Telur að Yoro slái í gegn hjá United: „Pirrandi að mæta honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2024 13:32 Hákon Arnar Haraldsson hefur trú á því að Leny Yoro geri vel í Manchester. Samsett/Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur mikla trú á franska varnarmanninum Leny Yoro sem var liðsfélagi Hákons hjá Lille þar til hann skipti til Manchester United í sumar. Hákon kveðst strax hafa séð hversu mikið hæfileikabúnt franski miðvörðurinn er. Yoro er aðeins 18 ára gamall, verður 19 ára í nóvember, en var þrátt fyrir það lykilmaður hjá Lille á síðustu leiktíð. Frammistaða hans kallaði á áhuga margra stærstu félaga heims en Manchester United hreppti hnossið þegar liðið keypti Yoro á um 60 milljónir evra í sumar. Hákon Arnar lék með Yoro í fyrra og segist strax hafa séð hversu miklum hæfileikum miðvörðurinn ungi býr yfir. „Þetta er ótrúlega nútímalegur hafsent. Hann er með alla eiginleikana sem hafsent í dag þarf að hafa. Hann er hávaxinn, góður í loftinu, en samt hrikalega góður á boltann og hraður,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild Vísis. „Ég sá það bara strax þegar ég byrjaði æfa með honum hvað hann var góður. Á miðað við að hann sé bara 2005 model, sem er bara fáránlegt. Ég held hann muni standa sig vel þarna. Maður sá það strax að hann var geggjaður,“ bætir Hákon við. Leiðinlegt að mæta honum á æfingum Aðspurður hvernig hafi verið að eiga við Yoro á æfingum segir Hákon það sannarlega hafa reynt á. „Það bara eiginlega bara leiðinlegt. Hann er yngri en maður sjálfur en samt svona góður, það er eiginlega bara pirrandi að mæta honum sko. En jú, líka bara gaman,“ segir Hákon léttur. Yoro meiddist illa í sumar, fljótlega eftir komuna til Manchester-liðsins, og verður frá í þónokkrar vikur í viðbót. Þrátt fyrir það hefur Hákon trú á því að hann geti stimplað sig inn hjá aðalliði félagsins eftir að hann stígur upp úr meiðslunum. „Ég held það. Þetta er auðvitað risa skref að fara í einn stærsta klúbb í heimi. Ég hef trú á honum, ég held hann hafi þessa eiginleika sem þarf til hjá þessum risaklúbbum,“ segir Hákon. Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Yoro er aðeins 18 ára gamall, verður 19 ára í nóvember, en var þrátt fyrir það lykilmaður hjá Lille á síðustu leiktíð. Frammistaða hans kallaði á áhuga margra stærstu félaga heims en Manchester United hreppti hnossið þegar liðið keypti Yoro á um 60 milljónir evra í sumar. Hákon Arnar lék með Yoro í fyrra og segist strax hafa séð hversu miklum hæfileikum miðvörðurinn ungi býr yfir. „Þetta er ótrúlega nútímalegur hafsent. Hann er með alla eiginleikana sem hafsent í dag þarf að hafa. Hann er hávaxinn, góður í loftinu, en samt hrikalega góður á boltann og hraður,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild Vísis. „Ég sá það bara strax þegar ég byrjaði æfa með honum hvað hann var góður. Á miðað við að hann sé bara 2005 model, sem er bara fáránlegt. Ég held hann muni standa sig vel þarna. Maður sá það strax að hann var geggjaður,“ bætir Hákon við. Leiðinlegt að mæta honum á æfingum Aðspurður hvernig hafi verið að eiga við Yoro á æfingum segir Hákon það sannarlega hafa reynt á. „Það bara eiginlega bara leiðinlegt. Hann er yngri en maður sjálfur en samt svona góður, það er eiginlega bara pirrandi að mæta honum sko. En jú, líka bara gaman,“ segir Hákon léttur. Yoro meiddist illa í sumar, fljótlega eftir komuna til Manchester-liðsins, og verður frá í þónokkrar vikur í viðbót. Þrátt fyrir það hefur Hákon trú á því að hann geti stimplað sig inn hjá aðalliði félagsins eftir að hann stígur upp úr meiðslunum. „Ég held það. Þetta er auðvitað risa skref að fara í einn stærsta klúbb í heimi. Ég hef trú á honum, ég held hann hafi þessa eiginleika sem þarf til hjá þessum risaklúbbum,“ segir Hákon.
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira