„Myndin byggir á minni eigin lífsreynslu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2024 14:30 Lilja hefur haft nóg að gera enda mynd hennar vakið mikla athygli. Riff Norsk-íslenska kvikmyndagerðarkonan Lilja Ingólfsdóttir á heiðurinn að opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í ár, RIFF, en hún hefst í Háskólabíói 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Myndin ber heitið Elskulegur er frumraun Lilju á hvíta tjaldinu og byggir á hennar eigin hjónabandskrísu. Óhætt er að segja að myndin hafi slegið í gegn, en hún fékk standandi lófatak á hinni virtu kvikmyndahátíð í Karlovy Vary í Tékklandi fyrr í sumar og hreppti þar ekki færri en fimm verðlaun. „Móttökurnar eru eiginlega óraunverulegar,“ segir Lilja sjálf, stödd á kvikmyndahátíðinni Cinefest í Búdapest, en búið að selja myndina til tuttugu landa og er ekkert lát á. „Ég er eiginlega hálfringluð. Það er verið að bjóða mér á hátíðir út um allan heim,“ bætir hún við. Elskling eins og heiti myndarinnar er á norsku, eða Elskulegur á íslensku og Loveable á ensku, er eins og áður segir frumraun Lilju á hvíta tjaldinu. Verkið var frumsýnt fyrr á árinu í Osló og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla athygli fyrir tilfinningarík efnistök og einstaka túlkun aðalleikkonu myndarinnar, Helgu Guren sem samkvæmt umsögn Variety þykir sýna einstakan kjark (e. gutsy performance) í hlutverki Maríu sem reynir að sinna fjórum börnum sínum af álíka metnaði og starfsframanum á meðan seinni eiginmaður hennar, Sigmund, er á stöðugum ferðalögum. Dag einn sinnast þeim aftur á móti heiftarlega sem verður til þess að karlinn fer fram á skilnað. Lífsreynsla Lilju réði för „Myndin byggir á minni eigin lífsreynslu,“ útskýrir Lilja. „Ég og maðurinn minn til fimmtán ára lentum í hjónabandskrísu á sínum tíma, eins og gengur - og þaðan er fyrirmyndin komin,“ heldur hún áfram, en ekki einasta búa þau saman, enn þann dag í dag, heldur eiga þau fjögur börn og vinna náið saman; Øystein Mamen er nefnilega tökumaður bíómyndarinnar sem hér er til umfjöllunar. Variety segir enn fremur í gagnrýni sinni um þetta byrjendaverk Lilju að þar lifni við „egghvasst tilfinningadrama“ (e. emotionally jagged) og enn fremur að myndin sé „óvenjuleg og snjöll saga sem leiti svara við því af hverju annað hjónabandið í röð fari eins og það fyrra, og hverjum, ef einhverjum, það sé að kenna.“ Hún segir fjölmarga áhorfendur samsama sig myndinni. „Þeir segja hana nístandi sanna. Ég hef ekki undan að tala við konur sem segja mér óðamála að myndin sé um dóttur þeirra eða mömmu þeirra,“ segir Lilja og bætir því við að það sé eins og efniviðurinn hitti fyrir réttu taugarnar. Það séu enn ein ummælin. Sex ára undirbúningur „Ætli ég sé ekki búin að vera undirbúa þessa mynd í meira og minna sex ár, eða allt frá 2018,“ rifjar Lilja upp, en hún á að baki tugi stuttmynda frá því hún útskrifaðist úr kvikmyndanámi frá London Film School og síðar Famu í Prag vorið 2001. Elskling er fjórða kvikmyndahandritið í fullri lengd sem hún skrifar. Hún býr í Osló með Øystein og börnum þeirra hjóna, flutti þangað níu ára gömul frá Íslandi á níunda áratug síðustu aldar, dóttir Tone Myklebost sem fylgist nú með velgengni dóttur sinnar á kvikmyndahátíðinni í Búdapest og víðar um Evrópu, og Ingólfs heitins Margeirssonar, blaðamanns og rithöfundar sem lést vorið 2011. Og hún hlakkar til að koma „heim“ á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, síðar í september - og sýna landsmönnum þessa bíómynd sína sem er ein sú umtalaðasta í Evrópu nú um stundir. Hátíðin hefst sem fyrr segir 26. september í Háskólabíó og stendur til 6. október með úrvali vandaðra kvikmynda og allskonar viðburða sem skipta hundruðum. RIFF Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Nastassja Kinski heiðursgestur á RIFF í ár Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. 