Kallaði borgina skítapleis og skoraði svo þrennu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2024 07:02 Noni Madueke verður líklega aldrei vinsælasti maðurinn í Wolverhampton. Shaun Botterill/Getty Images Noni Madueke, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, átti sannarlega viðburðarríkan dag í borginni Wolverhampton í gær. Madueke fékk að taka boltann með sér heim eftir 6-2 sigur Chelsea gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem enski vængmaðurinn skoraði þrennu fyrir Chelsea í síðari hálfleik. Þessi 22 ára gamli leikmaður var ekkert að tvínóna við hlutina og liðu aðeins 15 mínútur frá því að hann skoraði sitt fyrsta mark í leiknum og þar til að hann skoraði það þriðja. Með þrennunni breytti Madueke stöðunni úr 2-2 í 5-2, Chelsea í vil. Fyrir leik var Madueke langt frá því að vera vinsælasti maðurinn á Molineux-vellinum í Wolverhampton, og ekki varð hann vinsælli meðal stuðningsmanna Wolves þegar hann skoraði þrennuna. Á laugardaginn hafði Madueke nefnilega sett inn færslu á Instagram þar sem hann kalliði borgina skítapleis. „Það er allt skítt við þennan stað,“ skrifaði Madueke í sögu sína (e. Story) á Instagram og merkti borgina með. Madueke at 00.00am: “Everything about this place is s**t”, posted on Instagram by mistake talking about Wolverhampton 😅Madueke at 3.15pm: scores a goal against Wolves.Madueke at 3.23pm: scores again.Madueke at 3.27pm: hat-trick.Four goals in four days. 🔵🌪️ pic.twitter.com/nNl5VJG7fS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2024 Leikmaðurinn var þó fljótur að eyða færslunni, en stuðningsmenn Wolves bauluðu á hann frá fyrstu mínútu leiksins. Hann nýtti svo tækifærið og baðst afsökunar á færslunni í viðtali eftir leik. „Ég vil bara biðja alla þá sem ég gæti hafa móðgað afsökunar. Þetta voru mannleg mistök, algjört slys. Þetta átti ekki að birtast svona á samfélagsmiðlunum mínum. Ég er viss um að Wolverhampton er fínasta borg og ég biðst afssökunar,“ sagði Madueke. „Þetta voru mistök og maður lærir af þeim. Vonandi gerist ekkert svona aftur. Hvað baulið varðar þá er það eitthvað sem maður býst við og það er hluti af leiknum. Maður þarf að geta spilað undir svoleiðis pressu.“ Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Madueke fékk að taka boltann með sér heim eftir 6-2 sigur Chelsea gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem enski vængmaðurinn skoraði þrennu fyrir Chelsea í síðari hálfleik. Þessi 22 ára gamli leikmaður var ekkert að tvínóna við hlutina og liðu aðeins 15 mínútur frá því að hann skoraði sitt fyrsta mark í leiknum og þar til að hann skoraði það þriðja. Með þrennunni breytti Madueke stöðunni úr 2-2 í 5-2, Chelsea í vil. Fyrir leik var Madueke langt frá því að vera vinsælasti maðurinn á Molineux-vellinum í Wolverhampton, og ekki varð hann vinsælli meðal stuðningsmanna Wolves þegar hann skoraði þrennuna. Á laugardaginn hafði Madueke nefnilega sett inn færslu á Instagram þar sem hann kalliði borgina skítapleis. „Það er allt skítt við þennan stað,“ skrifaði Madueke í sögu sína (e. Story) á Instagram og merkti borgina með. Madueke at 00.00am: “Everything about this place is s**t”, posted on Instagram by mistake talking about Wolverhampton 😅Madueke at 3.15pm: scores a goal against Wolves.Madueke at 3.23pm: scores again.Madueke at 3.27pm: hat-trick.Four goals in four days. 🔵🌪️ pic.twitter.com/nNl5VJG7fS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2024 Leikmaðurinn var þó fljótur að eyða færslunni, en stuðningsmenn Wolves bauluðu á hann frá fyrstu mínútu leiksins. Hann nýtti svo tækifærið og baðst afsökunar á færslunni í viðtali eftir leik. „Ég vil bara biðja alla þá sem ég gæti hafa móðgað afsökunar. Þetta voru mannleg mistök, algjört slys. Þetta átti ekki að birtast svona á samfélagsmiðlunum mínum. Ég er viss um að Wolverhampton er fínasta borg og ég biðst afssökunar,“ sagði Madueke. „Þetta voru mistök og maður lærir af þeim. Vonandi gerist ekkert svona aftur. Hvað baulið varðar þá er það eitthvað sem maður býst við og það er hluti af leiknum. Maður þarf að geta spilað undir svoleiðis pressu.“
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira