Frakkar í úrslit eftir framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. ágúst 2024 21:45 Jean-Philippe Mateta fagnar öðru marki sínu með þjálfara franska liðsins, Thierry Henry. Claudio Villa/Getty Images Frakkar eru komnir í úrslit knattspyrnukeppni karla á Ólympíuleikunum eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í framlengdum leik. Frakkar voru sterkari aðilinn í leik kvöldsins, en það voru þó Egyptar sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Mahmoud Saber egypska liðinu á 62. mínútu og Frakkar því með bakið upp við vegg. Eftir látlausa sókn franska liðsins jafnaði Jean-Philippe Mateta hins vegar metin fyrir Frakka á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Michael Olise og því stefndi allt í framlengingu. 83'—Olise ➡️ MatetaFrance level it late to keep their Olympics dream alive 😤 pic.twitter.com/pjtZNxXNU8— B/R Football (@brfootball) August 5, 2024 Franska liðið vildi fá vítaspyrnu þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar varnarmaður Egypta handlék knöttinn innan vítateigs, en eftir langa skoðun myndbandsdómara var ekkert dæmt og því var enn jafnt þegar uppbótartímanum lauk. Egyptar komu sér svo í vandræði strax í upphafi framlengingarinnar. Aðeins einni og hálfri mínútu eftir að framlengingin hófst nældi Omar Fayed sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Egypska liðið þurfti því að leika manni færri það sem eftir lifði leiks. Franska liðið nýtti sér liðsmuninn og Jean--Philippe Mateta var aftur á ferðinni þegar hann kom Frökkum í forystu á 99. mínútu áður en Michael Olise bætti þriðja marki liðsins við á 108. mínútu. Manni færri náðu Egyptar ekki að snúa genginu við og niðurstaðan varð 3-1 sigur Frakka sem eru á leið í úrslit þar sem þeir mæta Spánverjum. Egyptar munu hins vegar leika um bronsið þar sem mótherji þeirra verður Marokkó. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Frakkar voru sterkari aðilinn í leik kvöldsins, en það voru þó Egyptar sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Mahmoud Saber egypska liðinu á 62. mínútu og Frakkar því með bakið upp við vegg. Eftir látlausa sókn franska liðsins jafnaði Jean-Philippe Mateta hins vegar metin fyrir Frakka á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Michael Olise og því stefndi allt í framlengingu. 83'—Olise ➡️ MatetaFrance level it late to keep their Olympics dream alive 😤 pic.twitter.com/pjtZNxXNU8— B/R Football (@brfootball) August 5, 2024 Franska liðið vildi fá vítaspyrnu þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar varnarmaður Egypta handlék knöttinn innan vítateigs, en eftir langa skoðun myndbandsdómara var ekkert dæmt og því var enn jafnt þegar uppbótartímanum lauk. Egyptar komu sér svo í vandræði strax í upphafi framlengingarinnar. Aðeins einni og hálfri mínútu eftir að framlengingin hófst nældi Omar Fayed sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Egypska liðið þurfti því að leika manni færri það sem eftir lifði leiks. Franska liðið nýtti sér liðsmuninn og Jean--Philippe Mateta var aftur á ferðinni þegar hann kom Frökkum í forystu á 99. mínútu áður en Michael Olise bætti þriðja marki liðsins við á 108. mínútu. Manni færri náðu Egyptar ekki að snúa genginu við og niðurstaðan varð 3-1 sigur Frakka sem eru á leið í úrslit þar sem þeir mæta Spánverjum. Egyptar munu hins vegar leika um bronsið þar sem mótherji þeirra verður Marokkó.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira