donald Tusk, forsætisráðherra, segir björgunarsveitir í viðbragðsstöðu fyrir flóð. Allt að tíu til tuttugu sentímetra úrkomu er spáð næstu daga í fjallahéruðum Austurríkis. Útlit er fyrir að úrkoman verði umfram metúrkomu fyrir allan september sums staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem hefur eftir austurrískum veðurfræðingi að veðrið sem er í vændum sé fordæmalaust.
Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira