Gengið vel gegn Tyrkjum: Ferna Arnórs og ógleymanlegt kvöld í Eskisehir Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2024 12:33 Birkir Bjarnason fagnar marki sínu í Eskisehir árið 2017 og Atli Eðvaldsson kyssir Arnór Guðjohnsen eftir fernu hans gegn Tyrkjum árið 1989. Samsett/Getty/Morgunblaðið Karlalandsliðið í fótbolta hefur átt góðu gengi að fagna gegn Tyrkjum í gegnum tíðina. Tyrkir hafa aðeins unnið strákana okkar tvisvar í 13 viðureignum liðanna. Ísland og Tyrkland mætast í fjórtánda sinn í kvöld þegar strákarnir okkar sækja Tyrki heim til Izmir. Um er að ræða annan leik Íslands í Þjóðadeildinni en 2-0 sigur vannst á Svartfellingum á föstudaginn var. Fyrst mættust liðin árið 1980. Lið Tyrkja sem Ísland mætti þar, í undankeppni HM 1982, var ekki beysið. Það tapaði öllum átta leikjum sínum í þeirri undankeppni. Guðni Kjartansson stýrði Íslandi til 3-1 sigurs ytra í fyrstu viðureign þjóðanna í september það ár og Ísland vann leikinn hér heima ári síðar 2-0 þar sem Atli Eðvaldsson var á skotskónum. Liðin drógust saman öðru sinni í undankeppni HM 1990. Þau skildu jöfn í Tyrklandi í október 1988 en Ísland vann 2-1 sigur á Laugardalsvelli ári síðar. Ísland vann þá 5-1 sigur í æfingaleik árið 1991. Í þeim leik skoraði Arnór nokkur Guðjohnsen fjögur af sínum 14 landsliðsmörkum. Árið 1994 unnu Tyrkir sigur á Íslandi í fyrsta sinn. Fatih Terim var þá tekinn við liði Tyrkja og stýrði liðinu til 5-0 bursts á drengjum Ásgeirs Elíassonar. Útlaginn Hakan Sukur skoraði meðal annars tvö marka Tyrkja í leiknum. Terim var aftur þjálfari Tyrkja 20 árum seinna þegar Ísland vann 3-0 sigur á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Það var á meðal frækinna sigra í þeirri undankeppni sem veitti Íslandi sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Sjá: Selcuk Inan ræðir aukaspyrnumarkið sem skaut Tyrkjum á EM 2016 Ótrúlegt sigurmark Selcuk Inan beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu í síðari leik liðanna í Tyrklandi í sömu undankeppni þýddi að Tyrkir fylgdu Íslandi á EM og gleðin mikil meðal beggja liða eftir þann leik. Ísland og Tyrkland drógust aftur saman í riðil í næstu undankeppni, fyrir HM 2018. Terim var enn þjálfari Tyrkja þegar þeir töpuðu 2-0 á Laugardalsvelli en Rúmeninn Mircea Lucescu var tekinn við þegar einn fræknasti og frægasti sigur í sögu þjóðar vannst á Ataturk vellinum í Eskisehir. ⏪ Gamla markið - Alfreð Finnbogason gegn Tyrklandi í október 2016 í undankeppni HM 2018.👀 Þessi afgreiðsla!😍 One from the archives - Alfreð Finnbogason against Turkey in the 2018 World Cup qualifiers!#viðerumísland pic.twitter.com/QdOInB77r2— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 9, 2024 Eftir þann leik sagði Eiður Smári Guðjohnsen félaga sinn Jón Daða Böðvarsson hafa eignað sér treyjunúmerið 22, en Jón Daði lagði upp mörk þeirra Jóhanns Berg Guðmundssonar og Birkis Bjarnasonar í fyrri hálfleiknum áður en Kári Árnason innsiglaði 3-0 sigur Íslands snemma í síðari hálfleik. Sjá: Mörkin þrjú úr geggjuðum sigri Íslands í Eskisehir Sá leikur fór langt með að tryggja sætið á HM í fyrsta sinn og það var sama kvöld sem Finninn Pyry Soiri varð þjóðhetja á Íslandi þökk sé jöfnunarmarki hans gegn Króatíu í riðli Íslands. Sigur Íslands á Kósóvó í Laugardalnum þremur dögum síðar gulltryggði HM-sætið á kostnað Króata sem fóru í umspil – en komust þó á mótið og unnu sigur á íslenska liðinu í Rússlandi. Síðast mættust Ísland og Tyrkland í undankeppni EM 2020. Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri í Laugardalnum en liðin gerðu markalaust jafntefli ytra. Sigursins í Laugardalnum er þó helst minnst vegna uppþvottaburstamálsins, svokallaða. Mikill stormur varð í Tyrklandi vegna Belga sem beindi uppþvottabursta að Emre Belözöglu, þáverandi leikmanni Tyrklands, í Leifsstöð í aðdraganda leiksins. Að neðan eru raktar allar 13 viðureignir Íslands og Tyrklands í gegnum tíðina. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, klukkan 18:15. Leikir Íslands gegn Tyrklandi: Undankeppni HM 1982 Tyrkland 1-3 Ísland 0-1 Janus Guðlaugsson (12') 0-2 Albert S. Guðmundsson (60') 1-2 Fatih Terim, víti (72') 1-3 Teitur Þórðarson (80') Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Lárus Guðmundsson (25') 2-0 Atli Eðvaldsson (66') Undankeppni HM 1990 Tyrkland 1-1 Ísland 0-1 Ómar Torfason (62') 1-1 Unal Karaman (73') Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Pétur Pétursson (58') 2-0 Pétur Pétursson (72') 2-1 Feyyaz Ucar (86') Æfingaleikur 1991 Ísland 5-1 Tyrkland 1-0 Arnar Grétarsson (2') 1-1 Unal Karaman (14') 2-1 Arnór Guðjohnsen (24') 3-1 Arnór Guðjohnsen (34') 4-1 Arnór Guðjohnsen (44') 5-1 Arnór Guðjohnsen (64') Undankeppni EM 1996 Tyrkland 5-0 Ísland 1-0 Saffet Sancakli (8') 2-0 Saffet Sancakli (26') 3-0 Hakan Sukur (27') 4-0 Hakan Sukur (61') 5-0 Sergen Yalcin (65') Ísland 0-0 Tyrkland Undankeppni EM 2016 Ísland 3-0 Tyrkland 1-0 Jón Daði Böðvarsson (19') 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76') 3-0 Kolbeinn Sigþórsson (77') Tyrkland 1-0 Ísland 1-0 Selcuk Inan (89') Undankeppni HM 2018 Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Ömer Toprak, sjálfsmark (42') 2-0 Alfreð Finnbogason (44') Tyrkland 0-3 Ísland 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (32') 0-2 Birkir Bjarnason (39') 0-3 Kári Árnason (49') Undankeppni EM 2020 Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Ragnar Sigurðsson (21') 2-0 Ragnar Sigurðsson (32') 2-1 Dorukhan Toköz (40') Tyrkland 0-0 Ísland Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tyrkland Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira
Ísland og Tyrkland mætast í fjórtánda sinn í kvöld þegar strákarnir okkar sækja Tyrki heim til Izmir. Um er að ræða annan leik Íslands í Þjóðadeildinni en 2-0 sigur vannst á Svartfellingum á föstudaginn var. Fyrst mættust liðin árið 1980. Lið Tyrkja sem Ísland mætti þar, í undankeppni HM 1982, var ekki beysið. Það tapaði öllum átta leikjum sínum í þeirri undankeppni. Guðni Kjartansson stýrði Íslandi til 3-1 sigurs ytra í fyrstu viðureign þjóðanna í september það ár og Ísland vann leikinn hér heima ári síðar 2-0 þar sem Atli Eðvaldsson var á skotskónum. Liðin drógust saman öðru sinni í undankeppni HM 1990. Þau skildu jöfn í Tyrklandi í október 1988 en Ísland vann 2-1 sigur á Laugardalsvelli ári síðar. Ísland vann þá 5-1 sigur í æfingaleik árið 1991. Í þeim leik skoraði Arnór nokkur Guðjohnsen fjögur af sínum 14 landsliðsmörkum. Árið 1994 unnu Tyrkir sigur á Íslandi í fyrsta sinn. Fatih Terim var þá tekinn við liði Tyrkja og stýrði liðinu til 5-0 bursts á drengjum Ásgeirs Elíassonar. Útlaginn Hakan Sukur skoraði meðal annars tvö marka Tyrkja í leiknum. Terim var aftur þjálfari Tyrkja 20 árum seinna þegar Ísland vann 3-0 sigur á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Það var á meðal frækinna sigra í þeirri undankeppni sem veitti Íslandi sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Sjá: Selcuk Inan ræðir aukaspyrnumarkið sem skaut Tyrkjum á EM 2016 Ótrúlegt sigurmark Selcuk Inan beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu í síðari leik liðanna í Tyrklandi í sömu undankeppni þýddi að Tyrkir fylgdu Íslandi á EM og gleðin mikil meðal beggja liða eftir þann leik. Ísland og Tyrkland drógust aftur saman í riðil í næstu undankeppni, fyrir HM 2018. Terim var enn þjálfari Tyrkja þegar þeir töpuðu 2-0 á Laugardalsvelli en Rúmeninn Mircea Lucescu var tekinn við þegar einn fræknasti og frægasti sigur í sögu þjóðar vannst á Ataturk vellinum í Eskisehir. ⏪ Gamla markið - Alfreð Finnbogason gegn Tyrklandi í október 2016 í undankeppni HM 2018.👀 Þessi afgreiðsla!😍 One from the archives - Alfreð Finnbogason against Turkey in the 2018 World Cup qualifiers!#viðerumísland pic.twitter.com/QdOInB77r2— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 9, 2024 Eftir þann leik sagði Eiður Smári Guðjohnsen félaga sinn Jón Daða Böðvarsson hafa eignað sér treyjunúmerið 22, en Jón Daði lagði upp mörk þeirra Jóhanns Berg Guðmundssonar og Birkis Bjarnasonar í fyrri hálfleiknum áður en Kári Árnason innsiglaði 3-0 sigur Íslands snemma í síðari hálfleik. Sjá: Mörkin þrjú úr geggjuðum sigri Íslands í Eskisehir Sá leikur fór langt með að tryggja sætið á HM í fyrsta sinn og það var sama kvöld sem Finninn Pyry Soiri varð þjóðhetja á Íslandi þökk sé jöfnunarmarki hans gegn Króatíu í riðli Íslands. Sigur Íslands á Kósóvó í Laugardalnum þremur dögum síðar gulltryggði HM-sætið á kostnað Króata sem fóru í umspil – en komust þó á mótið og unnu sigur á íslenska liðinu í Rússlandi. Síðast mættust Ísland og Tyrkland í undankeppni EM 2020. Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri í Laugardalnum en liðin gerðu markalaust jafntefli ytra. Sigursins í Laugardalnum er þó helst minnst vegna uppþvottaburstamálsins, svokallaða. Mikill stormur varð í Tyrklandi vegna Belga sem beindi uppþvottabursta að Emre Belözöglu, þáverandi leikmanni Tyrklands, í Leifsstöð í aðdraganda leiksins. Að neðan eru raktar allar 13 viðureignir Íslands og Tyrklands í gegnum tíðina. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, klukkan 18:15. Leikir Íslands gegn Tyrklandi: Undankeppni HM 1982 Tyrkland 1-3 Ísland 0-1 Janus Guðlaugsson (12') 0-2 Albert S. Guðmundsson (60') 1-2 Fatih Terim, víti (72') 1-3 Teitur Þórðarson (80') Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Lárus Guðmundsson (25') 2-0 Atli Eðvaldsson (66') Undankeppni HM 1990 Tyrkland 1-1 Ísland 0-1 Ómar Torfason (62') 1-1 Unal Karaman (73') Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Pétur Pétursson (58') 2-0 Pétur Pétursson (72') 2-1 Feyyaz Ucar (86') Æfingaleikur 1991 Ísland 5-1 Tyrkland 1-0 Arnar Grétarsson (2') 1-1 Unal Karaman (14') 2-1 Arnór Guðjohnsen (24') 3-1 Arnór Guðjohnsen (34') 4-1 Arnór Guðjohnsen (44') 5-1 Arnór Guðjohnsen (64') Undankeppni EM 1996 Tyrkland 5-0 Ísland 1-0 Saffet Sancakli (8') 2-0 Saffet Sancakli (26') 3-0 Hakan Sukur (27') 4-0 Hakan Sukur (61') 5-0 Sergen Yalcin (65') Ísland 0-0 Tyrkland Undankeppni EM 2016 Ísland 3-0 Tyrkland 1-0 Jón Daði Böðvarsson (19') 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76') 3-0 Kolbeinn Sigþórsson (77') Tyrkland 1-0 Ísland 1-0 Selcuk Inan (89') Undankeppni HM 2018 Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Ömer Toprak, sjálfsmark (42') 2-0 Alfreð Finnbogason (44') Tyrkland 0-3 Ísland 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (32') 0-2 Birkir Bjarnason (39') 0-3 Kári Árnason (49') Undankeppni EM 2020 Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Ragnar Sigurðsson (21') 2-0 Ragnar Sigurðsson (32') 2-1 Dorukhan Toköz (40') Tyrkland 0-0 Ísland
Leikir Íslands gegn Tyrklandi: Undankeppni HM 1982 Tyrkland 1-3 Ísland 0-1 Janus Guðlaugsson (12') 0-2 Albert S. Guðmundsson (60') 1-2 Fatih Terim, víti (72') 1-3 Teitur Þórðarson (80') Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Lárus Guðmundsson (25') 2-0 Atli Eðvaldsson (66') Undankeppni HM 1990 Tyrkland 1-1 Ísland 0-1 Ómar Torfason (62') 1-1 Unal Karaman (73') Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Pétur Pétursson (58') 2-0 Pétur Pétursson (72') 2-1 Feyyaz Ucar (86') Æfingaleikur 1991 Ísland 5-1 Tyrkland 1-0 Arnar Grétarsson (2') 1-1 Unal Karaman (14') 2-1 Arnór Guðjohnsen (24') 3-1 Arnór Guðjohnsen (34') 4-1 Arnór Guðjohnsen (44') 5-1 Arnór Guðjohnsen (64') Undankeppni EM 1996 Tyrkland 5-0 Ísland 1-0 Saffet Sancakli (8') 2-0 Saffet Sancakli (26') 3-0 Hakan Sukur (27') 4-0 Hakan Sukur (61') 5-0 Sergen Yalcin (65') Ísland 0-0 Tyrkland Undankeppni EM 2016 Ísland 3-0 Tyrkland 1-0 Jón Daði Böðvarsson (19') 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76') 3-0 Kolbeinn Sigþórsson (77') Tyrkland 1-0 Ísland 1-0 Selcuk Inan (89') Undankeppni HM 2018 Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Ömer Toprak, sjálfsmark (42') 2-0 Alfreð Finnbogason (44') Tyrkland 0-3 Ísland 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (32') 0-2 Birkir Bjarnason (39') 0-3 Kári Árnason (49') Undankeppni EM 2020 Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Ragnar Sigurðsson (21') 2-0 Ragnar Sigurðsson (32') 2-1 Dorukhan Toköz (40') Tyrkland 0-0 Ísland
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tyrkland Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira