Sextán ára frændur bættu met hjá Barca B Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 10:32 Frændurnir Toni Fernández og Guille Fernández eru báðir fæddir árið 2008 og báðir farnir að banka á dyrnar hjá aðalliði Barcelona. Getty/ Eric Alonso Toni Fernández og Guille Fernández eru ekki aðeins jafnaldrar og frændur því þeir eru báðir að skapa sér nafn innan raða Barcelona. Strákarnir komu sér á spjöld sögunnar um helgina þegar þeir voru báðir á skotskónum með Barca Atletic sem er b-lið Barcelona og spilar í spænsku C-deildinni. Barca B vann 3-0 sigur á Ourense og aðeins fjórar mínútur liðu á milli marka frændanna. Toni, sá yngri af bræðrunum, var fljótari að skora og varð um leið yngsti markaskorari í sögu Barca B. The cousin duo of Toni Fernandez (16y, 1 month and 23 days) and Guille Fernandez (16y, 2 months and 20 days) both scored for Barça Atlétic yesterday Toni became the youngest ever scorer in Barça Atlétic history, while Guille became the third youngest one.𝐆𝐄𝐌𝐒! #fcblive 💎 pic.twitter.com/VS0zYwByKi— BarçaTimes (@BarcaTimes) September 8, 2024 Toni var aðeins sextán ára, eins mánaða og 23 daga. Metið átti áður Bojan Krkic. Markið skoraði Toni með frábæru skoti þegar hann klippti boltann í teignum eftir þríhyrningaspil við liðsfélaga. Markið má sjá hér fyrir neðan. Guille skoraði nokkrum mínútum síðar og varð um leið annar yngsti markaskorarinn í sögu félagsins. Hann var sextán ára, tveggja mánaða og 21 dags gamall þegar leikurinn fór fram. Toni átti auðvitað stoðsendinguna á frænda sinn. Þeir eru báðir fæddir árið 2008 og hafa þegar náð athygli Hansi Flick, þjálfara a-liðs Barcelona. Guille er sóknartengiliður og spilaði í öllum þremur undirbúningsleikjum Barcelona í sumar sem voru á móti Manchester City, Real Madrid og AC Milan. Toni er framherji og kom inn á sem varamaður í tveimur af þessum þremur leikjum. Barcelona segir að hinir á topp fimm listanum yfir yngstu markaskorara sögunnar séu Bojan, Marc Bernal og Lionel Messi. Cousins Toni Fernandez and Guille Fernandez became the youngest goalscorers in Barca Atletic history on Saturday.Toni's effort will live long in the memory on its own merit though. #FCBarcelona pic.twitter.com/aP0AIQWbzm— Football España (@footballespana_) September 9, 2024 Spænski boltinn Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Í beinni: Chelsea - Everton | Afar mikið í húfi hjá heimamönnum Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Strákarnir komu sér á spjöld sögunnar um helgina þegar þeir voru báðir á skotskónum með Barca Atletic sem er b-lið Barcelona og spilar í spænsku C-deildinni. Barca B vann 3-0 sigur á Ourense og aðeins fjórar mínútur liðu á milli marka frændanna. Toni, sá yngri af bræðrunum, var fljótari að skora og varð um leið yngsti markaskorari í sögu Barca B. The cousin duo of Toni Fernandez (16y, 1 month and 23 days) and Guille Fernandez (16y, 2 months and 20 days) both scored for Barça Atlétic yesterday Toni became the youngest ever scorer in Barça Atlétic history, while Guille became the third youngest one.𝐆𝐄𝐌𝐒! #fcblive 💎 pic.twitter.com/VS0zYwByKi— BarçaTimes (@BarcaTimes) September 8, 2024 Toni var aðeins sextán ára, eins mánaða og 23 daga. Metið átti áður Bojan Krkic. Markið skoraði Toni með frábæru skoti þegar hann klippti boltann í teignum eftir þríhyrningaspil við liðsfélaga. Markið má sjá hér fyrir neðan. Guille skoraði nokkrum mínútum síðar og varð um leið annar yngsti markaskorarinn í sögu félagsins. Hann var sextán ára, tveggja mánaða og 21 dags gamall þegar leikurinn fór fram. Toni átti auðvitað stoðsendinguna á frænda sinn. Þeir eru báðir fæddir árið 2008 og hafa þegar náð athygli Hansi Flick, þjálfara a-liðs Barcelona. Guille er sóknartengiliður og spilaði í öllum þremur undirbúningsleikjum Barcelona í sumar sem voru á móti Manchester City, Real Madrid og AC Milan. Toni er framherji og kom inn á sem varamaður í tveimur af þessum þremur leikjum. Barcelona segir að hinir á topp fimm listanum yfir yngstu markaskorara sögunnar séu Bojan, Marc Bernal og Lionel Messi. Cousins Toni Fernandez and Guille Fernandez became the youngest goalscorers in Barca Atletic history on Saturday.Toni's effort will live long in the memory on its own merit though. #FCBarcelona pic.twitter.com/aP0AIQWbzm— Football España (@footballespana_) September 9, 2024
Spænski boltinn Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Í beinni: Chelsea - Everton | Afar mikið í húfi hjá heimamönnum Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira