Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2024 20:07 Hljómsveitin Blær, sem hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki. Hljómsveitin Blær hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með eins og saxófónn. Hér er hljómsveitin að spila á Sólheimum í Grímsnesi en í dag á menningarnótt voru þau að spila fjöruga danstónlist í Vélasalnum á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Hljómsveitin spilar allskonar lög. „Það eru bæði Bítlarnir og Stuðmenn og ég veit ekki hvað og hvað, Gylfi Ægisson og allir endurvaknir. Við erum mest ellismellir og svo nokkur börn hérna líka í hljómsveitinni,” segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er í forsvari fyrir hljómsveitina en sjálf spilar hún á nikku og syngur. En er ekki gaman að koma svona saman og spila og syngja? „Jú, ég byrjaði á því að stofna þessa hljómsveit í Covidinu og það var svo skemmtilegt og svo höfum við bara haldið áfram síðan 2021 held ég.” Elísabet Halldóra Einarsdóttir, harmoníkuleikari og söngvari bandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elísabet segir að hljómsveitin sé töluvert bókuð næstu vikurnar og mánuði en það megi alltaf bæta eins og einu gikki við. Formaður Félags harmónikkuunnenda segir að vinsældir harmonikkurnar hafi sjaldan eða aldrei verið eins miklar og núna. „Það er ungt fólk, sem er að taka hana trausta taki. Það eru ungir strákar með hljómsveitir til dæmis fyrir norðan, sem kallast “Norðlensku molarnir”. Þeir eru búnir að vera að spila í allt sumar og þetta er bara uppgangur alls staðar, hvar sem er,” segir Gylfi Björgvinsson. Af hverju heldur þú að þetta sé orðið svona vinsælt hljóðfæri? „Harmoníkuleikarar eru bara að verða betri og betri og þeir eru bara að gera góða hluti. Svo verða náttúrulega nikkurnar alltaf betri og betri líka og ég held að þetta sé bara samtvinnandi áhrif,” segir Gylfi, sem er formaður Félags harmónikkuunnenda. Gylfi Björgvinsson, formaður Félags harmonikkuunnendaMagnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Menningarnótt Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Hljómsveitin Blær hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með eins og saxófónn. Hér er hljómsveitin að spila á Sólheimum í Grímsnesi en í dag á menningarnótt voru þau að spila fjöruga danstónlist í Vélasalnum á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Hljómsveitin spilar allskonar lög. „Það eru bæði Bítlarnir og Stuðmenn og ég veit ekki hvað og hvað, Gylfi Ægisson og allir endurvaknir. Við erum mest ellismellir og svo nokkur börn hérna líka í hljómsveitinni,” segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er í forsvari fyrir hljómsveitina en sjálf spilar hún á nikku og syngur. En er ekki gaman að koma svona saman og spila og syngja? „Jú, ég byrjaði á því að stofna þessa hljómsveit í Covidinu og það var svo skemmtilegt og svo höfum við bara haldið áfram síðan 2021 held ég.” Elísabet Halldóra Einarsdóttir, harmoníkuleikari og söngvari bandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elísabet segir að hljómsveitin sé töluvert bókuð næstu vikurnar og mánuði en það megi alltaf bæta eins og einu gikki við. Formaður Félags harmónikkuunnenda segir að vinsældir harmonikkurnar hafi sjaldan eða aldrei verið eins miklar og núna. „Það er ungt fólk, sem er að taka hana trausta taki. Það eru ungir strákar með hljómsveitir til dæmis fyrir norðan, sem kallast “Norðlensku molarnir”. Þeir eru búnir að vera að spila í allt sumar og þetta er bara uppgangur alls staðar, hvar sem er,” segir Gylfi Björgvinsson. Af hverju heldur þú að þetta sé orðið svona vinsælt hljóðfæri? „Harmoníkuleikarar eru bara að verða betri og betri og þeir eru bara að gera góða hluti. Svo verða náttúrulega nikkurnar alltaf betri og betri líka og ég held að þetta sé bara samtvinnandi áhrif,” segir Gylfi, sem er formaður Félags harmónikkuunnenda. Gylfi Björgvinsson, formaður Félags harmonikkuunnendaMagnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Menningarnótt Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira