Harðfiskís, laxaís og beikonís í stærsta ísteiti ársins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 14:01 Það var mikið fjör hjá ísáhugafólki um helgina á Kjörísdeginum stóra. Aðsend Kjörísdagurinn stóri var haldinn hátíðlegur í Hveragerði síðastliðinn laugardag í fimmtánda skipti en hátíðin er liður í blómstrandi dögum í Hveragerði. Gefnir voru um 200 þúsund skammtar af ís og er áætlað að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig. Hátíðin stóð frá 11:00 til 14:00 en í fréttatilkynningu segir að mikið álag hafi skapast á gatnakerfið. „Raðir mynduðust langt upp alla Kambana og lang leiðina til Reykjavíkur. Allt gekk þó upp þó vel upp og flestir fengu bílastæði í Hveragerði, enda hafði bærinn gert ráðstafanir hvað varðar bílastæði fyrir gesti. Óhætt er að segja að það hafi verið algjör metþátttaka í ár enda viðburðurinn orðinn vel kynntur og fastur liður hjá mörgum fjölskyldum. Valdimar Hafsteinssonn framkvæmdastjóri Kjörís setti hátíðina en kynnir var Villi Naglbítur. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði á stóra Kjörís sviðinu. Þar voru atriði eins og GDRN, hljómsveitin Slysh og fleiri. Jafnframt voru viðburðir á svæðinu eins og þrautabraut Hjalta Úrsusar og fleira.“ Hljómsveitin Slysh steig á stokk.Aðsend Kjörís bauð gestum upp á fjölbreytt úrval af ís. Allt frá Mjúkís ársins 2024 til ýmissa furðutegunda sem voru sér framleidd fyrir þennan dag. Það má segja að það hafi krafist hugrekkis að smakka sumar þeirra. „Mesta athygli vöktu að venju furðuísarnir sem að þessu sinni voru harðfiskís, laxaís, beikonís með karamellusósu og til að toppa daginn var gott að enda á Habanero chilly ís. Sunneva Einars og Birta Líf Teboðsskvísur og áhrifavaldar voru á svæðinu og fylgdu eftir nýjustu afurðinni Bestís.“ Þar segir sömuleiðis að margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd með skvísunum. Aðdáendur nýttu tækifærið og fengu mynd með Birtu Líf og Sunnevu Einars.Aðsend Kjörís notar þennan dag til að kynnast bragðlaukum landans og er óhætt að segja að margt hafi komið á óvart. „Mjög margir þurftu ábót af Biscoff ís sem saman stendur af biscoff kexi og nutella og því ekki ótrúlegt að hann muni sjást í verslunum í nánustu framtíð. Þessi hátíð hefur verið haldin ár hvert með örfáum undantekningum í kringum Covid þegar samkomutakmarkanir voru og ekki þótti heppilegt að boða til fjöldasamkoma. Mjólkurfræðingar og bragðgæðingar Kjörís nota þetta tækifæri til að kynna viðskiptavinum fjölbreytta möguleika í vöruþróun og er þessi hátíð grunnurinn á vali að Mjúkís ársins, sem er árlegur kynningarviðburður okkar í janúar.“ Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir til viðbótar af deginum: Sáttir ísáhugamenn - kannski að smakka laxaísinn?Aðsend Sunneva og Birta kynntu Bestís.Aðsend Langar raðir mynduðust en skipulagið gekk vel.Aðsend Viðburðurinn var vel sóttur af ísáhugafólki úr öllum áttum.Aðsend Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði.Aðsend Ís Matur Samkvæmislífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Sjá meira
Hátíðin stóð frá 11:00 til 14:00 en í fréttatilkynningu segir að mikið álag hafi skapast á gatnakerfið. „Raðir mynduðust langt upp alla Kambana og lang leiðina til Reykjavíkur. Allt gekk þó upp þó vel upp og flestir fengu bílastæði í Hveragerði, enda hafði bærinn gert ráðstafanir hvað varðar bílastæði fyrir gesti. Óhætt er að segja að það hafi verið algjör metþátttaka í ár enda viðburðurinn orðinn vel kynntur og fastur liður hjá mörgum fjölskyldum. Valdimar Hafsteinssonn framkvæmdastjóri Kjörís setti hátíðina en kynnir var Villi Naglbítur. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði á stóra Kjörís sviðinu. Þar voru atriði eins og GDRN, hljómsveitin Slysh og fleiri. Jafnframt voru viðburðir á svæðinu eins og þrautabraut Hjalta Úrsusar og fleira.“ Hljómsveitin Slysh steig á stokk.Aðsend Kjörís bauð gestum upp á fjölbreytt úrval af ís. Allt frá Mjúkís ársins 2024 til ýmissa furðutegunda sem voru sér framleidd fyrir þennan dag. Það má segja að það hafi krafist hugrekkis að smakka sumar þeirra. „Mesta athygli vöktu að venju furðuísarnir sem að þessu sinni voru harðfiskís, laxaís, beikonís með karamellusósu og til að toppa daginn var gott að enda á Habanero chilly ís. Sunneva Einars og Birta Líf Teboðsskvísur og áhrifavaldar voru á svæðinu og fylgdu eftir nýjustu afurðinni Bestís.“ Þar segir sömuleiðis að margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd með skvísunum. Aðdáendur nýttu tækifærið og fengu mynd með Birtu Líf og Sunnevu Einars.Aðsend Kjörís notar þennan dag til að kynnast bragðlaukum landans og er óhætt að segja að margt hafi komið á óvart. „Mjög margir þurftu ábót af Biscoff ís sem saman stendur af biscoff kexi og nutella og því ekki ótrúlegt að hann muni sjást í verslunum í nánustu framtíð. Þessi hátíð hefur verið haldin ár hvert með örfáum undantekningum í kringum Covid þegar samkomutakmarkanir voru og ekki þótti heppilegt að boða til fjöldasamkoma. Mjólkurfræðingar og bragðgæðingar Kjörís nota þetta tækifæri til að kynna viðskiptavinum fjölbreytta möguleika í vöruþróun og er þessi hátíð grunnurinn á vali að Mjúkís ársins, sem er árlegur kynningarviðburður okkar í janúar.“ Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir til viðbótar af deginum: Sáttir ísáhugamenn - kannski að smakka laxaísinn?Aðsend Sunneva og Birta kynntu Bestís.Aðsend Langar raðir mynduðust en skipulagið gekk vel.Aðsend Viðburðurinn var vel sóttur af ísáhugafólki úr öllum áttum.Aðsend Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði.Aðsend
Ís Matur Samkvæmislífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Sjá meira