Barcelona óttast að táningurinn hafi slitið krossband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 10:31 Sjúkraþjálfarar Barcelona hjálpa hér Marc Bernal af velli í gær en hann er alveg niðurbrotinn. Getty/Denis Doyle Barcelona varð fyrir áfalli í gær þegar ungstirnið Marc Bernal meiddist í leik liðsins á móti Rayo Vallecano í spænsku deildinni. Barcelona vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Dani Olmo í sinum fyrsta leik með félaginu. Slæmu fréttirnar voru auðvitað meiðsli hins sautján ára gamla Bernal sem hefur verið að gera mjög góða hluti á miðju liðsins. Bernal meiddist á hné undir lok leiksins og Hansi Flick þjálfari óttast það versta. Það lítur út fyrir að krossbandið hafi slitnað. 🚨🔵🔴 Barça talent Marc Bernal has torn his ACL during the game vs Rayo Vallecano.He’s expected to be out for several months with formal confirmation on Wednesday.Get well soon, Marc! ❤️🤜🏻🤛🏻 pic.twitter.com/HrgCDZBdjw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2024 „Þetta er sorglegur sigur því Marc Bernal er meiddur og það lítur ekki vel út. Við verðum samt að bíða og sjá hversu alvarleg meiðslin eru. Við unnum sem er gott mál en eftir svona meiðsli er enginn ánægður í klefanum,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Barcelona, eftir leikinn. „Þetta er ekki gott. Hann átti frábæran leik. Sautján ára strákur með svona frammistöðu. Þetta er sárt,“ sagði Flick. Bernal heillaði Flick á undirbúningstímabilinu og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í fyrstu umferðinni. Hann hefur haldið sæti sínu og liðið hefur unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína. Bernal er einn af þremur sautján ára strákum í byrjunarliði Barcelona en hinir eru varnarmaðurinn Pau Cubarsí og vængmaðurinn Lamine Yamal. Það er líka farinn að þynnast hópurinn hjá miðjumönnum Barcelona. Frenkie de Jong og Gavi eru meiddir og Ilkay Güngodan fór á dögunum aftur til Manchester City. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Barcelona vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Dani Olmo í sinum fyrsta leik með félaginu. Slæmu fréttirnar voru auðvitað meiðsli hins sautján ára gamla Bernal sem hefur verið að gera mjög góða hluti á miðju liðsins. Bernal meiddist á hné undir lok leiksins og Hansi Flick þjálfari óttast það versta. Það lítur út fyrir að krossbandið hafi slitnað. 🚨🔵🔴 Barça talent Marc Bernal has torn his ACL during the game vs Rayo Vallecano.He’s expected to be out for several months with formal confirmation on Wednesday.Get well soon, Marc! ❤️🤜🏻🤛🏻 pic.twitter.com/HrgCDZBdjw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2024 „Þetta er sorglegur sigur því Marc Bernal er meiddur og það lítur ekki vel út. Við verðum samt að bíða og sjá hversu alvarleg meiðslin eru. Við unnum sem er gott mál en eftir svona meiðsli er enginn ánægður í klefanum,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Barcelona, eftir leikinn. „Þetta er ekki gott. Hann átti frábæran leik. Sautján ára strákur með svona frammistöðu. Þetta er sárt,“ sagði Flick. Bernal heillaði Flick á undirbúningstímabilinu og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í fyrstu umferðinni. Hann hefur haldið sæti sínu og liðið hefur unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína. Bernal er einn af þremur sautján ára strákum í byrjunarliði Barcelona en hinir eru varnarmaðurinn Pau Cubarsí og vængmaðurinn Lamine Yamal. Það er líka farinn að þynnast hópurinn hjá miðjumönnum Barcelona. Frenkie de Jong og Gavi eru meiddir og Ilkay Güngodan fór á dögunum aftur til Manchester City. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira