Smartland greindi fyrst frá en íbúðirnar að Ránargötu og Þingholtsstræti er báðar að finna á fasteignavef Vísis. Parið hefur undanfarið ár flakkað heimshorna á milli líkt og fylgjendur Ásu á samfélagsmiðlum vita mæta vel, meðal annars í uppgerðum húsbíl.
Heimili fjölskyldunnar hefur hingað til verið í íbúð þeirra að Ránargötu. Um er að ræða mikið endurnýjaða þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi. Um er að ræða sjarmerandi eign á frábærum stað. Íbúðin er sextíu fermetrar að stærð og er ásett verð 59,9 milljónir króna.
Sjá nánar á fasteignavef Vísis.





Björt í hjarta miðborgarinnar
Hið sama má segja um íbúð þeirra Ásu og Leo í Þingholtsstræti. Ljóst að um smekkfólk er að ræða en íbúðin er einnig með sérinngangi. Þar er á ferðinni falleg og björt fjögurra herbergja endaíbúð með sérinngangi í hjarta miðborgarinnar.
Íbúðin er 72 fermetrar að stærð og er uppsett verð 56,9 milljónir króna. Í henni eru tvær samliggjandi stofur, eldhús, baðherbergi og forstofa og kjallari eru tvö herbergi. Geymslurými er undir stiga og útgangur en gluggar eru á þrjá vegu og í átt til austurs, norðurs og vesturs.
Sjá nánar á fasteignavef Vísis.




