Raphinha með sýningu í risasigri Börsunga Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 17:01 Raphinha skoraði þrjú mörk í dag og lagði upp tvö í stórsigri Barcelona. Vísir/Getty Barcelona fer vel af stað í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið niðurlægði í dag lið Real Valladolid á heimavelli þar sem Brasilíumaðurinn Raphinha fór á kostum. Hveitibrauðsdagar Hansi Flick sem knattspyrnustjóri Barcelona virðast engan endi ætla að taka. Liðið vann í dag sinn fjórða sigur í jafnmörgum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Real Valladolid á heimavelli. Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda í dag. Raphinha kom Barca í 1-0 á 20. mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu heimaliðsins fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði eftir sendingu ungstirnisins Lamine Yamal. Jules Kounde skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 3-0 í hálfleik. The entire stadium is chanting "Captain, captain!" when Raphinha has the ball. pic.twitter.com/KaCQOXLeP9— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 31, 2024 Í síðari hálfleik hélt sýningin svo áfram. Raphinha fullkomnaði þrennuna með tveimur mörkum á átta mínútna kafla um miðjan hálfleikinn og Dani Olmo skoraði sjötta markið eftir sendingu Raphinha á 83. mínútu. Olmo var keyptur í sumar frá RB Leipzig eftir góða frammistöðu á Evrópumótinu þar sem Spánn varð Evrópumeistari. Ferran Torres setti síðan kirsuberið á kökuna á 85. mínútu eftir sendingu frá Raphinha. Frábær frammistaða þess brasilíska í dag, þrjú mörk og tvær stoðsendingar. -Youngsters like Lamine Yamal shining-Veterans like Raphinha and Lewandowski rejuvenated-Seamless transition into the team for Dani Olmo-12/12 points to the start the season-Top of LALIGAHansi Flick is cooking something SPECIAL in Barcelona 🔥 pic.twitter.com/N49QCh3kIb— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2024 Eftir sigurinn er Barcelona með tólf stig í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með fimm stiga forystu á Villareal sem á þó leik til góða. Real Madrid er í 5. sætinu með fimm stig eftir þrjá leiki. Spænski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sjá meira
Hveitibrauðsdagar Hansi Flick sem knattspyrnustjóri Barcelona virðast engan endi ætla að taka. Liðið vann í dag sinn fjórða sigur í jafnmörgum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Real Valladolid á heimavelli. Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda í dag. Raphinha kom Barca í 1-0 á 20. mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu heimaliðsins fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði eftir sendingu ungstirnisins Lamine Yamal. Jules Kounde skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 3-0 í hálfleik. The entire stadium is chanting "Captain, captain!" when Raphinha has the ball. pic.twitter.com/KaCQOXLeP9— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 31, 2024 Í síðari hálfleik hélt sýningin svo áfram. Raphinha fullkomnaði þrennuna með tveimur mörkum á átta mínútna kafla um miðjan hálfleikinn og Dani Olmo skoraði sjötta markið eftir sendingu Raphinha á 83. mínútu. Olmo var keyptur í sumar frá RB Leipzig eftir góða frammistöðu á Evrópumótinu þar sem Spánn varð Evrópumeistari. Ferran Torres setti síðan kirsuberið á kökuna á 85. mínútu eftir sendingu frá Raphinha. Frábær frammistaða þess brasilíska í dag, þrjú mörk og tvær stoðsendingar. -Youngsters like Lamine Yamal shining-Veterans like Raphinha and Lewandowski rejuvenated-Seamless transition into the team for Dani Olmo-12/12 points to the start the season-Top of LALIGAHansi Flick is cooking something SPECIAL in Barcelona 🔥 pic.twitter.com/N49QCh3kIb— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2024 Eftir sigurinn er Barcelona með tólf stig í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með fimm stiga forystu á Villareal sem á þó leik til góða. Real Madrid er í 5. sætinu með fimm stig eftir þrjá leiki.
Spænski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sjá meira