Di María: Hótanir komu í veg fyrir draumaendinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 07:31 Di María óttast öryggi fjölskyldu sinnar og treystir sér ekki til að flytja heim til Rosario í Argentínu. Getty/Ira L. Black Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María ætlaði alltaf að enda feril sinn í fæðingarbænum en ekkert verður nú af því. Di María sagði það hafa verið draum sinn að klára ferilinn í heimabænum sínum Rosario en aukning á glæpum í borginni og hótanir gegn fjölskyldu hans hafi gert út af við þann draum. Di María er frá Rosario eins og Lionel Messi. Ekki er búist við því að Messi endi ferilinn þar heldur. Di María setti punktinn aftur við landsferil sinn í sumar með því að vinna Copa América með argentínska landsliðinu. Lýsingar hans á hótununum er ekki falleg lesning. Di María sagði að fjölskyldan hafi fengið sent svínshöfuð sem hafði verið skotið í höfuðið. Systir hans og fjölskylda hennar fengu einnig hótunarbréf þar sem dóttur Di María var hótað lífláti. ESPN segir frá. „Foreldrum mínum var hótað sem var gert opinbert en á sama tíma fékk systir mín þetta bréf. Það fréttist aldrei af því vegna þess að systir mín og svili urðu hrædd og vildu ekki segja frá því,“ sagði Di María við Canal 3 sjónvarpsstöðina í Rosario. El argentino relató por qué decidió no volver a jugar en Rosario Central, a pesar de que intentaron convencerlo hasta último momento; recibió múltiples amenazas contra su familia y una directamente hacia su hija más chica. https://t.co/NNHWr8yIzH pic.twitter.com/y6qdFSyYhR— EL PAÍS (@elpaisuy) July 30, 2024 Hinn 36 ára gamli Di María sagði að hann og fjölskyldan hafi tekið endanlega ákvörðun um það í mars að snúa ekki aftur til Rosario. „Þessar hótanir vógu þyngra en allt annað,“ sagði Di María. Hann fékk sinn fyrsta fótboltasamning í Rosario en fór til Benfica í Portúgal þegar hann var nítján ára. Di María spilaði síðan fyrir Real Madrid, Manchester United, Paris Saint-Germain, Juventus og var síðan hjá Benfica á síðasta tímabili. „Þessir mánuðir voru hræðilegir. Við sátum saman og grétum það að geta ekki fengið að upplifa draumaendinn okkar. Þau sem skilja þetta ekki, geta greinilega ekki sett sig í mín spor í eina sekúndu. Það er auðvelt að koma illa fram við aðra á samfélagsmiðlum án þess að setja sig nokkurn tímann í þeirra spor,“ sagði Di María. Það er búist við því að hann taki annað tímabil með Benfica liðinu en það hefur ekki verið staðfest. Argentína Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Di María sagði það hafa verið draum sinn að klára ferilinn í heimabænum sínum Rosario en aukning á glæpum í borginni og hótanir gegn fjölskyldu hans hafi gert út af við þann draum. Di María er frá Rosario eins og Lionel Messi. Ekki er búist við því að Messi endi ferilinn þar heldur. Di María setti punktinn aftur við landsferil sinn í sumar með því að vinna Copa América með argentínska landsliðinu. Lýsingar hans á hótununum er ekki falleg lesning. Di María sagði að fjölskyldan hafi fengið sent svínshöfuð sem hafði verið skotið í höfuðið. Systir hans og fjölskylda hennar fengu einnig hótunarbréf þar sem dóttur Di María var hótað lífláti. ESPN segir frá. „Foreldrum mínum var hótað sem var gert opinbert en á sama tíma fékk systir mín þetta bréf. Það fréttist aldrei af því vegna þess að systir mín og svili urðu hrædd og vildu ekki segja frá því,“ sagði Di María við Canal 3 sjónvarpsstöðina í Rosario. El argentino relató por qué decidió no volver a jugar en Rosario Central, a pesar de que intentaron convencerlo hasta último momento; recibió múltiples amenazas contra su familia y una directamente hacia su hija más chica. https://t.co/NNHWr8yIzH pic.twitter.com/y6qdFSyYhR— EL PAÍS (@elpaisuy) July 30, 2024 Hinn 36 ára gamli Di María sagði að hann og fjölskyldan hafi tekið endanlega ákvörðun um það í mars að snúa ekki aftur til Rosario. „Þessar hótanir vógu þyngra en allt annað,“ sagði Di María. Hann fékk sinn fyrsta fótboltasamning í Rosario en fór til Benfica í Portúgal þegar hann var nítján ára. Di María spilaði síðan fyrir Real Madrid, Manchester United, Paris Saint-Germain, Juventus og var síðan hjá Benfica á síðasta tímabili. „Þessir mánuðir voru hræðilegir. Við sátum saman og grétum það að geta ekki fengið að upplifa draumaendinn okkar. Þau sem skilja þetta ekki, geta greinilega ekki sett sig í mín spor í eina sekúndu. Það er auðvelt að koma illa fram við aðra á samfélagsmiðlum án þess að setja sig nokkurn tímann í þeirra spor,“ sagði Di María. Það er búist við því að hann taki annað tímabil með Benfica liðinu en það hefur ekki verið staðfest.
Argentína Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira