Valin á lista efstu tuttugu hjá Norðurlöndunum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 16:51 Gabríel Ólafsson og Klaudia Gawryluk tilheyra nú hópi 20 undir 30 ára sem skara fram úr í tónlist. Aðsend Í síðastliðinni viku birtu útflutningsskrifstofur Norðurlandanna lista yfir þau 20 undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Gabríel Ólafsson og Klaudia Gawryluk hljóta þessa viðurkenningu frá Íslandi í ár. Listinn heitir á ensku „Top 20 Under 30 – Nordic Music Biz” og þykir þetta mikil viðurkenning. Gabríel og Klaudiu er boðið að taka á móti viðurkenningunni við hátíðlega athöfn á tónlistarhátíðinni By:Larm sem fer fram í Osló í september. María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar, og Helena Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri, fara út með hópnum. Auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistariðnaðarins Í fréttatilkynningu segir: „Verðlaunin eru úr smiðju NOMEX (Nordic Music Export) sem er samstarfsverkefni útflutningsskrifstofa á Norðurlöndunum. Þetta samstarf var sett af stað til að auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistariðnaðarins, en saman mynda Norðurlöndin sjötta stærsta tónlistarmarkað heims. Þessi viðurkenning er hugsuð sem lyftistöng fyrir ungt athafnafólk í tónlist, þ.e. ekki tónlistarfólkið sjálft, til að varpa ljósi á störf þeirra og veita þeim tækifæri til að stækka tengslanet sitt á alþjóðlegum vettvangi.“ Koma úr ólíkum áttum atvinnulífsins Þar kemur sömuleiðis fram að önnur megináhersla nýrrar tónlistarstefnu hér á landi sé „Tónlist sem skapandi atvinnugrein”. „Tónlistarmiðstöð bæði stolt af því að styðja vel við bakið á þeim sem hljóta þessa viðurkenningu í ár og fagnar því úr hversu ólíkum áttum atvinnulífsins þau koma. Gabríel er einn af stofnendum Reykjavík Orkestra og kom að því að setja upp hljóðver í Hörpu þar sem kvikmyndatónlist fyrir alþjóðleg verkefni er tekin upp á meðan Klaudia hefur komið íslenskri raftónlist aftur á kortið með kraftmikilli grasrótarstarfsemi sem nú er farin að vekja athygli erlendis og skapar íslenskum plötusnúðum stærri vettvang en hér hefur þekkst í 20 ár.“ Unnsteinn og Junia Lin í hópi þeirra sem hlotið hafa viðurkenninguna Íslensku dómnefndina í ár skipuðu þau Inga Magnes Weisshappel sem rekur skrifstofu Wise Music Iceland, Bjarni Daníel Þorvaldsson meðstofnandi Post-Dreifingar og dagskrárgerðarmaður á RÚV og Sólveig Matthildur í hljómsveitinni Kælan Mikla en þau tvö síðarnefndu hlutu þessa viðurkenningu sjálf í fyrra fyrir vel unnin störf á sínum sviðum. „Gaman er að nefna að þeir aðilar sem hafa hlotið þessa viðurkenningu áður telja til að mynda Sindra Ástmarsson sem í dag er helsti bókari Iceland Airwaves, tónlistarmanninn og frumkvöðulinn Unnstein Manúel Stefánsson, Soffíu Kristínu Jónsdóttur stofnandi umboðsskrifstofunnar Iceland Sync, Árna Frey umboðsmann Daða Freys, Juniu Lin listrænan stjórnanda Laufeyjar og mörg fleiri.“ Yfir 300 milljón spilanir Gabríel Ólafs er tónskáld, framleiðandi og stofnandi sérhæfðu sinfóníuhljómsveitarinnar Reykjavík Orkestra (áður Reykjavík Recording Orchestra). Gabríel Ólafsson.Aðsend „Gabríel og samstarfsaðilar hans smíðuðu hljóðver í Hörpu og tengdu það við þrjá helstu sali tónlistarhússins. Sveitin hefur leikið og hljóðritað í Hörpu fyrir Netflix, Apple TV, Blizzard, EA Games, Deutsche Grammophon, BBC og Hans Zimmer. Samhliða framleiðslu hefur Gabríel notið vinsælda fyrir frumsamda tónlist sína sem gefin er út af Decca/Universal og hefur samtals verið spiluð yfir 300 milljón sinnum.“ Frumkvöðull í raftónlist hérlendis Klaudia er plötusnúður, kynningaraðili og stofnandi Radar, fyrsta rafklúbbs Íslands í 20 ár. Klaudia GawrylukAðsend „Klaudia rekur viðburðaseríurnar „Open Decks” og „Bi*ch Per Minute” sem hafa byggt upp heila senu fyrir ungt áhugafólk um raftónlist. Hún stofnaði einnig rafklúbbinn Radar sem hefur orðið að þungamiðju raftónlistar á Íslandi. Sú metnaðarfulla dagskrá sem þau standa fyrir þar laðar að sér athygli útgáfufélaga og erlendra fagaðila til að kynna sér það besta í íslenskri raftónlist í dag ásamt því að laða að sér heimsþekkta plötusnúða til að koma og spila, eins og Marco Bailey og Nina Kraviz. Saman hefur þessi starfsemi endurlífgað áhugann á raftónlist í Reykjavík og myndað sterka senu sem hefur ekki sést hér á landi í 20 ár.“ Tónlist Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Listinn heitir á ensku „Top 20 Under 30 – Nordic Music Biz” og þykir þetta mikil viðurkenning. Gabríel og Klaudiu er boðið að taka á móti viðurkenningunni við hátíðlega athöfn á tónlistarhátíðinni By:Larm sem fer fram í Osló í september. María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar, og Helena Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri, fara út með hópnum. Auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistariðnaðarins Í fréttatilkynningu segir: „Verðlaunin eru úr smiðju NOMEX (Nordic Music Export) sem er samstarfsverkefni útflutningsskrifstofa á Norðurlöndunum. Þetta samstarf var sett af stað til að auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistariðnaðarins, en saman mynda Norðurlöndin sjötta stærsta tónlistarmarkað heims. Þessi viðurkenning er hugsuð sem lyftistöng fyrir ungt athafnafólk í tónlist, þ.e. ekki tónlistarfólkið sjálft, til að varpa ljósi á störf þeirra og veita þeim tækifæri til að stækka tengslanet sitt á alþjóðlegum vettvangi.“ Koma úr ólíkum áttum atvinnulífsins Þar kemur sömuleiðis fram að önnur megináhersla nýrrar tónlistarstefnu hér á landi sé „Tónlist sem skapandi atvinnugrein”. „Tónlistarmiðstöð bæði stolt af því að styðja vel við bakið á þeim sem hljóta þessa viðurkenningu í ár og fagnar því úr hversu ólíkum áttum atvinnulífsins þau koma. Gabríel er einn af stofnendum Reykjavík Orkestra og kom að því að setja upp hljóðver í Hörpu þar sem kvikmyndatónlist fyrir alþjóðleg verkefni er tekin upp á meðan Klaudia hefur komið íslenskri raftónlist aftur á kortið með kraftmikilli grasrótarstarfsemi sem nú er farin að vekja athygli erlendis og skapar íslenskum plötusnúðum stærri vettvang en hér hefur þekkst í 20 ár.“ Unnsteinn og Junia Lin í hópi þeirra sem hlotið hafa viðurkenninguna Íslensku dómnefndina í ár skipuðu þau Inga Magnes Weisshappel sem rekur skrifstofu Wise Music Iceland, Bjarni Daníel Þorvaldsson meðstofnandi Post-Dreifingar og dagskrárgerðarmaður á RÚV og Sólveig Matthildur í hljómsveitinni Kælan Mikla en þau tvö síðarnefndu hlutu þessa viðurkenningu sjálf í fyrra fyrir vel unnin störf á sínum sviðum. „Gaman er að nefna að þeir aðilar sem hafa hlotið þessa viðurkenningu áður telja til að mynda Sindra Ástmarsson sem í dag er helsti bókari Iceland Airwaves, tónlistarmanninn og frumkvöðulinn Unnstein Manúel Stefánsson, Soffíu Kristínu Jónsdóttur stofnandi umboðsskrifstofunnar Iceland Sync, Árna Frey umboðsmann Daða Freys, Juniu Lin listrænan stjórnanda Laufeyjar og mörg fleiri.“ Yfir 300 milljón spilanir Gabríel Ólafs er tónskáld, framleiðandi og stofnandi sérhæfðu sinfóníuhljómsveitarinnar Reykjavík Orkestra (áður Reykjavík Recording Orchestra). Gabríel Ólafsson.Aðsend „Gabríel og samstarfsaðilar hans smíðuðu hljóðver í Hörpu og tengdu það við þrjá helstu sali tónlistarhússins. Sveitin hefur leikið og hljóðritað í Hörpu fyrir Netflix, Apple TV, Blizzard, EA Games, Deutsche Grammophon, BBC og Hans Zimmer. Samhliða framleiðslu hefur Gabríel notið vinsælda fyrir frumsamda tónlist sína sem gefin er út af Decca/Universal og hefur samtals verið spiluð yfir 300 milljón sinnum.“ Frumkvöðull í raftónlist hérlendis Klaudia er plötusnúður, kynningaraðili og stofnandi Radar, fyrsta rafklúbbs Íslands í 20 ár. Klaudia GawrylukAðsend „Klaudia rekur viðburðaseríurnar „Open Decks” og „Bi*ch Per Minute” sem hafa byggt upp heila senu fyrir ungt áhugafólk um raftónlist. Hún stofnaði einnig rafklúbbinn Radar sem hefur orðið að þungamiðju raftónlistar á Íslandi. Sú metnaðarfulla dagskrá sem þau standa fyrir þar laðar að sér athygli útgáfufélaga og erlendra fagaðila til að kynna sér það besta í íslenskri raftónlist í dag ásamt því að laða að sér heimsþekkta plötusnúða til að koma og spila, eins og Marco Bailey og Nina Kraviz. Saman hefur þessi starfsemi endurlífgað áhugann á raftónlist í Reykjavík og myndað sterka senu sem hefur ekki sést hér á landi í 20 ár.“
Tónlist Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira