Fylkismenn svara umræðu um fjárhagsvandamál: „Hefur komið upp áður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. ágúst 2024 19:41 Einhverjir leikmenn Fylkis hafa verið beðnir um að bíða með launagreiðslur. Vísir/Anton Brink Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem félagið svara umfjöllun hlaðvarpsins Þungavigtin um að fjárhagur félagsins sé slæmur. Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi Þungavigtarinnar, sagði frá því í síðasta þætti hlaðvarpsins að hann hefði heyrt að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða með að fá greidd laun. DV fjallaði um málið. „Ég ætla að koma með skúbb, hafið þið heyrt að það sé litið til í bankanum í Árbænum? Ég hef heyrt frá tveimur leikmönnum, að þeir hafi verið spurðir hvort það sé hægt að bíða með launagreiðslur,“ sagði Rikki G í Þungavigtinni. „Þetta er ekki að hjálpa til,“ bætti hann svo við er hann ræddi um stöðu liðsins í deildinni í bland við umrædd meint fjárhagsvandræði Fylkis. Fylkismenn hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir svara þessari umræðu. „Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. „Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti. Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað,“ segir enn fremur. Þá segir einnig að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deildin hafi gripið þessa ráðs, en að félagið leggi áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þeim aðilum sem eiga í hlut. „Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli. Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert. Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði,“ segir að lokum. Besta deild karla Fylkir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi Þungavigtarinnar, sagði frá því í síðasta þætti hlaðvarpsins að hann hefði heyrt að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða með að fá greidd laun. DV fjallaði um málið. „Ég ætla að koma með skúbb, hafið þið heyrt að það sé litið til í bankanum í Árbænum? Ég hef heyrt frá tveimur leikmönnum, að þeir hafi verið spurðir hvort það sé hægt að bíða með launagreiðslur,“ sagði Rikki G í Þungavigtinni. „Þetta er ekki að hjálpa til,“ bætti hann svo við er hann ræddi um stöðu liðsins í deildinni í bland við umrædd meint fjárhagsvandræði Fylkis. Fylkismenn hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir svara þessari umræðu. „Vegna umfjöllunar DV í dag um að leikmenn Fylkis hafi verið beðnir um að bíða með að fá laun sín greidd þá vill stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis taka eftirfarandi fram,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. „Knattspyrnudeild Fylkis kappkostar og leggur áherslu á að rekstur deildarinnar fari fram með ábyrgum hætti. Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV er að í gegnum opið og heiðarlegt samtal hefur verið samið við nokkra leikmenn Fylkis um að deildin greiði þeim seinna en upphaflega var áformað,“ segir enn fremur. Þá segir einnig að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deildin hafi gripið þessa ráðs, en að félagið leggi áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þeim aðilum sem eiga í hlut. „Slíkar aðstæður hafa komið upp áður í rekstri Knattspyrnudeildar Fylkis og þá, líkt og nú, hefur verið samið um þessar greiðslur við þá sem eiga hlut að máli. Knattspyrnudeild Fylkis leggur áherslu á fyrirsjáanleika gagnvart þessum aðilum og að gert verði upp samkvæmt samkomulagi eins og áður hefur verið gert. Í þessu samhengi er rifjað upp að tekjur deildarinnar voru um 280 milljónir króna á árinu 2023 og deildin var rekin með hagnaði,“ segir að lokum.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira