Frumsýning á Vísi: Steindi og Dóri prófa skrýtnustu staðina með eina stjörnu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. september 2024 10:37 Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Æskuvinirnir og grínistarnir Steindi Jr. og Dóri DNA fara í sprenghlægilegt ferðalag um heiminn í nýjum þáttum sem bera heitið 1 stjarna. Þar prófa þeir verstu staði í heimi. Dóri segist hafa fengið nóg af Steinþóri og lýsir honum sem skelfilegum ferðafélaga á meðan Steindi heldur ekki vatni yfir Dóra. Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Í þessum ferðaþáttum fylgjumst við með æskuvinunum og grínustunum úr Mosfellsbæ, þeim Steinda Jr og Dóra DNA, í ferðalagi þeirra um heiminn þar sem þeir kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða. Þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu Atlavík og í leikstjórn Hannesar Þórs Arasonar. „Frábærir ferðafélagar“ Steindi segir hugmyndina að þáttunum snúast í grunninn um að skoða staði í heiminum sem fá aðeins eina stjörnu í einkunn á ferðasíðum og svo framvegis. „Við gistum t.d á versta hosteli í heimi í Amsterdam, heimsóttum holræsasafn í París, fórum á æfingu hjá versta fótboltaliðinu í London og borðuðum á mörgum af verstu veitingastöðum í Evrópu,“ segir Steindi sem virðist þó afar ánægður með ferðalagið. „Við Dóri erum æskuvinir og ferðuðumst mikið saman á yngri árum. Í dag erum við næstum fertugir fjölskyldumenn. Fólk fær að vera flugur á vegg í raunverulegum vinskap í gegnum grátur og hlátur. Dóri er lúxusmaður, elskar góðan mat og gott vín en einnig er hann listaháskólagenginn. Í þessum þáttum fær hann hvorki að njóta góðs matar né upplifa hámenningu. Við erum frábærir ferðafélagar og ég held að hann hafi notið sín mjög vel að ferðast með mér og kryfja lágmenningu Evrópu,“ bætir hann við. „Hræðilegur ferðafélagi“ Dóri segir ferðlagið hafi reynt mikið á vinskapinn og lýsir Steinda sem skelfilegum ferðafélaga. „Það er náttúrulega skelfilegt að ferðast með Steinþóri. Hann er einhvern veginn óþægilegur kokteill af manni sem virðist aldrei hafa ferðast en er of sjálsöruggur. Hann hótar að missa af öllum flugvélum og er síðan hræddur við allt. Hvort sem það eru ósýnileg skordýr, fólk eða svæði. Ofan á allt þetta erum við að ferðast á skelfilega staði. Ég hélt að við værum að fara að gera netta ferðaþætti en hann vildi gera hræðilega hluti. Ég vildi til dæmis fara góðan ressa, en það var alls ekki þannig. Þegar við vorum við Eiffel-turninn í París, sem er geggjaður staður, vorum við að horfa á holræsakerfið að skoða kúka. Mér fannst þetta alveg to much á köflum,“ segir Dóri. Bíó og sjónvarp 1 stjarna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Í þessum ferðaþáttum fylgjumst við með æskuvinunum og grínustunum úr Mosfellsbæ, þeim Steinda Jr og Dóra DNA, í ferðalagi þeirra um heiminn þar sem þeir kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða. Þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu Atlavík og í leikstjórn Hannesar Þórs Arasonar. „Frábærir ferðafélagar“ Steindi segir hugmyndina að þáttunum snúast í grunninn um að skoða staði í heiminum sem fá aðeins eina stjörnu í einkunn á ferðasíðum og svo framvegis. „Við gistum t.d á versta hosteli í heimi í Amsterdam, heimsóttum holræsasafn í París, fórum á æfingu hjá versta fótboltaliðinu í London og borðuðum á mörgum af verstu veitingastöðum í Evrópu,“ segir Steindi sem virðist þó afar ánægður með ferðalagið. „Við Dóri erum æskuvinir og ferðuðumst mikið saman á yngri árum. Í dag erum við næstum fertugir fjölskyldumenn. Fólk fær að vera flugur á vegg í raunverulegum vinskap í gegnum grátur og hlátur. Dóri er lúxusmaður, elskar góðan mat og gott vín en einnig er hann listaháskólagenginn. Í þessum þáttum fær hann hvorki að njóta góðs matar né upplifa hámenningu. Við erum frábærir ferðafélagar og ég held að hann hafi notið sín mjög vel að ferðast með mér og kryfja lágmenningu Evrópu,“ bætir hann við. „Hræðilegur ferðafélagi“ Dóri segir ferðlagið hafi reynt mikið á vinskapinn og lýsir Steinda sem skelfilegum ferðafélaga. „Það er náttúrulega skelfilegt að ferðast með Steinþóri. Hann er einhvern veginn óþægilegur kokteill af manni sem virðist aldrei hafa ferðast en er of sjálsöruggur. Hann hótar að missa af öllum flugvélum og er síðan hræddur við allt. Hvort sem það eru ósýnileg skordýr, fólk eða svæði. Ofan á allt þetta erum við að ferðast á skelfilega staði. Ég hélt að við værum að fara að gera netta ferðaþætti en hann vildi gera hræðilega hluti. Ég vildi til dæmis fara góðan ressa, en það var alls ekki þannig. Þegar við vorum við Eiffel-turninn í París, sem er geggjaður staður, vorum við að horfa á holræsakerfið að skoða kúka. Mér fannst þetta alveg to much á köflum,“ segir Dóri.
Bíó og sjónvarp 1 stjarna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira