Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2024 09:19 Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði, var stungin ítrekað af nemanda í Oslóarháskóla í fyrra. Hún sagði ótrúlegt að hún hefði lifað árásina af. Vísir/Steingrímur Dúi Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram. Maðurinn, sem þá var 23 ára gamall lyfjafræðinemi, stakk Ingunni ítrekað og særði samstarfskonu hennar við háskólann 24. ágúst í fyrra. Ingunn er dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla. Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás. Fyrir dómi lýsti maðurinn sig saklausan af tilraun til manndráps en sekan um líkamsárás. Fullyrti hann að hann hefði ekki ætlað sér að ráða Ingunni bana. Réttarsálfræðingar telja að maðurinn hafi ekki verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn. Hann hefur síðan verið greindur með Aspergerheilkenni. Upplifði mikla gremju í garð Ingunnar Nemandinn lýsti aðdraganda árásarinnar. Hann hefði fallið á prófi öðru sinni og fengið fund með Ingunni og kennaranum sem lagði prófið fyrir til þess að fá skýringar á því. Hann hefði fundað með Ingunni áður, eftir að hann féll á prófinu í fyrra skiptið, og að mikil kergja hefði byggst upp innra með honum gegn henni. Hann hefði verið ósáttur við svör hennar og fundist að hann fengi ekki þá hjálp sem hann þyrfti til þess að komast í gegnum prófið, að því er kemur fram í frétt norska vefmiðilsins Khrono. Ingunn lýsti sjálf fyrir dómi á mánudag að sér hefði fundist fyrri fundurinn með nemandanum óþægilegur. Hann hefði ekki skilið hvers vegna hann féll á prófinu og krafist skýringa. Tók hnífa með til þess að stjórna aðstæðum Maðurinn tók tvo hnífa með sér á fundinn. Bar hann því við að þeir ættu að veita honum einhvers konar stjórn á aðstæðum þrátt fyrir að hann ætlaði sér ekki að nota þá. Þetta hefði hann séð í teiknimyndasögum og öðrum sögum. Þrátt hefði það hefði gremja hans aðeins aukist á fundinum. Honum hefði ekki fundist hann fá fullnægjandi skýringar eða aðstoð. Hann hafi verið ósammála Ingunni um hvar hann þyrfti að bæta sig. „Hún talaði við mig eins og barn. Með hana, það er eins og hún segi eitthvað sem ég veit að er rangt en hún talar við mig eins og ég sé óæðri.“ Ingunn sagði á mánudag að maðurinn hefði verið ósammála þeim og að hann hefði talið að hann hefði verið felldur ranglega á prófinu. Hann hefði ekki skilið skýringar þeirra. Vildi taka Ingunni úr leik til að geta endurtekið prófið Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum og neitaði að funda með nemandanum aftur sagðist hann hafa kennt henni um stöðu sína. Hún hafi þá svarað að hún yrði áfram á næstu önn. Það hafi verið síðasta hálmstráið fyrir nemandann. „Þá kemst ég í aðstæður þar sem ég nota hnífinn. Ég hugsaði að ég gæti ekki haft hana í aðra önn,“ sagði hann. Ætlun hans hafi verið að taka Ingunni úr leik í átta til tíu mánuði til þess að hann gæti tekið prófið aftur. Fyrst skar maðurinn á háls Ingunnar. Hann sagðist hafa hætt því þar sem hann hefði talið það of langt gengið. Þá hefði hann ákveðið að stinga hana í kviðinn. Fram hefur komið að maðurinn stakk Ingunni fimmtán til tuttugu sinnum. Ingunn sagði að maðurinn hefði haldið áfram að stinga sig þar sem hún lá á gólfinu eftir að hann lagði fyrst til hennar. Starfsmenn skólans náðu á endanum að yfirbuga nemandann. Taldi áfallið ekki meira fyrir þær en hann sjálfan Enga iðrun var að finna hjá manninum nú ári seinna. Þegar saksóknari spurði hann um hvað hann hefði hugsað eftir það sem hann gerði Ingunni talaði hann um hvað það hefði verið mikið áfall fyrir hann sjálfan. Hann teldi ekki að árásin hefði verið meira áfall fyrir Ingunni og kennarann en hann. Sagðist hann ekki iðrast neinst gagnvart Ingunni. Hann hafi í fyrstu harmað að hafa sært kennarann sem kom henni til varnar en þegar hann frétti að áverkar kennarans væru ekki jafn alvarlegir og hann hélt hafi þær tilfinningar horfið sem dögg fyrir sólu. Ingunn sagði dómnum á mánudag að hún hefði þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir eftir árásina. Hún hafi átt erfitt andlega og átt erfitt með svefn og einbeitingu. Þá hefði hún fyrst á eftir ekki getað borðað kjöt því það minnti hana á árásina og henni fyndust hnífar óþægilegir. Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Maðurinn, sem þá var 23 ára gamall lyfjafræðinemi, stakk Ingunni ítrekað og særði samstarfskonu hennar við háskólann 24. ágúst í fyrra. Ingunn er dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla. Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás. Fyrir dómi lýsti maðurinn sig saklausan af tilraun til manndráps en sekan um líkamsárás. Fullyrti hann að hann hefði ekki ætlað sér að ráða Ingunni bana. Réttarsálfræðingar telja að maðurinn hafi ekki verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn. Hann hefur síðan verið greindur með Aspergerheilkenni. Upplifði mikla gremju í garð Ingunnar Nemandinn lýsti aðdraganda árásarinnar. Hann hefði fallið á prófi öðru sinni og fengið fund með Ingunni og kennaranum sem lagði prófið fyrir til þess að fá skýringar á því. Hann hefði fundað með Ingunni áður, eftir að hann féll á prófinu í fyrra skiptið, og að mikil kergja hefði byggst upp innra með honum gegn henni. Hann hefði verið ósáttur við svör hennar og fundist að hann fengi ekki þá hjálp sem hann þyrfti til þess að komast í gegnum prófið, að því er kemur fram í frétt norska vefmiðilsins Khrono. Ingunn lýsti sjálf fyrir dómi á mánudag að sér hefði fundist fyrri fundurinn með nemandanum óþægilegur. Hann hefði ekki skilið hvers vegna hann féll á prófinu og krafist skýringa. Tók hnífa með til þess að stjórna aðstæðum Maðurinn tók tvo hnífa með sér á fundinn. Bar hann því við að þeir ættu að veita honum einhvers konar stjórn á aðstæðum þrátt fyrir að hann ætlaði sér ekki að nota þá. Þetta hefði hann séð í teiknimyndasögum og öðrum sögum. Þrátt hefði það hefði gremja hans aðeins aukist á fundinum. Honum hefði ekki fundist hann fá fullnægjandi skýringar eða aðstoð. Hann hafi verið ósammála Ingunni um hvar hann þyrfti að bæta sig. „Hún talaði við mig eins og barn. Með hana, það er eins og hún segi eitthvað sem ég veit að er rangt en hún talar við mig eins og ég sé óæðri.“ Ingunn sagði á mánudag að maðurinn hefði verið ósammála þeim og að hann hefði talið að hann hefði verið felldur ranglega á prófinu. Hann hefði ekki skilið skýringar þeirra. Vildi taka Ingunni úr leik til að geta endurtekið prófið Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum og neitaði að funda með nemandanum aftur sagðist hann hafa kennt henni um stöðu sína. Hún hafi þá svarað að hún yrði áfram á næstu önn. Það hafi verið síðasta hálmstráið fyrir nemandann. „Þá kemst ég í aðstæður þar sem ég nota hnífinn. Ég hugsaði að ég gæti ekki haft hana í aðra önn,“ sagði hann. Ætlun hans hafi verið að taka Ingunni úr leik í átta til tíu mánuði til þess að hann gæti tekið prófið aftur. Fyrst skar maðurinn á háls Ingunnar. Hann sagðist hafa hætt því þar sem hann hefði talið það of langt gengið. Þá hefði hann ákveðið að stinga hana í kviðinn. Fram hefur komið að maðurinn stakk Ingunni fimmtán til tuttugu sinnum. Ingunn sagði að maðurinn hefði haldið áfram að stinga sig þar sem hún lá á gólfinu eftir að hann lagði fyrst til hennar. Starfsmenn skólans náðu á endanum að yfirbuga nemandann. Taldi áfallið ekki meira fyrir þær en hann sjálfan Enga iðrun var að finna hjá manninum nú ári seinna. Þegar saksóknari spurði hann um hvað hann hefði hugsað eftir það sem hann gerði Ingunni talaði hann um hvað það hefði verið mikið áfall fyrir hann sjálfan. Hann teldi ekki að árásin hefði verið meira áfall fyrir Ingunni og kennarann en hann. Sagðist hann ekki iðrast neinst gagnvart Ingunni. Hann hafi í fyrstu harmað að hafa sært kennarann sem kom henni til varnar en þegar hann frétti að áverkar kennarans væru ekki jafn alvarlegir og hann hélt hafi þær tilfinningar horfið sem dögg fyrir sólu. Ingunn sagði dómnum á mánudag að hún hefði þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir eftir árásina. Hún hafi átt erfitt andlega og átt erfitt með svefn og einbeitingu. Þá hefði hún fyrst á eftir ekki getað borðað kjöt því það minnti hana á árásina og henni fyndust hnífar óþægilegir.
Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira