Draumadagur unga knattspyrnumannsins César Palacios breyttist því fljótt í martröð. Hann meiddist illa á hné í fyrsta leik með Real Madrid.
Forráðamenn Real óttast nú að þessi nítján ári miðjumaður hafi slitið krossband en hann var staddur með spænska liðinu í æfingaferð í Bandaríkjunum.
Í raun var Palacios aðeins búinn að spila í fimm mínútur á Soldier Field í Chicago þegar hann meiddist. Real Madrid tapaði leiknum 1-0 á móti ítalska félaginu AC Milan.
Palacios kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Króatann Luka Modric en var síðan tekinn af velli á 52. mínútu og í stað hans kom Álvaro Rodríguez. Rodríguez meiddist síðan sjálfur illa á ökkla og var tekin af velli í lok leiksins.
Palacios er einn efnilegasti leikmaður liðsins en Athletic Club sýndi honum mikinn áhuga fyrir nokkrum vikum.
Hann er fæddur árið 2004 og hefur skorað sex mörk í tólf leikjum með spænska nítján ára landsliðinu. Hann skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar í þrettán leikjum með Real Madrid í unglingameistaradeild UEFA á síðasta tímabili.
Nú bíður hans aðgerð og mikil vinna við að koma sér aftur inn á fótboltavöllinn.
Real Madrid mætir Barcelona í næsta leik sínum í æfingaferðinni sem er á morgun í New Jersey.
Esto sí que me preocupa y me jode: que el chaval César Palacios debutara y a los 6 minutos se lesionara de la rodilla. Porque, además, Ancelotti dijo luego en rueda de prensa que no tenía buena pinta. Espero que no sea grave.pic.twitter.com/oKDXBk0aoQ
— Madrid Sports (@MadridSports_) August 1, 2024