Formúla 1

Leclerc vann Monza kapp­aksturinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charles Leclerc fagnar sigri í Ítalíukappakstrinum í formúlu 1 í dag.
Charles Leclerc fagnar sigri í Ítalíukappakstrinum í formúlu 1 í dag. Getty/Clive Rose

Heimamenn fögnuðu vel á Monza í dag þegar Charles Leclerc vann Ítalíukappaksturinn fyrir Ferrari.

Þetta var annar sigur Leclerc á tímabilinu en hann vann líka Mónakó-kappaksturinn á dögunum.

Oscar Piastri hjá McLaren var annar og Lando Norris hjá McLaren, sem ræsti fyrstur, varð þriðji.

Heimsmeistarinn Max Verstappen endaði í sjötta sæti en þetta var sjötti kappaksturinn í röð þar sem hann vinnur ekki. Það eru fréttir enda vann sá hollenski sjö af fyrstu tíu keppnunum og tók yfirburðarforystu í heimsmeistarakeppni ökumanna.

Verstappen hefur ekki verið á verðlaunapallinum nema einu sinni í síðustu fjórum keppnum.

Þessi vandræði Verstappen þýða að forskot hans er komið niður í 62 stig þegar átta keppnir eru eftir á tímabilinu.

Leclerc er eftir þennan sigur aðeins 24 stigum á eftir Lando Norris í baráttunni um annað sætið.

  • Efstu tíu í keppninni á Monza:
  • 1. Charles Leclerc (Ferrari)
  • 2. Oscar Piastri (McLaren)
  • 3. Lando Norris (McLaren)
  • 4. Carlos Sainz (Ferrari)
  • 5. Lewis Hamilton (Mercedes)
  • 6. Max Verstappen (Red Bull)
  • 7. George Russell (Mercedes)
  • 8. Sergio Perez (Red Bull)
  • 9. Alex Albon (Williams)
  • 10. Kevin Magnussen (Haas)
  • -
  • Staðan í heimsmeistarakeppni ökumanna:
  • 1. Max Verstappen - 303 stig
  • 2. Lando Norris - 241
  • 3. Charles Leclerc - 217
  • 4. Oscar Piastri - 197
  • 5. Carlos Sainz - 184
  • 6. Lewis Hamilton - 164
  • 7. Sergio Perez - 143
  • 8. George Russell - 128
  • 9. Fernando Alonso - 50
  • 10. Lance Stroll - 24
  • -
  • Staðan í heimsmeistarakeppni liða:
  • 1. Red Bull - 446 stig
  • 2. McLaren - 438
  • 3. Ferrari - 407
  • 4. Mercedes - 292
  • 5. Aston Martin - 74
  • 6. RB - 34
  • 7. Haas - 28
  • 8. Alpine - 13
  • 9. Williams - 6
  • 10. Sauber - 0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×