Var mörgum sinnum við það að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 22:03 Það vill enginn hjá Barcelona lengur losna við Raphinha enda er að hann að spila frábærlega í upphafi tímabilsins. Getty/Lionel Hahn Barcelona framherjinn Raphinha er einn af spútnikleikmönnum tímabilsins til þessa enda hefur hann farið á kostum í fyrstu leikjum leiktíðarinnar á Spáni. Hinn 27 ára gamli Raphinha skoraði meðal annars þrennu í 7-0 sigri Barcelona á Real Valladolid um síðustu helgi. Raphinha kom til Barcelona frá Leeds United árið 2022 og kostaði spænska félagið 55 milljónir evra. Erfiðir tímar í upphafi Það gengur allt eins og í sögu núna en Raphinha segir að hann hafi þurft að komast í gegnum mjög erfiða tíma hjá Katalóníufélaginu. Raphinha fékk á sig mikla gagnrýni í byrjun og það tók sinn tíma að komast inn í hlutina hjá Barcelona. Mörgum sinnum var hann orðaður við brottför frá félaginu og aðrir leikmenn í hans stöðu voru stöðugt orðaðir við Barcelona. Í nýju útvarpsviðtali var Raphinha spurður út í það hvort hann hefði íhugað það að yfirgefa Barcelona. Flóknir tímar „Já fyrstu sex mánuði mína hér. Það voru flóknir tímar fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Þetta lagaðist eftir HM í Katar og ég endaði tímabilið vel. Það tók samt mikið á að komast almennilega inn í hlutina hér“ sagði Raphinha við RAC1. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég hugsaði nokkrum sinnum um að fara frá félaginu en komst fljótt í gegnum það. Þetta er Barca. Félagið er risastórt og það er fullkomlega eðlilegt að það sé erfitt að komast inn í hlutina hér,“ sagði Raphinha. Atvinna sem tortímir þér „Ef þú leggur mikið á þig og vilt eiga fótboltaferil þá máttu ekki gefast upp. Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp, hætta í fótbolta og halda áfram með mitt. Þetta er atvinnugrein sem tortímir þér,“ sagði Raphinha. „Það kom stundum fyrir að ég fór heim og vissi ekki hvort ég gæti farið á fætur næsta morgun til að fara á æfingu. Ég hef grátið og hérna hjá Barca líka. Ég fer til sálfræðings af því ég veit hversu mikilvægt það er. Allir ættu að leita ráða sálfræðings því það hjálpar mikið,“ sagði Raphinha. Auðvelt að gefast upp á öllu „Ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá mun fótboltinn tortíma þér. Það er mjög auðvelt að detta í þunglyndi og gefast upp á öllu,“ sagði Raphinha. Raphinha er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðunum en í fyrra var hann með 6 mörk og 9 stoðsendingar í 28 deildarleikjum. Spænski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Raphinha skoraði meðal annars þrennu í 7-0 sigri Barcelona á Real Valladolid um síðustu helgi. Raphinha kom til Barcelona frá Leeds United árið 2022 og kostaði spænska félagið 55 milljónir evra. Erfiðir tímar í upphafi Það gengur allt eins og í sögu núna en Raphinha segir að hann hafi þurft að komast í gegnum mjög erfiða tíma hjá Katalóníufélaginu. Raphinha fékk á sig mikla gagnrýni í byrjun og það tók sinn tíma að komast inn í hlutina hjá Barcelona. Mörgum sinnum var hann orðaður við brottför frá félaginu og aðrir leikmenn í hans stöðu voru stöðugt orðaðir við Barcelona. Í nýju útvarpsviðtali var Raphinha spurður út í það hvort hann hefði íhugað það að yfirgefa Barcelona. Flóknir tímar „Já fyrstu sex mánuði mína hér. Það voru flóknir tímar fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Þetta lagaðist eftir HM í Katar og ég endaði tímabilið vel. Það tók samt mikið á að komast almennilega inn í hlutina hér“ sagði Raphinha við RAC1. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég hugsaði nokkrum sinnum um að fara frá félaginu en komst fljótt í gegnum það. Þetta er Barca. Félagið er risastórt og það er fullkomlega eðlilegt að það sé erfitt að komast inn í hlutina hér,“ sagði Raphinha. Atvinna sem tortímir þér „Ef þú leggur mikið á þig og vilt eiga fótboltaferil þá máttu ekki gefast upp. Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp, hætta í fótbolta og halda áfram með mitt. Þetta er atvinnugrein sem tortímir þér,“ sagði Raphinha. „Það kom stundum fyrir að ég fór heim og vissi ekki hvort ég gæti farið á fætur næsta morgun til að fara á æfingu. Ég hef grátið og hérna hjá Barca líka. Ég fer til sálfræðings af því ég veit hversu mikilvægt það er. Allir ættu að leita ráða sálfræðings því það hjálpar mikið,“ sagði Raphinha. Auðvelt að gefast upp á öllu „Ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá mun fótboltinn tortíma þér. Það er mjög auðvelt að detta í þunglyndi og gefast upp á öllu,“ sagði Raphinha. Raphinha er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðunum en í fyrra var hann með 6 mörk og 9 stoðsendingar í 28 deildarleikjum.
Spænski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira