Fólk á öllum aldri keppir í Fortnite Atli Már Guðfinsson skrifar 28. ágúst 2024 16:24 Atli Már Guðfinnsson, Rósa Björk og Stefán Atli Rúnarsson ræddu Fortnite og rafíþróttir almennt á Bylgjunni í morgun Skjáskot/Bylgjan Vísir Heildarupphæð verðlaunafjár í ELKO-Deildinni í Fortnite nemur 600.000 krónum en upphæðin barst í tal í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar semRósa Björk Einarsdóttir, sem mun lýsa keppninni í beinni, benti á að þar verði vissulega hægt að næla sér í drjúgan verðlaunapening. Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands, Rósa Björk og Stefán Atli Rúnarsson ræddu Fortnite og rafíþróttir almennt í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau tvö síðarnefndu verða á næstu vikum og mánuðum með beinar lýsingar frá ELKO-Deildinni í Fortnite í Sjónvarpi Símans. Þáttastjórnendur stöldruðu við heildarupphæð verðlaunfjárins, 600.000 krónur sem Rósa Björk sundurliðaði aðspurð. „Fyrsta sætið fær 125.000, svo annað sætið 50.000 og þriðja sætið 15.000 og það er fullt hægt að næla sér í verðlaunapening þarna.“ Atli Már benti í framhaldinu á að með því að með því að lenda í 1. sæti í haust og vor og á tveimur LAN-mótum geti sá einstaklingur unnið samanlagt 370.000 krónur. Leikur og keppni Keppni hefst í ELKO-Deildina í Fortnite föstudaginn 9. september. Um einstaklingskeppni er að ræða og nú þegar hafa 73 skráð sig til leiks en 100 geta tekið þátt þannig að enn er tími til að skrá sig. „Þetta er bara keppni í Fortnite. Það er hægt að keppa í rafíþróttum og svo er bara hægt að spila að gamni. Og þetta er bara keppni eins og allar aðrar keppnir,“ sagði Rósa Björk. „Fólk keppir heima hjá sér og svo í lokin er LAN-mót,“ hélt Rósa áfram og bætti við til skýringar að LAN þýddi í raun að þá væru allir keppendur undir sama þaki. Beinar útsendingar Sjónvarps Símans frá ELKO-Deildinni í Fortnite hefjast einnig 9. september en verða síðan tíu mánudagskvöld fyrir áramót og önnur tíu eftir að deildin byrjar aftur 13. janúar. Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti
Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands, Rósa Björk og Stefán Atli Rúnarsson ræddu Fortnite og rafíþróttir almennt í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau tvö síðarnefndu verða á næstu vikum og mánuðum með beinar lýsingar frá ELKO-Deildinni í Fortnite í Sjónvarpi Símans. Þáttastjórnendur stöldruðu við heildarupphæð verðlaunfjárins, 600.000 krónur sem Rósa Björk sundurliðaði aðspurð. „Fyrsta sætið fær 125.000, svo annað sætið 50.000 og þriðja sætið 15.000 og það er fullt hægt að næla sér í verðlaunapening þarna.“ Atli Már benti í framhaldinu á að með því að með því að lenda í 1. sæti í haust og vor og á tveimur LAN-mótum geti sá einstaklingur unnið samanlagt 370.000 krónur. Leikur og keppni Keppni hefst í ELKO-Deildina í Fortnite föstudaginn 9. september. Um einstaklingskeppni er að ræða og nú þegar hafa 73 skráð sig til leiks en 100 geta tekið þátt þannig að enn er tími til að skrá sig. „Þetta er bara keppni í Fortnite. Það er hægt að keppa í rafíþróttum og svo er bara hægt að spila að gamni. Og þetta er bara keppni eins og allar aðrar keppnir,“ sagði Rósa Björk. „Fólk keppir heima hjá sér og svo í lokin er LAN-mót,“ hélt Rósa áfram og bætti við til skýringar að LAN þýddi í raun að þá væru allir keppendur undir sama þaki. Beinar útsendingar Sjónvarps Símans frá ELKO-Deildinni í Fortnite hefjast einnig 9. september en verða síðan tíu mánudagskvöld fyrir áramót og önnur tíu eftir að deildin byrjar aftur 13. janúar.
Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti