Ótrúleg 34 skota vítakeppni í slag Íslendingaliða Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 21:34 Sverrir Ingi Ingason í baráttunni við Kenneth Taylor í leiknum ótrúlega við Ajax í kvöld. Getty/Patrick Goosen Sumir leikmenn þurftu að taka tvær vítaspyrnur, svo löng var vítaspyrnukeppnin á milli Ajax og Panathinaikos í Amsterdam í kvöld þegar Ajax komst áfram í umspil Evrópudeildarinnar í fótbolta. Panathinaikos vann leikinn 1-0 en Ajax hafði unnið 1-0 útisigur í fyrri leiknum og því fór leikurinn í framlengingu, og svo vítaspyrnukeppni. Hvort lið tók 17 spyrnur í vítaspyrnukeppninni, sem þýðir jafnframt að sex leikmenn úr hvoru liði þurftu að taka tvær spyrnur. Það var þó alls ekki þannig að liðin nýttu allar spyrnurnar. Sverrir Ingi Ingason tók eina af spyrnum Panathinaikos en náði ekki að skora, og alls fóru sex spyrnur Panathinaikos forgörðum en aðeins fimm hjá Ajax. Reyndar klúðraði sami maður, Brian Brobbey, tveimur vítum fyrir Ajax en það kom ekki að sök. Kristian gat því fagnað sigri en hann var á varamannabekk Ajax allan tímann og því ekki einn af þeim sem tóku víti. Ajax mætir Jagiellonia Białystok frá Póllandi í umspili Evrópudeildarinnar. Þrjú víti nýtt í Ostrava Vítaspyrnukeppnin í Amsterdam var því afar ólík vítakeppninni í Ostrava í Tékklandi þar sem heimamenn í Baník mættu FC Kaupmannahöfn í Sambandsdeildinni. Orri Steinn Óskarsson og félagar fögnuðu sigri eftir vítakeppnina en heimamenn nýttu aðeins eina af fimm spyrnum, og FCK tvær af fjórum. Orri tók fyrsta víti FCK en náði ekki að nýta það, en það skipti á endanum engu máli. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk FCK. FCK mætir Kilmarnock frá Skotlandi í umspili Sambandsdeildarinnar. Landsliðsbakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir sitt nýja lið Noah frá Armeníu sem gerði sér lítið fyrir og sló út AEK Aþenu, með 1-0 útisigri í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Armeníu í síðustu viku. Noah mætir Ruzomberok frá Slóvakíu í umspili Sambandsdeildarinnar. Andri Fannar, Eggert og Andri Lucas áfram Líkt og Ajax er sænska liðið Elfsborg komið í umspil Evrópudeildarinnar en liðið vann 2-0 heimasigur gegn Rijeka í dag, og þar með einvígið 3-1. Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson urðu að gera sér að góðu að sitja á varamannabekk Elfsborg allan leikinn. Elfsborg mætir Molde frá Noregi í umspilinu. Í Sambandsdeild Evrópu komst svo Gent, lið Andra Lucasar Guðjohnsen, áfram í umspilið líkt og Víkingar fyrr í dag. Gent sló út Silkeborg eftir framlengdan leik í Belgíu í kvöld, þar sem sigurmarkið kom á 118. mínútu og leikurinn endaði 3-2, og einvígið 5-4. Gent mætir Partizan frá Serbíu í umspilinu. Panathinaikos fær einnig að spila í umspili Sambandsdeildarinnar og mætir þar franska liðinu Lens í næstu viku. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Panathinaikos vann leikinn 1-0 en Ajax hafði unnið 1-0 útisigur í fyrri leiknum og því fór leikurinn í framlengingu, og svo vítaspyrnukeppni. Hvort lið tók 17 spyrnur í vítaspyrnukeppninni, sem þýðir jafnframt að sex leikmenn úr hvoru liði þurftu að taka tvær spyrnur. Það var þó alls ekki þannig að liðin nýttu allar spyrnurnar. Sverrir Ingi Ingason tók eina af spyrnum Panathinaikos en náði ekki að skora, og alls fóru sex spyrnur Panathinaikos forgörðum en aðeins fimm hjá Ajax. Reyndar klúðraði sami maður, Brian Brobbey, tveimur vítum fyrir Ajax en það kom ekki að sök. Kristian gat því fagnað sigri en hann var á varamannabekk Ajax allan tímann og því ekki einn af þeim sem tóku víti. Ajax mætir Jagiellonia Białystok frá Póllandi í umspili Evrópudeildarinnar. Þrjú víti nýtt í Ostrava Vítaspyrnukeppnin í Amsterdam var því afar ólík vítakeppninni í Ostrava í Tékklandi þar sem heimamenn í Baník mættu FC Kaupmannahöfn í Sambandsdeildinni. Orri Steinn Óskarsson og félagar fögnuðu sigri eftir vítakeppnina en heimamenn nýttu aðeins eina af fimm spyrnum, og FCK tvær af fjórum. Orri tók fyrsta víti FCK en náði ekki að nýta það, en það skipti á endanum engu máli. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk FCK. FCK mætir Kilmarnock frá Skotlandi í umspili Sambandsdeildarinnar. Landsliðsbakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir sitt nýja lið Noah frá Armeníu sem gerði sér lítið fyrir og sló út AEK Aþenu, með 1-0 útisigri í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Armeníu í síðustu viku. Noah mætir Ruzomberok frá Slóvakíu í umspili Sambandsdeildarinnar. Andri Fannar, Eggert og Andri Lucas áfram Líkt og Ajax er sænska liðið Elfsborg komið í umspil Evrópudeildarinnar en liðið vann 2-0 heimasigur gegn Rijeka í dag, og þar með einvígið 3-1. Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson urðu að gera sér að góðu að sitja á varamannabekk Elfsborg allan leikinn. Elfsborg mætir Molde frá Noregi í umspilinu. Í Sambandsdeild Evrópu komst svo Gent, lið Andra Lucasar Guðjohnsen, áfram í umspilið líkt og Víkingar fyrr í dag. Gent sló út Silkeborg eftir framlengdan leik í Belgíu í kvöld, þar sem sigurmarkið kom á 118. mínútu og leikurinn endaði 3-2, og einvígið 5-4. Gent mætir Partizan frá Serbíu í umspilinu. Panathinaikos fær einnig að spila í umspili Sambandsdeildarinnar og mætir þar franska liðinu Lens í næstu viku.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira