Mannmergð í Vín: Swift tónleikunum en ekki söngröddinni Lovísa Arnardóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 8. ágúst 2024 14:19 Talið er að um 195 þúsund hafi átt miða á tónleika Swift í Vín sem aflýst var vegna hryðjuverkaógnar. Vísir/Sólrún Mannmergð er á Kartner Strasse í Vínarborg þar sem aðdáendur bandarísku poppstjörnunnar Taylor Swift hafa komið saman að skiptast á vinaböndum og syngja þekkta slagara söngkonunnar. Þrennum tónleikum Swift í Vín var aflýst í gær vegna hryðjuverkaógnar, en þeir áttu að fara fram í kvöld, á morgun og hinn. Tveir táningar hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ætlað að gera árás á tónleikagesti fyrir utan leikvanginn þar sem tónleikarnir áttu að fara fram. Talið er að um 65 þúsund manns hafi ætlað á hverja tónleika, og tugir þúsunda ætlað að fylgjast með þeim fyrir utan leikvanginn. Því er mikið um aðdáendur Swift í Vín sem reyna að gera gott úr stöðunni. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni. Lagið sem aðdáendur söngla í myndbandinu að ofan er lagið Long live og hér að neðan má heyra það í flutningi Taylor Swift. Önnur lög þau sem sungu í Vínarborg var Love Story og I knew you were trouble. Íslendingar miður sín Heiðdís er ein þeirra sem ætlaði á tónleikana. Hún sagði í viðtali við FM 957 fyrr í dag að stemningin í Vín væri skrítin og fólk ráfaði um göturnar án þess að vita hvað það eigi að gera. Hún er úti með vinkonum sínum og höfðu þær planað að fara á tónleikana í heilt ár. Heiðdís segir að þær hafi frétt af því að búið væri að aflýsa tónleikunum á írskum bar í gærkvöldi. Þar voru þær að perla armbönd fyrir tónleikana. Fyrst lásu þær um að karlmaður hafi verið handtekinn og svo inn á aðdáendasíðu að það væri búið að aflýsa. Stuttu síðar fengu þær skilaboð um að þeim hefði verði aflýst. Heiðdís segir að þær vinkonurnar ætli að gera gott úr þessu. Klæða sig upp eins og þær ætluðu að gera, fara út að borða og eiga góða kvöldstund en þær áttu miða á tónleikana sem áttu að fara fram í kvöld. Tveir handteknir Greint var frá því í gærkvöldi að tveir hefðu verið handteknir vegna málsins. Annars vegar nítján ára gamall austurrískur ríkisborgari sem aðhylltist Íslamska ríkið. Nú er greint frá því að hinn handtekni sé sautján ára austurrískur ríkisborgari af tyrkneskum og króatískum uppruna. Sá mun hafa verið handtekinn skammt frá leikvangnum þar sem tónleikar Swift áttu að fara fram. Yfirmaður öryggismála í Austurríki sagði á blaðamannafundi um málið í morgun að maðurinn hefði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna síðan í júlí en það var á sama tíma og hann sagði upp í vinnunni. Mikil breyting hafði orðið á manninum en hann hafði svarið ísis, samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Hann viðurkenndi í yfirheyrslum lögreglu að hafa viljað drepa sem flesta tónleikagesti. Á sama fundi sagði innanríkisráðherra að lögregluyfirvöldum hefði tekist að koma í veg fyrir mikinn harmleik. Austurríki Tónlist Tengdar fréttir Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Sjá meira
Þrennum tónleikum Swift í Vín var aflýst í gær vegna hryðjuverkaógnar, en þeir áttu að fara fram í kvöld, á morgun og hinn. Tveir táningar hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ætlað að gera árás á tónleikagesti fyrir utan leikvanginn þar sem tónleikarnir áttu að fara fram. Talið er að um 65 þúsund manns hafi ætlað á hverja tónleika, og tugir þúsunda ætlað að fylgjast með þeim fyrir utan leikvanginn. Því er mikið um aðdáendur Swift í Vín sem reyna að gera gott úr stöðunni. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni. Lagið sem aðdáendur söngla í myndbandinu að ofan er lagið Long live og hér að neðan má heyra það í flutningi Taylor Swift. Önnur lög þau sem sungu í Vínarborg var Love Story og I knew you were trouble. Íslendingar miður sín Heiðdís er ein þeirra sem ætlaði á tónleikana. Hún sagði í viðtali við FM 957 fyrr í dag að stemningin í Vín væri skrítin og fólk ráfaði um göturnar án þess að vita hvað það eigi að gera. Hún er úti með vinkonum sínum og höfðu þær planað að fara á tónleikana í heilt ár. Heiðdís segir að þær hafi frétt af því að búið væri að aflýsa tónleikunum á írskum bar í gærkvöldi. Þar voru þær að perla armbönd fyrir tónleikana. Fyrst lásu þær um að karlmaður hafi verið handtekinn og svo inn á aðdáendasíðu að það væri búið að aflýsa. Stuttu síðar fengu þær skilaboð um að þeim hefði verði aflýst. Heiðdís segir að þær vinkonurnar ætli að gera gott úr þessu. Klæða sig upp eins og þær ætluðu að gera, fara út að borða og eiga góða kvöldstund en þær áttu miða á tónleikana sem áttu að fara fram í kvöld. Tveir handteknir Greint var frá því í gærkvöldi að tveir hefðu verið handteknir vegna málsins. Annars vegar nítján ára gamall austurrískur ríkisborgari sem aðhylltist Íslamska ríkið. Nú er greint frá því að hinn handtekni sé sautján ára austurrískur ríkisborgari af tyrkneskum og króatískum uppruna. Sá mun hafa verið handtekinn skammt frá leikvangnum þar sem tónleikar Swift áttu að fara fram. Yfirmaður öryggismála í Austurríki sagði á blaðamannafundi um málið í morgun að maðurinn hefði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna síðan í júlí en það var á sama tíma og hann sagði upp í vinnunni. Mikil breyting hafði orðið á manninum en hann hafði svarið ísis, samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Hann viðurkenndi í yfirheyrslum lögreglu að hafa viljað drepa sem flesta tónleikagesti. Á sama fundi sagði innanríkisráðherra að lögregluyfirvöldum hefði tekist að koma í veg fyrir mikinn harmleik.
Austurríki Tónlist Tengdar fréttir Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Sjá meira
Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33