Aron Can með stóra tónleika erlendis Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 10:25 Aron Can kemur fram á stórum tónleikum í Kaupmannahöfn. Vísir/Hulda Margrét Rapparinn Aron Can kemur fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn í október. Tónleikarnir voru tilkynntir af alþjóðlega tónleikafyrirtækinu All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki. Í fréttatilkynningu segir: „Tónleikarnir, sem bera heitið The Monní Show, fara fram þann 19. október í hinu þekkta tónleikahúsi Pumpehuset í miðborg Kaupmannahafnar. Það er svo sem ekkert nýtt af nálinni að íslenskir tónlistarmenn leggi land undir fót og haldi tónleika erlendis, þá sérstaklega í Kaupmannahöfn, en það sem gerir þessa tónleika sérstaka er að jafn þekkt og stórt fyrirtæki og All Things Live sé að sjá um prómóteringu og framleiðslu tónleikanna.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá stuttmynd við lögin Flýg upp og Varlega með Aroni Can. Leikstjóri er Erlendur Sveinsson: Aðrir tónleikar sem All Things Live stendur fyrir í haust eru með stórum tónlistarmönnum á borð við Childish Gambino, Gavin Degraw og fleiri. „Ljóst er því að vinsældir Aron Can á Íslandi hafa ekki farið framhjá frændum okkar í Danmörku og verður eflaust mikið fjör er Aron stígur á svið í Pumpehuset. Aron Can hefur ekki setið auðum höndum síðustu misserin en samhliða því að leggja lokahönd á plötu sem er væntanleg núna í haust hefur hann einnig vakið athygli með strákasveitinni Iceguys og er í þessum töluðu orðum staddur við upptökur á seríu tvö af Iceguys þáttunum.“ Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 30.ágúst á danskri síðu Ticketmaster hér. Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „Tónleikarnir, sem bera heitið The Monní Show, fara fram þann 19. október í hinu þekkta tónleikahúsi Pumpehuset í miðborg Kaupmannahafnar. Það er svo sem ekkert nýtt af nálinni að íslenskir tónlistarmenn leggi land undir fót og haldi tónleika erlendis, þá sérstaklega í Kaupmannahöfn, en það sem gerir þessa tónleika sérstaka er að jafn þekkt og stórt fyrirtæki og All Things Live sé að sjá um prómóteringu og framleiðslu tónleikanna.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá stuttmynd við lögin Flýg upp og Varlega með Aroni Can. Leikstjóri er Erlendur Sveinsson: Aðrir tónleikar sem All Things Live stendur fyrir í haust eru með stórum tónlistarmönnum á borð við Childish Gambino, Gavin Degraw og fleiri. „Ljóst er því að vinsældir Aron Can á Íslandi hafa ekki farið framhjá frændum okkar í Danmörku og verður eflaust mikið fjör er Aron stígur á svið í Pumpehuset. Aron Can hefur ekki setið auðum höndum síðustu misserin en samhliða því að leggja lokahönd á plötu sem er væntanleg núna í haust hefur hann einnig vakið athygli með strákasveitinni Iceguys og er í þessum töluðu orðum staddur við upptökur á seríu tvö af Iceguys þáttunum.“ Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 30.ágúst á danskri síðu Ticketmaster hér.
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira