Hinn rekni Eurovision fari á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 09:25 Joost Klein er mikill aðdáandi Bjarkar. EPA-EFE/EMIEL MUIJDERMAN Joost Klein, hollenski keppandinn í Eurovision í ár sem jafnframt var sá fyrsti til þess að vera rekinn úr keppninni er staddur á Íslandi. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram. „Einhver að segja Björk að ég er staddur í fallega landinu hennar,“ skrifar Joost á miðilinn. Þar lætur hann fylgja með tvo íslenska fána auk þess sem hann birtir stutt myndband af sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar er hann með sígarettu og sólgleraugu ásamt félaga sínum. Joost var eins og alþjóð veit rekinn úr keppni eftir að hafa haft í hótunum við ljósmyndara baksviðs. Tilkynnt var í síðasta mánuði að sænsk yfirvöld væru hætt rannsókn á málinu. Samkvæmt ríkissaksóknara í Svíþjóð voru ekki næg sönnunargögn í málinu. Hollenski tónlistarmaðurinn hefur allar götur síðan þvertekið fyrir að hafa hótað ljósmyndaranum. Eins og fram hefur komið voru síðustu klukkutímarnir fyrir Eurovision í ár afar spennuþrungnir vegna þátttöku Ísrael í keppninni og stríð þeirra á Gasa strönd þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Þá hefur Klein ekki vandað keppninni kveðjurnar en á tónleikum sínum hefur hann sagt forsvarsmönnum hennar að fara norður og niður. Hollenska ríkisútvarpið hefur enn ekki ákveðið hvort það muni keppa að nýju í söngvakeppninni á næsta ári. Eins og fram hefur komið munaði einungis 25 mínútum að sex lönd myndu ekki taka þátt í keppninni í ár eftir að Hollandi var vikið úr keppni. Það voru Sviss, Noregur, Grikkland, Írland og Portúgal en fulltrúar landanna voru ósáttir við brottrekstur Hollands auk hegðun ísraelska hópsins og starfsfólks á þeirra vegum. Joost virðist aldrei hafa verið betri en á Íslandi. Eurovision Holland Íslandsvinir Tengdar fréttir Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29. maí 2024 10:44 Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. 28. maí 2024 14:54 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Einhver að segja Björk að ég er staddur í fallega landinu hennar,“ skrifar Joost á miðilinn. Þar lætur hann fylgja með tvo íslenska fána auk þess sem hann birtir stutt myndband af sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar er hann með sígarettu og sólgleraugu ásamt félaga sínum. Joost var eins og alþjóð veit rekinn úr keppni eftir að hafa haft í hótunum við ljósmyndara baksviðs. Tilkynnt var í síðasta mánuði að sænsk yfirvöld væru hætt rannsókn á málinu. Samkvæmt ríkissaksóknara í Svíþjóð voru ekki næg sönnunargögn í málinu. Hollenski tónlistarmaðurinn hefur allar götur síðan þvertekið fyrir að hafa hótað ljósmyndaranum. Eins og fram hefur komið voru síðustu klukkutímarnir fyrir Eurovision í ár afar spennuþrungnir vegna þátttöku Ísrael í keppninni og stríð þeirra á Gasa strönd þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Þá hefur Klein ekki vandað keppninni kveðjurnar en á tónleikum sínum hefur hann sagt forsvarsmönnum hennar að fara norður og niður. Hollenska ríkisútvarpið hefur enn ekki ákveðið hvort það muni keppa að nýju í söngvakeppninni á næsta ári. Eins og fram hefur komið munaði einungis 25 mínútum að sex lönd myndu ekki taka þátt í keppninni í ár eftir að Hollandi var vikið úr keppni. Það voru Sviss, Noregur, Grikkland, Írland og Portúgal en fulltrúar landanna voru ósáttir við brottrekstur Hollands auk hegðun ísraelska hópsins og starfsfólks á þeirra vegum. Joost virðist aldrei hafa verið betri en á Íslandi.
Eurovision Holland Íslandsvinir Tengdar fréttir Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29. maí 2024 10:44 Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. 28. maí 2024 14:54 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29. maí 2024 10:44
Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. 28. maí 2024 14:54
Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41