Jóhann Berg: Getum vonandi skemmt áhorfendum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 10:59 Jóhann Berg Guðmundsson að skóla Anthony Gordon til á Wembley í sumar, í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Getty/Julian Finney „Ég tel að við séum á góðri vegferð og vonandi getum við sýnt það [í kvöld],“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fyrir leikinn við Svartfjallaland í Þjóðadeildinni í kvöld. Skærasta stjarna Svartfellinga er fyrirliðinn Stevan Jovetic, sem þessa dagana er án félags, en leikmenn liðsins spila víða um Evrópu sem og í Asíu. „Þeir eru auðvitað bara með flotta leikmenn, fullt af leikmönnum sem við þurfum að passa okkur á. Við þurfum að spila okkar besta leik, og vonandi sjáum við sem flesta. Það er nú ekki mikið að gerast í miðasölunni en það er bara eins og það er,“ segir Jóhann en hægt er að nálgast miða á leikinn á tix.is. Klippa: Jóhann Berg brattur fyrir leikinn í kvöld Nokkuð hefur verið um meiðsli hjá íslenska liðinu í aðdraganda leiksins og algjörir lykilmenn helst úr lestinn. Hákon Arnar Haraldsson verður ekkert með liðinu í haust og tveir miðverðir hafa meiðst, þeir Sverrir Ingi Ingason og Brynjar Ingi Bjarnason. „Það kemur auðvitað bara maður í manns stað og einhver fær tækifæri til að sýna sig og sanna [í dag]. Vonandi tekst það. Við erum búnir að æfa varnarleikinn nokkuð vel þessa vikuna. Auðvitað eru góðir leikmenn sem vantar hjá okkur en eins og alltaf kemur maður í manns stað,“ segir Jóhann sem sjálfur er í toppstandi og byrjaður að spila fyrir Al-Orobah í Sádi-Arabíu. „Ég hlakka bara til að spila á Laugardalsvellinum og vonandi að ná í góð úrslit fyrir Ísland,“ segir Jóhann. „Við þurfum auðvitað að vera gríðarlega góðir bæði með og án bolta. Vonandi getum við haldið svolítið í boltann og látið þá hlaupa, og skapað okkur einhver færi. Skemmt áhorfendum á Laugardalsvelli. Það er auðvitað alltaf planið. Við gerum allt til að vinna leikinn.“ Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 í kvöld og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6. september 2024 09:01 Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6. september 2024 08:32 Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira
Skærasta stjarna Svartfellinga er fyrirliðinn Stevan Jovetic, sem þessa dagana er án félags, en leikmenn liðsins spila víða um Evrópu sem og í Asíu. „Þeir eru auðvitað bara með flotta leikmenn, fullt af leikmönnum sem við þurfum að passa okkur á. Við þurfum að spila okkar besta leik, og vonandi sjáum við sem flesta. Það er nú ekki mikið að gerast í miðasölunni en það er bara eins og það er,“ segir Jóhann en hægt er að nálgast miða á leikinn á tix.is. Klippa: Jóhann Berg brattur fyrir leikinn í kvöld Nokkuð hefur verið um meiðsli hjá íslenska liðinu í aðdraganda leiksins og algjörir lykilmenn helst úr lestinn. Hákon Arnar Haraldsson verður ekkert með liðinu í haust og tveir miðverðir hafa meiðst, þeir Sverrir Ingi Ingason og Brynjar Ingi Bjarnason. „Það kemur auðvitað bara maður í manns stað og einhver fær tækifæri til að sýna sig og sanna [í dag]. Vonandi tekst það. Við erum búnir að æfa varnarleikinn nokkuð vel þessa vikuna. Auðvitað eru góðir leikmenn sem vantar hjá okkur en eins og alltaf kemur maður í manns stað,“ segir Jóhann sem sjálfur er í toppstandi og byrjaður að spila fyrir Al-Orobah í Sádi-Arabíu. „Ég hlakka bara til að spila á Laugardalsvellinum og vonandi að ná í góð úrslit fyrir Ísland,“ segir Jóhann. „Við þurfum auðvitað að vera gríðarlega góðir bæði með og án bolta. Vonandi getum við haldið svolítið í boltann og látið þá hlaupa, og skapað okkur einhver færi. Skemmt áhorfendum á Laugardalsvelli. Það er auðvitað alltaf planið. Við gerum allt til að vinna leikinn.“ Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 í kvöld og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6. september 2024 09:01 Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6. september 2024 08:32 Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira
Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6. september 2024 09:01
Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6. september 2024 08:32
Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43