Afsakar sig með því að segja Frakka vera í tilraunamennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 13:30 Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, svarar spurningum á blaðamannafundi. Getty/ Franco Arland Hvað er að gerast hjá Frökkum? Það er ekkert skrýtið að sumir spyrji eftir stórt tap í París fyrir helgi. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki áhyggjur og segist vera að prófa sig áfram með nýja leikmenn. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, segist stýra franska landsliðinu öðruvísi í þessum Þjóðadeildarleikjum en ef að um leiki í undankeppni HM væri að ræða. Frakkar steinlágu 3-1 á móti Ítalíu á heimavelli á föstudaginn og mæta Belgum í kvöld. Deschamps var búinn að ákveða það að nota þessa leiki í tilraunamennsku og að hann muni ekki breyta því þrátt fyrir skellinn. „Við verðum að nota þessa sex leiki í Þjóðdeildinni í að skoða nýja leikmenn og skipta spilatímanum á milli leikmanna,“ sagði Didier Deschamps á blaðamannafundi. ESPN segir frá. „Ef að við værum að spila í undankeppni HM þá hefði ég ekki farið þessa leið. Það er á hreinu. Ég valdi þessa leið af því að ég tel að við þurfum að komast í gegnum þetta ferli og ég ætla ekki að breyta um skoðun núna,“ sagði Deschamps. Deschamps vonast eftir því að lið hans bregðist við tapinu á móti Ítölum á réttan hátt. Þeir komust yfir á móti Ítalíu eftir aðeins tuttugu sekúndur en fengu síðan á sig þrjú mörk. „Ég get ekki verið ánægður með leikinn á móti Ítalíu ekki frekar en leikmennirnir sjálfir. Á morgun [í kvöld] er annar leikur, aðrar kringumstæður og annars konar lið með sömu skyldur,“ sagði Deschamps. „Ég hef valið það að gefa sem flestum mínútur. Þrátt fyrir það þá er alltaf pressa á mönnum að spila vel,“ sagði Deschamps. Leikur Frakka og Belga er sýndur beint á Vodafone Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.35. Franski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, segist stýra franska landsliðinu öðruvísi í þessum Þjóðadeildarleikjum en ef að um leiki í undankeppni HM væri að ræða. Frakkar steinlágu 3-1 á móti Ítalíu á heimavelli á föstudaginn og mæta Belgum í kvöld. Deschamps var búinn að ákveða það að nota þessa leiki í tilraunamennsku og að hann muni ekki breyta því þrátt fyrir skellinn. „Við verðum að nota þessa sex leiki í Þjóðdeildinni í að skoða nýja leikmenn og skipta spilatímanum á milli leikmanna,“ sagði Didier Deschamps á blaðamannafundi. ESPN segir frá. „Ef að við værum að spila í undankeppni HM þá hefði ég ekki farið þessa leið. Það er á hreinu. Ég valdi þessa leið af því að ég tel að við þurfum að komast í gegnum þetta ferli og ég ætla ekki að breyta um skoðun núna,“ sagði Deschamps. Deschamps vonast eftir því að lið hans bregðist við tapinu á móti Ítölum á réttan hátt. Þeir komust yfir á móti Ítalíu eftir aðeins tuttugu sekúndur en fengu síðan á sig þrjú mörk. „Ég get ekki verið ánægður með leikinn á móti Ítalíu ekki frekar en leikmennirnir sjálfir. Á morgun [í kvöld] er annar leikur, aðrar kringumstæður og annars konar lið með sömu skyldur,“ sagði Deschamps. „Ég hef valið það að gefa sem flestum mínútur. Þrátt fyrir það þá er alltaf pressa á mönnum að spila vel,“ sagði Deschamps. Leikur Frakka og Belga er sýndur beint á Vodafone Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.35.
Franski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira