Lífið

Fékk typpamyndir og á­reiti þegar þeir héldu að hann væri stelpa

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Ingólfur Valur er viðmælandi í Einkalífinu.
Ingólfur Valur er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm

„Fólk var að senda mér skilaboð endalaust, fólk var að senda mér typpamyndir, fólk var að senda mér allan andskotann. Þetta var rosalega óþægilegt,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur en hann er viðmælandi í Einkalífinu.

Hér má sjá viðtalið við Ingólf Val í heild sinni þar sem hann ræðir barnæskuna, erfið unglingsár, OnlyFans, hugmyndir annarra um skömm, foreldrahlutverkið, samfélagsmiðla og margt fleira:

„Þegar ég byrjaði á OnlyFans þá héldu allir að ég væri stelpa í gegnum Instagrammið mitt þannig að ég fékk svolítið að upplifa það hvernig það væri að vera stelpa á samfélagsmiðlum,“ segir Ingólfur Valur sem sýndi ekki andlitið sitt þar fyrst um sinn og kom ekki fram undir nafni. 

Aðspurður hvernig sú upplifun hafi verið segir hann: 

„Ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að lýsa því. Ég held að það hafi líka verið ástæðan fyrir því að ég ákvað að segja fólki bara hver ég er. Fólk var að senda mér skilaboð endalaust, fólk var að senda mér typpamyndir, fólk var að senda mér allan andskotann. 

Skiptir engu máli hvað klukkan var, fólk var endalaust að senda mér. Bjóða mér upphæðir, spyrja mér hvar ég væri, einhver random manneskja bara. Þetta var rosalega óþægilegt.

Út af því fór ég að spyrja út í samfélagsmiðla hjá stelpum. Það er himinn og haf á milli þess að vera strákur og stelpa á samfélagsmiðlum. 

Ég held að það hafi byggt upp reiði inn í mér til þess að vilja ræða hlutina og opna mig fyrir alls konar málefnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.