Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 14:01 Gæsluvarðhald yfir umhverfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt fram í september. Vísir Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk í síðasta mánuði í tengslum við alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út árið 2012 af Interpol vegna aðildar hans að árás á japanskan hvalveiðibát árið 2012. Grænlenska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglunni þar í landi að framlengingin sé til að tryggja það að hann yfirgefi ekki landið þar til dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um hvort hann skuli framselja til Japans. Segir málið pólitískt Samkvæmt fréttaflutningi miðilsins Sermitsiaq kom það fram í dómsal í dag að Paul Watson hefði áður verið handtekinn í Þýskalandi og flúið land í kjölfar þess að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi til að forðast mögulegt framsal. Þar kemur jafnframt fram að verjandi Watsons, hann Jonas Christoffersen, haldi því fram að málið sé pólitísks eðlis. „Eðli málsins er pólitískt og Japan er að misnota Grænland til að halda Watson bak við lás og slá,“ er haft eftir honum. „Ég er algjörlega saklaus. Japan vill hefna sín,“ er haft eftir Watson sjálfum. Kærir gæsluvarðhaldið til landsréttar Paul Watson hefur kært framlenginguna á gæsluvarðhaldi til landsréttar Grænlands. Hann var að sögn grænlenska ríkisútvarpsins á leið sinni til Kyrrahafsins eftir norðvesturleiðinni og kom við í Nuuk til að fylla á eldsneytisbirgðir sínar. Hvalir Umhverfismál Tengdar fréttir Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31. júlí 2024 14:07 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk í síðasta mánuði í tengslum við alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út árið 2012 af Interpol vegna aðildar hans að árás á japanskan hvalveiðibát árið 2012. Grænlenska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglunni þar í landi að framlengingin sé til að tryggja það að hann yfirgefi ekki landið þar til dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um hvort hann skuli framselja til Japans. Segir málið pólitískt Samkvæmt fréttaflutningi miðilsins Sermitsiaq kom það fram í dómsal í dag að Paul Watson hefði áður verið handtekinn í Þýskalandi og flúið land í kjölfar þess að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi til að forðast mögulegt framsal. Þar kemur jafnframt fram að verjandi Watsons, hann Jonas Christoffersen, haldi því fram að málið sé pólitísks eðlis. „Eðli málsins er pólitískt og Japan er að misnota Grænland til að halda Watson bak við lás og slá,“ er haft eftir honum. „Ég er algjörlega saklaus. Japan vill hefna sín,“ er haft eftir Watson sjálfum. Kærir gæsluvarðhaldið til landsréttar Paul Watson hefur kært framlenginguna á gæsluvarðhaldi til landsréttar Grænlands. Hann var að sögn grænlenska ríkisútvarpsins á leið sinni til Kyrrahafsins eftir norðvesturleiðinni og kom við í Nuuk til að fylla á eldsneytisbirgðir sínar.
Hvalir Umhverfismál Tengdar fréttir Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31. júlí 2024 14:07 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31. júlí 2024 14:07
Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37