Mannmergð í Vín: Swift tónleikunum en ekki söngröddinni Lovísa Arnardóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 8. ágúst 2024 14:19 Talið er að um 195 þúsund hafi átt miða á tónleika Swift í Vín sem aflýst var vegna hryðjuverkaógnar. Vísir/Sólrún Mannmergð er á Kartner Strasse í Vínarborg þar sem aðdáendur bandarísku poppstjörnunnar Taylor Swift hafa komið saman að skiptast á vinaböndum og syngja þekkta slagara söngkonunnar. Þrennum tónleikum Swift í Vín var aflýst í gær vegna hryðjuverkaógnar, en þeir áttu að fara fram í kvöld, á morgun og hinn. Tveir táningar hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ætlað að gera árás á tónleikagesti fyrir utan leikvanginn þar sem tónleikarnir áttu að fara fram. Talið er að um 65 þúsund manns hafi ætlað á hverja tónleika, og tugir þúsunda ætlað að fylgjast með þeim fyrir utan leikvanginn. Því er mikið um aðdáendur Swift í Vín sem reyna að gera gott úr stöðunni. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni. Lagið sem aðdáendur söngla í myndbandinu að ofan er lagið Long live og hér að neðan má heyra það í flutningi Taylor Swift. Önnur lög þau sem sungu í Vínarborg var Love Story og I knew you were trouble. Íslendingar miður sín Heiðdís er ein þeirra sem ætlaði á tónleikana. Hún sagði í viðtali við FM 957 fyrr í dag að stemningin í Vín væri skrítin og fólk ráfaði um göturnar án þess að vita hvað það eigi að gera. Hún er úti með vinkonum sínum og höfðu þær planað að fara á tónleikana í heilt ár. Heiðdís segir að þær hafi frétt af því að búið væri að aflýsa tónleikunum á írskum bar í gærkvöldi. Þar voru þær að perla armbönd fyrir tónleikana. Fyrst lásu þær um að karlmaður hafi verið handtekinn og svo inn á aðdáendasíðu að það væri búið að aflýsa. Stuttu síðar fengu þær skilaboð um að þeim hefði verði aflýst. Heiðdís segir að þær vinkonurnar ætli að gera gott úr þessu. Klæða sig upp eins og þær ætluðu að gera, fara út að borða og eiga góða kvöldstund en þær áttu miða á tónleikana sem áttu að fara fram í kvöld. Tveir handteknir Greint var frá því í gærkvöldi að tveir hefðu verið handteknir vegna málsins. Annars vegar nítján ára gamall austurrískur ríkisborgari sem aðhylltist Íslamska ríkið. Nú er greint frá því að hinn handtekni sé sautján ára austurrískur ríkisborgari af tyrkneskum og króatískum uppruna. Sá mun hafa verið handtekinn skammt frá leikvangnum þar sem tónleikar Swift áttu að fara fram. Yfirmaður öryggismála í Austurríki sagði á blaðamannafundi um málið í morgun að maðurinn hefði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna síðan í júlí en það var á sama tíma og hann sagði upp í vinnunni. Mikil breyting hafði orðið á manninum en hann hafði svarið ísis, samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Hann viðurkenndi í yfirheyrslum lögreglu að hafa viljað drepa sem flesta tónleikagesti. Á sama fundi sagði innanríkisráðherra að lögregluyfirvöldum hefði tekist að koma í veg fyrir mikinn harmleik. Austurríki Tónlist Tengdar fréttir Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Þrennum tónleikum Swift í Vín var aflýst í gær vegna hryðjuverkaógnar, en þeir áttu að fara fram í kvöld, á morgun og hinn. Tveir táningar hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ætlað að gera árás á tónleikagesti fyrir utan leikvanginn þar sem tónleikarnir áttu að fara fram. Talið er að um 65 þúsund manns hafi ætlað á hverja tónleika, og tugir þúsunda ætlað að fylgjast með þeim fyrir utan leikvanginn. Því er mikið um aðdáendur Swift í Vín sem reyna að gera gott úr stöðunni. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni. Lagið sem aðdáendur söngla í myndbandinu að ofan er lagið Long live og hér að neðan má heyra það í flutningi Taylor Swift. Önnur lög þau sem sungu í Vínarborg var Love Story og I knew you were trouble. Íslendingar miður sín Heiðdís er ein þeirra sem ætlaði á tónleikana. Hún sagði í viðtali við FM 957 fyrr í dag að stemningin í Vín væri skrítin og fólk ráfaði um göturnar án þess að vita hvað það eigi að gera. Hún er úti með vinkonum sínum og höfðu þær planað að fara á tónleikana í heilt ár. Heiðdís segir að þær hafi frétt af því að búið væri að aflýsa tónleikunum á írskum bar í gærkvöldi. Þar voru þær að perla armbönd fyrir tónleikana. Fyrst lásu þær um að karlmaður hafi verið handtekinn og svo inn á aðdáendasíðu að það væri búið að aflýsa. Stuttu síðar fengu þær skilaboð um að þeim hefði verði aflýst. Heiðdís segir að þær vinkonurnar ætli að gera gott úr þessu. Klæða sig upp eins og þær ætluðu að gera, fara út að borða og eiga góða kvöldstund en þær áttu miða á tónleikana sem áttu að fara fram í kvöld. Tveir handteknir Greint var frá því í gærkvöldi að tveir hefðu verið handteknir vegna málsins. Annars vegar nítján ára gamall austurrískur ríkisborgari sem aðhylltist Íslamska ríkið. Nú er greint frá því að hinn handtekni sé sautján ára austurrískur ríkisborgari af tyrkneskum og króatískum uppruna. Sá mun hafa verið handtekinn skammt frá leikvangnum þar sem tónleikar Swift áttu að fara fram. Yfirmaður öryggismála í Austurríki sagði á blaðamannafundi um málið í morgun að maðurinn hefði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna síðan í júlí en það var á sama tíma og hann sagði upp í vinnunni. Mikil breyting hafði orðið á manninum en hann hafði svarið ísis, samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Hann viðurkenndi í yfirheyrslum lögreglu að hafa viljað drepa sem flesta tónleikagesti. Á sama fundi sagði innanríkisráðherra að lögregluyfirvöldum hefði tekist að koma í veg fyrir mikinn harmleik.
Austurríki Tónlist Tengdar fréttir Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“