Frumsýning á Vísi: Steindi og Dóri prófa skrýtnustu staðina með eina stjörnu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. september 2024 10:37 Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Æskuvinirnir og grínistarnir Steindi Jr. og Dóri DNA fara í sprenghlægilegt ferðalag um heiminn í nýjum þáttum sem bera heitið 1 stjarna. Þar prófa þeir verstu staði í heimi. Dóri segist hafa fengið nóg af Steinþóri og lýsir honum sem skelfilegum ferðafélaga á meðan Steindi heldur ekki vatni yfir Dóra. Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Í þessum ferðaþáttum fylgjumst við með æskuvinunum og grínustunum úr Mosfellsbæ, þeim Steinda Jr og Dóra DNA, í ferðalagi þeirra um heiminn þar sem þeir kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða. Þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu Atlavík og í leikstjórn Hannesar Þórs Arasonar. „Frábærir ferðafélagar“ Steindi segir hugmyndina að þáttunum snúast í grunninn um að skoða staði í heiminum sem fá aðeins eina stjörnu í einkunn á ferðasíðum og svo framvegis. „Við gistum t.d á versta hosteli í heimi í Amsterdam, heimsóttum holræsasafn í París, fórum á æfingu hjá versta fótboltaliðinu í London og borðuðum á mörgum af verstu veitingastöðum í Evrópu,“ segir Steindi sem virðist þó afar ánægður með ferðalagið. „Við Dóri erum æskuvinir og ferðuðumst mikið saman á yngri árum. Í dag erum við næstum fertugir fjölskyldumenn. Fólk fær að vera flugur á vegg í raunverulegum vinskap í gegnum grátur og hlátur. Dóri er lúxusmaður, elskar góðan mat og gott vín en einnig er hann listaháskólagenginn. Í þessum þáttum fær hann hvorki að njóta góðs matar né upplifa hámenningu. Við erum frábærir ferðafélagar og ég held að hann hafi notið sín mjög vel að ferðast með mér og kryfja lágmenningu Evrópu,“ bætir hann við. „Hræðilegur ferðafélagi“ Dóri segir ferðlagið hafi reynt mikið á vinskapinn og lýsir Steinda sem skelfilegum ferðafélaga. „Það er náttúrulega skelfilegt að ferðast með Steinþóri. Hann er einhvern veginn óþægilegur kokteill af manni sem virðist aldrei hafa ferðast en er of sjálsöruggur. Hann hótar að missa af öllum flugvélum og er síðan hræddur við allt. Hvort sem það eru ósýnileg skordýr, fólk eða svæði. Ofan á allt þetta erum við að ferðast á skelfilega staði. Ég hélt að við værum að fara að gera netta ferðaþætti en hann vildi gera hræðilega hluti. Ég vildi til dæmis fara góðan ressa, en það var alls ekki þannig. Þegar við vorum við Eiffel-turninn í París, sem er geggjaður staður, vorum við að horfa á holræsakerfið að skoða kúka. Mér fannst þetta alveg to much á köflum,“ segir Dóri. Bíó og sjónvarp 1 stjarna Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira
Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Í þessum ferðaþáttum fylgjumst við með æskuvinunum og grínustunum úr Mosfellsbæ, þeim Steinda Jr og Dóra DNA, í ferðalagi þeirra um heiminn þar sem þeir kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða. Þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu Atlavík og í leikstjórn Hannesar Þórs Arasonar. „Frábærir ferðafélagar“ Steindi segir hugmyndina að þáttunum snúast í grunninn um að skoða staði í heiminum sem fá aðeins eina stjörnu í einkunn á ferðasíðum og svo framvegis. „Við gistum t.d á versta hosteli í heimi í Amsterdam, heimsóttum holræsasafn í París, fórum á æfingu hjá versta fótboltaliðinu í London og borðuðum á mörgum af verstu veitingastöðum í Evrópu,“ segir Steindi sem virðist þó afar ánægður með ferðalagið. „Við Dóri erum æskuvinir og ferðuðumst mikið saman á yngri árum. Í dag erum við næstum fertugir fjölskyldumenn. Fólk fær að vera flugur á vegg í raunverulegum vinskap í gegnum grátur og hlátur. Dóri er lúxusmaður, elskar góðan mat og gott vín en einnig er hann listaháskólagenginn. Í þessum þáttum fær hann hvorki að njóta góðs matar né upplifa hámenningu. Við erum frábærir ferðafélagar og ég held að hann hafi notið sín mjög vel að ferðast með mér og kryfja lágmenningu Evrópu,“ bætir hann við. „Hræðilegur ferðafélagi“ Dóri segir ferðlagið hafi reynt mikið á vinskapinn og lýsir Steinda sem skelfilegum ferðafélaga. „Það er náttúrulega skelfilegt að ferðast með Steinþóri. Hann er einhvern veginn óþægilegur kokteill af manni sem virðist aldrei hafa ferðast en er of sjálsöruggur. Hann hótar að missa af öllum flugvélum og er síðan hræddur við allt. Hvort sem það eru ósýnileg skordýr, fólk eða svæði. Ofan á allt þetta erum við að ferðast á skelfilega staði. Ég hélt að við værum að fara að gera netta ferðaþætti en hann vildi gera hræðilega hluti. Ég vildi til dæmis fara góðan ressa, en það var alls ekki þannig. Þegar við vorum við Eiffel-turninn í París, sem er geggjaður staður, vorum við að horfa á holræsakerfið að skoða kúka. Mér fannst þetta alveg to much á köflum,“ segir Dóri.
Bíó og sjónvarp 1 stjarna Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira