Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 14:07 Faðir barnanna, Mohamed, með fæðingarvottorð tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni eftir að þau voru drepin. Vísir/Getty Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. „Konan mín er farin, börnin mín tvö og tengdamóðir mín. Mér var sagt að þetta hefði verið skot úr skriðdreka sem hefði lent á íbúðinni sem þau voru í, í húsi þar sem við höfðum verið frá því við lögðum á flótta,“ segir Mohamed á vef Reuters, en hann frétti af andlátum þeirra frá nágranna sínum. „Ég fékk ekki einu sinni tíma til að fagna þeim.“ Í erlendum miðlum fylgja fréttir af Mohamed. Á þeim heldur hann á fæðingarvottorði tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, hafi 115 nýburar verið drepnir frá því í október. BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá ísraelska hernum um árásina en hafði ekki fengið nein viðbrögð þegar fréttin var birt. Ísraelsk yfirvöld hafa ítrekað sagt að þau reyni að forðast að skaða almenna borgara og kenna yfirleitt Hamas um það þegar það gerist. Að það sé verið að skjóta á hernaðarleg takmörk sem tengist Hamas í íbúðabyggð eða nærri stöðum þar sem íbúar hafa leitað skjóls. Þar kemur einnig fram að á síðustu vikum hafi verið skotið á nokkur skýli. Sem dæmi hafi á laugardag verið skotið á skóla þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls. Um 70 létust í þeirri árás. Talsmaður ísraelska hersins sagði Hamas-liða hafa haldið til í skólanum. Nærri 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn á Gasa. Það gerðu þeir eftir að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael, drápu 1.200 og tóku 251 gísl til Gasa þann 7. október. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50 Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
„Konan mín er farin, börnin mín tvö og tengdamóðir mín. Mér var sagt að þetta hefði verið skot úr skriðdreka sem hefði lent á íbúðinni sem þau voru í, í húsi þar sem við höfðum verið frá því við lögðum á flótta,“ segir Mohamed á vef Reuters, en hann frétti af andlátum þeirra frá nágranna sínum. „Ég fékk ekki einu sinni tíma til að fagna þeim.“ Í erlendum miðlum fylgja fréttir af Mohamed. Á þeim heldur hann á fæðingarvottorði tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, hafi 115 nýburar verið drepnir frá því í október. BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá ísraelska hernum um árásina en hafði ekki fengið nein viðbrögð þegar fréttin var birt. Ísraelsk yfirvöld hafa ítrekað sagt að þau reyni að forðast að skaða almenna borgara og kenna yfirleitt Hamas um það þegar það gerist. Að það sé verið að skjóta á hernaðarleg takmörk sem tengist Hamas í íbúðabyggð eða nærri stöðum þar sem íbúar hafa leitað skjóls. Þar kemur einnig fram að á síðustu vikum hafi verið skotið á nokkur skýli. Sem dæmi hafi á laugardag verið skotið á skóla þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls. Um 70 létust í þeirri árás. Talsmaður ísraelska hersins sagði Hamas-liða hafa haldið til í skólanum. Nærri 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn á Gasa. Það gerðu þeir eftir að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael, drápu 1.200 og tóku 251 gísl til Gasa þann 7. október.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50 Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54
Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50
Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56