Í tilkynningu frá svissneska ríkisútvarpinu segir að áhugasamar borgir hafi haft til loka júlímánaðar til að skila inn umsókn til félagsins um að hýsa keppnina og að ákvörðunin sé byggð á ítarlegum lista skilyrða.
Þeirra á meðal eru tónleikahöll, almenningssamgöngur, sjálbærnisáætlun, nægilega mörg gistipláss, öryggismál og úrgangsmál.
Að sögn ríkisútvarpsins svissneska voru umsóknir Basel, Genfar, Zürich og Bern teknar til sérstakrar skoðunar af teymi á vegum stjórnar söngvakeppninnar á síðustu vikum. Í gær var svo ákveðið að valið stæði á milli Genfar og Basel.