Brasilíumenn í basli í undankeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 10:01 Vinicius Jr. er langt frá því að sýna það sama með brasilíska landsliðinu og hann gerir venjulega með Real Madrid. Getty/Lucas Figueiredo Brasilía og Argentína töpuðu leikjum sínum í undankeppni HM 2026 í fótbolta í nótt en það er óhætt að segja að staða liðanna sé gjörólík. Argentína er enn í toppsætinu þrátt fyrir 2-1 tap á móti Kólumbíu en Kólumbíumenn eru núna tveimur stigum á eftir heimsmeisturunum. Kólumbía hefur enn ekki tapað í undankeppninni (4 sigrar og 4 jafntefli). James Rodriguez tryggði Kólumbíu sigurinn með marki úr vítaspyrnu en argentínska liðið lék án Lionel Messi sem er meiddur. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2019 sem Kólumbía nær að vinna Argentínu. Yerson Mosquera kom Kólumbíu í 1-0 á 25. mínútu en Nico Gonzalez jafnaði á 48. mínútu eftir varnarmistök. James skoraði síðan úr vítaspyrnu á 60. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum. James Rodriguez fagnar hér sigurmarki sínu á móti Argentínumönnum í nótt.Getty/Eurasia Sport Images Brasilía tapaði á sama tíma 1-0 á útivelli á móti Paragvæ. Diego Gómez skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu. Brasilíska liðið er með ekkert sjálfstraust þessa dagana og náði ekki einu sinni skoti á mark í fyrri hálfleiknum. Þetta var enn einn leikurinn þar sem Vinicius Jr var ekki nálægt því að sýna það sama og hann gerir með Real Madrid. Þetta var líka fjórða tap Brasilíumanna í síðustu fimm leikjum þeirra í undankeppninni og þeir eru nú með fleiri töp (4) en sigra (3) í fyrstu átta leikjum hennar. Það þýðir að brasilíska liðið er í fimmta sætið með tíu stig alveg eins og Venesúela sem er í sjötta sætinu. Sex efstu þjóðirnar fara beint á HM en sjöunda sætið fer í umspil á milli álfanna. Paragvæ er stigi á eftir Brasilíu og Venesúela eftir þennan sigur. Brasilíumenn hafa verið með á öllum heimsmeistarakeppnum sögunnar og oftast hafa þeir tryggt sér sætið með sannfærandi hætti. Nú er aftur á móti mikil pressa á liðinu í næsta glugga í október þar sem liðið mætir Síle á útivelli og Perú á heimavelli. Þetta er tvær neðstu þjóðirnar í suður-ameríska undanriðlinum en kannski sýnd veiði en ekki gefin. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Argentína er enn í toppsætinu þrátt fyrir 2-1 tap á móti Kólumbíu en Kólumbíumenn eru núna tveimur stigum á eftir heimsmeisturunum. Kólumbía hefur enn ekki tapað í undankeppninni (4 sigrar og 4 jafntefli). James Rodriguez tryggði Kólumbíu sigurinn með marki úr vítaspyrnu en argentínska liðið lék án Lionel Messi sem er meiddur. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2019 sem Kólumbía nær að vinna Argentínu. Yerson Mosquera kom Kólumbíu í 1-0 á 25. mínútu en Nico Gonzalez jafnaði á 48. mínútu eftir varnarmistök. James skoraði síðan úr vítaspyrnu á 60. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum. James Rodriguez fagnar hér sigurmarki sínu á móti Argentínumönnum í nótt.Getty/Eurasia Sport Images Brasilía tapaði á sama tíma 1-0 á útivelli á móti Paragvæ. Diego Gómez skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu. Brasilíska liðið er með ekkert sjálfstraust þessa dagana og náði ekki einu sinni skoti á mark í fyrri hálfleiknum. Þetta var enn einn leikurinn þar sem Vinicius Jr var ekki nálægt því að sýna það sama og hann gerir með Real Madrid. Þetta var líka fjórða tap Brasilíumanna í síðustu fimm leikjum þeirra í undankeppninni og þeir eru nú með fleiri töp (4) en sigra (3) í fyrstu átta leikjum hennar. Það þýðir að brasilíska liðið er í fimmta sætið með tíu stig alveg eins og Venesúela sem er í sjötta sætinu. Sex efstu þjóðirnar fara beint á HM en sjöunda sætið fer í umspil á milli álfanna. Paragvæ er stigi á eftir Brasilíu og Venesúela eftir þennan sigur. Brasilíumenn hafa verið með á öllum heimsmeistarakeppnum sögunnar og oftast hafa þeir tryggt sér sætið með sannfærandi hætti. Nú er aftur á móti mikil pressa á liðinu í næsta glugga í október þar sem liðið mætir Síle á útivelli og Perú á heimavelli. Þetta er tvær neðstu þjóðirnar í suður-ameríska undanriðlinum en kannski sýnd veiði en ekki gefin.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira