Svindlið verður að útvarpsleikriti með Sölva Tryggva Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2024 20:02 Tvíhöfði snýr aftur í útvarpið á morgun og hefur aldrei verið betri. Vísir Tvíhöfði snýr aftur í útvarpið á X-977 á morgun. Jón Gnarr segir þá Sigurjón Kjartansson aldrei hafa verið spenntari fyrir því að snúa aftur til leiks en í bígerð er meðal annars útvarpsleikrit með Sölva Tryggvasyni sem byggt er á Facebook auglýsingu óprúttinna svikahrappa. „Við erum báðir með fráhvarfseinkenni yfir því að hafa ekki verið saman í útvarpi svona lengi,“ segir Jón Gnarr í samtali við Vísi. Vart þarf að kynna Tvíhöfða sem um árabil hefur verið einn vinsælasti skemmtiþáttur þjóðarinnar og er nú í hlaðvarpsformi á veitum Tal þar sem nálgast má áskriftarþætti, sem og í útvarpi í beinni útsendingu á X-977 á föstudögum í hverri viku frá 14:00 til 16:00. Líkt og alþjóð veit var Jón í forsetaframboði í sumar og á sama tíma að leika í sjónvarpsþáttum. Jón segist hafa tekið sér gott sumarfrí, náð að hlaða batteríin þar sem hann hafi gert fátt annað en að fara út að labba með hundinn sinn í „alvöru“ íslenskri sumarblíðu. Jón segir að þrátt fyrir að þeir félagar hafi verið saman í útvarpi í þó nokkur ár séu þeir alls ekki uppiskroppa með umræðuefni. Skiptast í tvær fylkingar fyrir kosningar „Við getum bara talað um hvað sem er! Tengslin á milli heimilislækna og heimilisbrauðs til dæmis. Af hverju er til heimilislæknir og líka heimilisbrauð?“ spyr Jón og skellir upp á sinn landsþekkta hátt. Hann bætir því við að síðan séu bandarískar forsetakosningar á næsta leyti. „Þar erum við svolítið að skiptast í tvær fylkingar. Sigurjón er svona Kamala maður en ég er meiri Trump maður! Við skulum ekki afskrifa Donald Trump bara þó hann sé gamall. Sigurjón er duglegur við að rífa hann niður og ég reyni að bera í bætifláka fyrir hann,“ segir Jón enn hlæjandi. „Vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum“ Hann bætir því við að í bígerð fyrir seríu haustsins sé jafnframt útvarpsleikrit. Það byggi á Facebook auglýsingu á lélegri íslensku sem búin var til af óprúttnum aðilum þar sem látið var líta út fyrir að Jón hefði hlaupið á sig í einhverskonar viðtali við Sölva Tryggvason. Jón Gnarr var ekki sá eini sem lenti í þessu en fjöldi íslenskra fyrirmenna líkt og Ari Eldjárn, Bjarni Ben og Þóra Arnórsdóttir lentu í hinu sama. „Hann vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum!“ stóð þarna stórum stöfum. Þetta gerðist auðvitað aldrei og ég fékk fjölda fyrirspurna frá fólki, hvort þetta væri plat eða í alvörunni? Og hvort ég vissi að það væri verið að svíkja fólk í mínu nafni!?“ Þeir félagar hafa meira að segja fengið Sölva Tryggvason með sér í lið í leikritið. „Þar sem ég var í viðtali hjá Sölva og hafði grætt rosa mikinn pening en mátti það ekki og Seðlabanki Íslands hringdi í útsendinguna! Gervigreindin er öflug þarna og býr þetta til.“ Þá segir Jón að fastir liðir verði á sínum stað sem aðdáendur þáttanna þekkja og nefnir Smásálina sem dæmi. Auk þess verði fullt af nýjum liðum. „Það mun hringja í okkur maður sem var svo virkur hér áður fyrr í Satanisma sem hefur miklar áhyggjur af því að það sé eins og enginn sé að tala um Satan lengur?! Það eru engar Satanískar messur í boði og bara allt búið. Er fólk bara búið að missa trú á Satan?“ X977 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Við erum báðir með fráhvarfseinkenni yfir því að hafa ekki verið saman í útvarpi svona lengi,“ segir Jón Gnarr í samtali við Vísi. Vart þarf að kynna Tvíhöfða sem um árabil hefur verið einn vinsælasti skemmtiþáttur þjóðarinnar og er nú í hlaðvarpsformi á veitum Tal þar sem nálgast má áskriftarþætti, sem og í útvarpi í beinni útsendingu á X-977 á föstudögum í hverri viku frá 14:00 til 16:00. Líkt og alþjóð veit var Jón í forsetaframboði í sumar og á sama tíma að leika í sjónvarpsþáttum. Jón segist hafa tekið sér gott sumarfrí, náð að hlaða batteríin þar sem hann hafi gert fátt annað en að fara út að labba með hundinn sinn í „alvöru“ íslenskri sumarblíðu. Jón segir að þrátt fyrir að þeir félagar hafi verið saman í útvarpi í þó nokkur ár séu þeir alls ekki uppiskroppa með umræðuefni. Skiptast í tvær fylkingar fyrir kosningar „Við getum bara talað um hvað sem er! Tengslin á milli heimilislækna og heimilisbrauðs til dæmis. Af hverju er til heimilislæknir og líka heimilisbrauð?“ spyr Jón og skellir upp á sinn landsþekkta hátt. Hann bætir því við að síðan séu bandarískar forsetakosningar á næsta leyti. „Þar erum við svolítið að skiptast í tvær fylkingar. Sigurjón er svona Kamala maður en ég er meiri Trump maður! Við skulum ekki afskrifa Donald Trump bara þó hann sé gamall. Sigurjón er duglegur við að rífa hann niður og ég reyni að bera í bætifláka fyrir hann,“ segir Jón enn hlæjandi. „Vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum“ Hann bætir því við að í bígerð fyrir seríu haustsins sé jafnframt útvarpsleikrit. Það byggi á Facebook auglýsingu á lélegri íslensku sem búin var til af óprúttnum aðilum þar sem látið var líta út fyrir að Jón hefði hlaupið á sig í einhverskonar viðtali við Sölva Tryggvason. Jón Gnarr var ekki sá eini sem lenti í þessu en fjöldi íslenskra fyrirmenna líkt og Ari Eldjárn, Bjarni Ben og Þóra Arnórsdóttir lentu í hinu sama. „Hann vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum!“ stóð þarna stórum stöfum. Þetta gerðist auðvitað aldrei og ég fékk fjölda fyrirspurna frá fólki, hvort þetta væri plat eða í alvörunni? Og hvort ég vissi að það væri verið að svíkja fólk í mínu nafni!?“ Þeir félagar hafa meira að segja fengið Sölva Tryggvason með sér í lið í leikritið. „Þar sem ég var í viðtali hjá Sölva og hafði grætt rosa mikinn pening en mátti það ekki og Seðlabanki Íslands hringdi í útsendinguna! Gervigreindin er öflug þarna og býr þetta til.“ Þá segir Jón að fastir liðir verði á sínum stað sem aðdáendur þáttanna þekkja og nefnir Smásálina sem dæmi. Auk þess verði fullt af nýjum liðum. „Það mun hringja í okkur maður sem var svo virkur hér áður fyrr í Satanisma sem hefur miklar áhyggjur af því að það sé eins og enginn sé að tala um Satan lengur?! Það eru engar Satanískar messur í boði og bara allt búið. Er fólk bara búið að missa trú á Satan?“
X977 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“