2. september 2024 17:36 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Óhætt er að segja að myndin hafi slegið í gegn, en hún fékk standandi lófatak á hinni virtu kvikmyndahátíð í Karlovy Vary í Tékklandi fyrr í sumar og hreppti þar ekki færri en fimm verðlaun. „Móttökurnar eru eiginlega óraunverulegar,“ segir Lilja sjálf, stödd á kvikmyndahátíðinni Cinefest í Búdapest, en búið að selja myndina til tuttugu landa og er ekkert lát á. „Ég er eiginlega hálfringluð. Það er verið að bjóða mér á hátíðir út um allan heim,“ bætir hún við. Elskling eins og heiti myndarinnar er á norsku, eða Elskulegur á íslensku og Loveable á ensku, er eins og áður segir frumraun Lilju á hvíta tjaldinu. Verkið var frumsýnt fyrr á árinu í Osló og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla athygli fyrir tilfinningarík efnistök og einstaka túlkun aðalleikkonu myndarinnar, Helgu Guren sem samkvæmt umsögn Variety þykir sýna einstakan kjark (e. gutsy performance) í hlutverki Maríu sem reynir að sinna fjórum börnum sínum af álíka metnaði og starfsframanum á meðan seinni eiginmaður hennar, Sigmund, er á stöðugum ferðalögum. Dag einn sinnast þeim aftur á móti heiftarlega sem verður til þess að karlinn fer fram á skilnað. Lífsreynsla Lilju réði för „Myndin byggir á minni eigin lífsreynslu,“ útskýrir Lilja. „Ég og maðurinn minn til fimmtán ára lentum í hjónabandskrísu á sínum tíma, eins og gengur - og þaðan er fyrirmyndin komin,“ heldur hún áfram, en ekki einasta búa þau saman, enn þann dag í dag, heldur eiga þau fjögur börn og vinna náið saman; Øystein Mamen er nefnilega tökumaður bíómyndarinnar sem hér er til umfjöllunar. Variety segir enn fremur í gagnrýni sinni um þetta byrjendaverk Lilju að þar lifni við „egghvasst tilfinningadrama“ (e. emotionally jagged) og enn fremur að myndin sé „óvenjuleg og snjöll saga sem leiti svara við því af hverju annað hjónabandið í röð fari eins og það fyrra, og hverjum, ef einhverjum, það sé að kenna.“ Hún segir fjölmarga áhorfendur samsama sig myndinni. „Þeir segja hana nístandi sanna. Ég hef ekki undan að tala við konur sem segja mér óðamála að myndin sé um dóttur þeirra eða mömmu þeirra,“ segir Lilja og bætir því við að það sé eins og efniviðurinn hitti fyrir réttu taugarnar. Það séu enn ein ummælin. Sex ára undirbúningur „Ætli ég sé ekki búin að vera undirbúa þessa mynd í meira og minna sex ár, eða allt frá 2018,“ rifjar Lilja upp, en hún á að baki tugi stuttmynda frá því hún útskrifaðist úr kvikmyndanámi frá London Film School og síðar Famu í Prag vorið 2001. Elskling er fjórða kvikmyndahandritið í fullri lengd sem hún skrifar. Hún býr í Osló með Øystein og börnum þeirra hjóna, flutti þangað níu ára gömul frá Íslandi á níunda áratug síðustu aldar, dóttir Tone Myklebost sem fylgist nú með velgengni dóttur sinnar á kvikmyndahátíðinni í Búdapest og víðar um Evrópu, og Ingólfs heitins Margeirssonar, blaðamanns og rithöfundar sem lést vorið 2011. Og hún hlakkar til að koma „heim“ á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, síðar í september - og sýna landsmönnum þessa bíómynd sína sem er ein sú umtalaðasta í Evrópu nú um stundir. Hátíðin hefst sem fyrr segir 26. september í Háskólabíó og stendur til 6. október með úrvali vandaðra kvikmynda og allskonar viðburða sem skipta hundruðum.
RIFF Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Nastassja Kinski heiðursgestur á RIFF í ár Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. 2. september 2024 17:36 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nastassja Kinski heiðursgestur á RIFF í ár Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. 2. september 2024 17:36