Nkunku tryggði sigur eftir stoðsendingu Sancho

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Christopher Nkunku kom inn af varamannabekknum og tryggði Chelsea sigur.
Christopher Nkunku kom inn af varamannabekknum og tryggði Chelsea sigur. Michael Steele/Getty Images

Chelsea sótti 0-1 sigur á lokamínútum leiks gegn Bournemouth í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 

Bournemouth var betra liðið í upphafi, varnarmenn Chelsea þurftu að hafa sig alla við og markmaðurinn kom þeim til bjargar oftar en einu sinni. Þá sérstaklega þegar hann varði vítaspyrnu frá Evanilson á 38. mínútu.

Í seinni hálfleik færðist meira jafnvægi í leikinn og bæði lið fengu fín færi en það var Chelsea sem sótti sigurinn.

Markið kom seint í leiknum, á 86. mínútu, og var skorað af varamanninum Christopher Nkunku eftir stoðsendingu Jadon Sancho.

Chelsea hefur nú unnið tvo leiki og er með 7 stig í 7. sæti deildarinnar. Bournemouth er með 5 stig í 11. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira