Star Wars Outlaws: Ekki eins hræðilegur og internetið segir Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 08:48 Ubisoft/Massive Entertainment Star Wars Outlaws er í fljótu bragði ekki framúrskarandi leikur sem gerist í opnum heimi. Hann fylgir öllum helstu formúlunum og fer sjaldan upp úr þeim förum en hann er þó skemmtilegur og býr yfir góðri sögu úr Star Wars söguheiminum. Hann er ekki gallalaus og hefði haft gott af smá fínpússun fyrir útgáfu. Outlaws, hefur fengið mikla útreið, víða á internetinu, og hefur honum víða verið lýst sem hinum hræðilegasta leik. Því er ég ósammála, að mestu. Hann er þriðju persónu ævintýraleikur og ég get best lýst sem „Uncharted í Star Wars“, gerist á milli The Empire Strikes Back og Return of the Jedi. Uppreisnin er í smá lamasessi eftir undanhaldið frá Hoth og Keisaravaldið í góðri stöðu. Leikurinn fjallar þó ekki um einhvern Jedi-riddara í felum eða persónu úr kvikmyndum eða þáttum Star Wars. Þess í stað fjallar hann um smákrimmann Kay Wess. Hún lendir í miklum vandræðum í upphafi leiks og þarf að feta slóð glæpamanns í gegnum vetrarbrautina gömlu. Til þess þarf hún að koma sér í mjúkinn hjá einhverjum af glæpasamtökum söguheimsins og safna peningum, áhafnarmeðlimum og virðingu. Lifandi söguheimur Outlaws er gerður af fyrirtækinu Massive Entertainment, sem hefur meðal annars komið að Avatar: Frontiers of Pandora og Division 2, en það er í eigu Ubisoft. Leikurinn ber þess mikinn keim að vera úr smiðjum Ubisoft en allt umhverfi hans lítur merkilega vel út. Það sama má ekki segja um persónur leiksins, sem eru oft á tíðum nokkuð asnalegar, er svo má segja. Starfsmenn Ubisoft eru orðnir nokkuð góðir í því að skapa lifandi heima enda hafa þeir um árabil gert fjölmarga leiki sem gerast í opnum heimum. Outlaws nær þó nýjum hæðum á þessu sviði. Allar plánetur leiksins iða af lífi og á það sérstaklega við um borgir og bæi þar. Ubisoft/Massive Entertainment Finna má fullt af allskonar verum í byggðum bólum Outlaws og borgar sig stundum að reyna að hlera þetta fólk. Það borgar sig einnig að skoða sig vel um, því Kay þarf að safna fullt af drasli til að betrumbæta byssu sína, brynju, skip og svifhjól. Á köflum finnst manni þetta vera of mikið af drasli en maður hefur samt alltaf nóg að gera í þessum leik. Eldri leikir Ubisoft í opnum heimi hafa átt það til að vera of stórir. Kortin stútfull af engu en það er ekki að sjá á Outlaws. Öll kortin eru merkilega þétt, ef svo má að orði komast, og í raun bara mátuleg. Þar er líka nóg að gera. Maður getur fundið fullt af leikjum til að spila inn í Outlaws, spila nokkurs konar póker eða Kessel Sabacc, veðja á geimhesta og margt annað. Pirrandi laumupúk Nú er komið að því að vera neikvæður. Ég hef að mestu skemmt mér ágætlega í Outlaws og hann lúkkar að mestu mjög vel. Persónurnar geta þó litið asnalega út, eins og ég hef nefnt áður, og þá sérstaklega í myndböndum í leiknum. Sem er skrítið. Bardagar geta einnig verið pirrandi og þá sérstaklega í upphafi leiks þegar Kay er bæði mjög veikburða og byssan hennar léleg en Outlaws gengur að miklu leyti upp á það að laumupúkast. Í gegnum sögu leiksins lendir maður leiðinlega oft í því að þurfa að laumupúkast í mikilvægum borðum, þar sem maður þarf oft að fara nokkuð langt aftur ef hermenn eða glæpamenn sjá mann. Það er pirrandi en hefur ekkert farið of mikið í taugarnar á mér. Maður þarf að læra aðeins inn á laumupúkastkerfi leiksins og hvernig maður á að nota Nix til að komast hjá allskonar drullusokkum í Outlaws. Þessir áðurnefndu drullusokkar eru að vísu nautheimskir. Gervigreind Outlaws er hreint út sagt ekki góð, eeeen það á yfirleitt við alla stóra leiki sem gerast í opnum heimi. Eitt það allra versta við Outlaws er þó svifhjól Kay. Ég skil ekki alveg pælinguna bakvið það. Maður getur notað það til að ferðast hraðar um, en vandamálið er að það sökkar bara. Maður keyrir á ósýnilega veggi og er nánast ómögulegt að stýra af einhverri nákvæmni. Ubisoft/Massive Entertainment Þá kem ég að öðru, sem ég bókstaflega hata, og það er svolítið sem kallast iðulega „Quick Time Events“ á ensku og í hvert einasta sinn sem ég rekst á þetta í tölvuleikjum, fer ég í vont skap. QTE er óþolandi og á ekki heima í leikjum nútímans, eins og ég hef örugglega þúsund sinnum skrifað áður. Það er óþolandi að þura að ýta á takka hingað og þangað yfir einhverjum myndböndum. Nix er lítið kvikyndi sem er gæludýr/vinur Kay og hann er hægt að nota til ýmissa verka. Hann getur stolið peningum og handsprengjum af fólki, auk þess sem hann getur farið á staði sem Kay kemst ekki á og sótt þar muni eða ýtt á takka. Leikurinn lét mig fyrst alltaf þurfa að ýta aftur á takkann, eftir að ég sendi Nix af stað. Þannig að maður þurfti að senda hann af stað og fylgjast svo náið með honum til að ýta aftur á takkann á réttu augnabliki svo Nix gæti í raun stolið því sem maður var þegar búinn að segja honum að stela. Þetta var hreinlega óþolandi. Það sama má segja um smáleiki innan leikja eins og það að opna læsta lása. Upprunalega þarf Kay að ýta á réttan taka á réttum tíma til að opna lása en þetta þarf hún að gera um það bil sjötíu þúsund sinnum í leiknum. Þetta var ekki skemmtilegt í upphafi og verður mjög fljótt algerlega óþolandi. Svipað því og að opna lása í Skyrim á sínum tíma. Allir svona smáleikir eru óþolandi þegar maður þarf ítrekað að spila þá. Það jákvæða er að Outlaws býður upp á ítarlegar stillingar þar sem hægt er að slökkva á öllu þessu rugli og einfalda svokallaða „smáleiki“ innan leiksins. Það hika ég ekki við að gera þegar það er í boði og að þessu sinni gerði ég það svo sannarlega. Ubisoft/Massive Entertainment Samantekt-ish Áður en ég byrjaði að spila Outlaws voru margir á netinu búnir að segja mér að þessi leikur væri ömurlegur. Hann liti hræðilega út og spilunin sökkaði, en ekki lýgur internetið. Jú, netið lýgur nefnilega oft. Outlaws er ekkert besti leikur í heimi en hann er skemmtilegur og hin fínasta skemmtun í æðislegum söguheimi. Þá finnst mér mjög óréttlátt að segja að hann líti illa út, þó persónur leiksins séu stundum svolítið slæmar, grafíklega séð. Það er einnig hressandi að spila Star Wars leik þar sem maður er ekki að spila sem einhver Jedi-riddar og fær að setja sig aðeins í vesti Han Solo. Nú er bara að bíða eftir því að forsvarsmenn Star Wars sjái af sér og byrji aftur framleiðslu á Mandalorian-leik. Ubisoft/Massive Entertainment Leikjavísir Leikjadómar Star Wars Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Outlaws, hefur fengið mikla útreið, víða á internetinu, og hefur honum víða verið lýst sem hinum hræðilegasta leik. Því er ég ósammála, að mestu. Hann er þriðju persónu ævintýraleikur og ég get best lýst sem „Uncharted í Star Wars“, gerist á milli The Empire Strikes Back og Return of the Jedi. Uppreisnin er í smá lamasessi eftir undanhaldið frá Hoth og Keisaravaldið í góðri stöðu. Leikurinn fjallar þó ekki um einhvern Jedi-riddara í felum eða persónu úr kvikmyndum eða þáttum Star Wars. Þess í stað fjallar hann um smákrimmann Kay Wess. Hún lendir í miklum vandræðum í upphafi leiks og þarf að feta slóð glæpamanns í gegnum vetrarbrautina gömlu. Til þess þarf hún að koma sér í mjúkinn hjá einhverjum af glæpasamtökum söguheimsins og safna peningum, áhafnarmeðlimum og virðingu. Lifandi söguheimur Outlaws er gerður af fyrirtækinu Massive Entertainment, sem hefur meðal annars komið að Avatar: Frontiers of Pandora og Division 2, en það er í eigu Ubisoft. Leikurinn ber þess mikinn keim að vera úr smiðjum Ubisoft en allt umhverfi hans lítur merkilega vel út. Það sama má ekki segja um persónur leiksins, sem eru oft á tíðum nokkuð asnalegar, er svo má segja. Starfsmenn Ubisoft eru orðnir nokkuð góðir í því að skapa lifandi heima enda hafa þeir um árabil gert fjölmarga leiki sem gerast í opnum heimum. Outlaws nær þó nýjum hæðum á þessu sviði. Allar plánetur leiksins iða af lífi og á það sérstaklega við um borgir og bæi þar. Ubisoft/Massive Entertainment Finna má fullt af allskonar verum í byggðum bólum Outlaws og borgar sig stundum að reyna að hlera þetta fólk. Það borgar sig einnig að skoða sig vel um, því Kay þarf að safna fullt af drasli til að betrumbæta byssu sína, brynju, skip og svifhjól. Á köflum finnst manni þetta vera of mikið af drasli en maður hefur samt alltaf nóg að gera í þessum leik. Eldri leikir Ubisoft í opnum heimi hafa átt það til að vera of stórir. Kortin stútfull af engu en það er ekki að sjá á Outlaws. Öll kortin eru merkilega þétt, ef svo má að orði komast, og í raun bara mátuleg. Þar er líka nóg að gera. Maður getur fundið fullt af leikjum til að spila inn í Outlaws, spila nokkurs konar póker eða Kessel Sabacc, veðja á geimhesta og margt annað. Pirrandi laumupúk Nú er komið að því að vera neikvæður. Ég hef að mestu skemmt mér ágætlega í Outlaws og hann lúkkar að mestu mjög vel. Persónurnar geta þó litið asnalega út, eins og ég hef nefnt áður, og þá sérstaklega í myndböndum í leiknum. Sem er skrítið. Bardagar geta einnig verið pirrandi og þá sérstaklega í upphafi leiks þegar Kay er bæði mjög veikburða og byssan hennar léleg en Outlaws gengur að miklu leyti upp á það að laumupúkast. Í gegnum sögu leiksins lendir maður leiðinlega oft í því að þurfa að laumupúkast í mikilvægum borðum, þar sem maður þarf oft að fara nokkuð langt aftur ef hermenn eða glæpamenn sjá mann. Það er pirrandi en hefur ekkert farið of mikið í taugarnar á mér. Maður þarf að læra aðeins inn á laumupúkastkerfi leiksins og hvernig maður á að nota Nix til að komast hjá allskonar drullusokkum í Outlaws. Þessir áðurnefndu drullusokkar eru að vísu nautheimskir. Gervigreind Outlaws er hreint út sagt ekki góð, eeeen það á yfirleitt við alla stóra leiki sem gerast í opnum heimi. Eitt það allra versta við Outlaws er þó svifhjól Kay. Ég skil ekki alveg pælinguna bakvið það. Maður getur notað það til að ferðast hraðar um, en vandamálið er að það sökkar bara. Maður keyrir á ósýnilega veggi og er nánast ómögulegt að stýra af einhverri nákvæmni. Ubisoft/Massive Entertainment Þá kem ég að öðru, sem ég bókstaflega hata, og það er svolítið sem kallast iðulega „Quick Time Events“ á ensku og í hvert einasta sinn sem ég rekst á þetta í tölvuleikjum, fer ég í vont skap. QTE er óþolandi og á ekki heima í leikjum nútímans, eins og ég hef örugglega þúsund sinnum skrifað áður. Það er óþolandi að þura að ýta á takka hingað og þangað yfir einhverjum myndböndum. Nix er lítið kvikyndi sem er gæludýr/vinur Kay og hann er hægt að nota til ýmissa verka. Hann getur stolið peningum og handsprengjum af fólki, auk þess sem hann getur farið á staði sem Kay kemst ekki á og sótt þar muni eða ýtt á takka. Leikurinn lét mig fyrst alltaf þurfa að ýta aftur á takkann, eftir að ég sendi Nix af stað. Þannig að maður þurfti að senda hann af stað og fylgjast svo náið með honum til að ýta aftur á takkann á réttu augnabliki svo Nix gæti í raun stolið því sem maður var þegar búinn að segja honum að stela. Þetta var hreinlega óþolandi. Það sama má segja um smáleiki innan leikja eins og það að opna læsta lása. Upprunalega þarf Kay að ýta á réttan taka á réttum tíma til að opna lása en þetta þarf hún að gera um það bil sjötíu þúsund sinnum í leiknum. Þetta var ekki skemmtilegt í upphafi og verður mjög fljótt algerlega óþolandi. Svipað því og að opna lása í Skyrim á sínum tíma. Allir svona smáleikir eru óþolandi þegar maður þarf ítrekað að spila þá. Það jákvæða er að Outlaws býður upp á ítarlegar stillingar þar sem hægt er að slökkva á öllu þessu rugli og einfalda svokallaða „smáleiki“ innan leiksins. Það hika ég ekki við að gera þegar það er í boði og að þessu sinni gerði ég það svo sannarlega. Ubisoft/Massive Entertainment Samantekt-ish Áður en ég byrjaði að spila Outlaws voru margir á netinu búnir að segja mér að þessi leikur væri ömurlegur. Hann liti hræðilega út og spilunin sökkaði, en ekki lýgur internetið. Jú, netið lýgur nefnilega oft. Outlaws er ekkert besti leikur í heimi en hann er skemmtilegur og hin fínasta skemmtun í æðislegum söguheimi. Þá finnst mér mjög óréttlátt að segja að hann líti illa út, þó persónur leiksins séu stundum svolítið slæmar, grafíklega séð. Það er einnig hressandi að spila Star Wars leik þar sem maður er ekki að spila sem einhver Jedi-riddar og fær að setja sig aðeins í vesti Han Solo. Nú er bara að bíða eftir því að forsvarsmenn Star Wars sjái af sér og byrji aftur framleiðslu á Mandalorian-leik. Ubisoft/Massive Entertainment
Leikjavísir Leikjadómar Star Wars Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira